Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Blaðsíða 18
48 TlMARIT VPl 1958 Gunnlaugur Briem Páls- son (V. 1958), f. 19. júní 1932 í Rvík. Por. Páll Björn, vélstjóri þar, f. 10. marz 1905, Einarsson, prests í Reykholti, Borg., og víðar, Pálssonar, og k. h. Gyða, f. 13. febr. 1910, Sigurðardóttir, skrifst.stj. í Rvík, Guðmundssonar. Stúdent Rvík 1950, próf í vélaverkfræði frá Chal- mers T. H. i Gautaborg 1956. Verkfr. hjá Svenska Turbin Aktiebolaget Ljungström í Norrköping, Svíþjóð, frá 1956. K. h. 1. ág. 1953, Inga Ingibjörg, f. 17. nóv. 1934 í Rvík, Guðmundsdóttir, véistjóra, Einarssonar, og k. h. Geir- þrúðar Önnu Gísladóttur, verkam. Gíslasonar. B. þ. 1) Páll, f. 5. des. 1954 í Gautaborg, 2) Anna Gyða, f. 7. apr. 1956 í Gautaborg. Veitt innganga i VPl á stjórnarfundi 14. maí 1958. H. G. FRETTIR 13. Alþjóðaráðstefna um atvinnusjúkdóma og heilsuvernd á vinnustöðum. (13th. International Congress on Occupational Health) verður haldin í New York City í júlímánuði 1960. Á ráðstefnunni verður aðallega fjallað um, hvernig komið verði í veg fyrir atvinnuslys og atvinnusjúkdóma. Þátttakendur frá mörgum löndum munu skýra frá eigin reynslu og rannsóknum bæði á sjúklingum og í rann- sóknastofum. Á þessa ráðstefnu er búizt við þátttöku nokkurra þúsunda lækna, hjúkrunarkvenna og sérfræðinga í holl- ustuháttum á vinnustöðum frá meira en 40 löndum. Þetta verður fyrsta alþjóðlega raðstefnan á þessu sviði, sem haldin er í Vesturheimi. Allar hinar fyrri hafa verið i Evrópu, sú fyrsta í Mílanó 1906 og sú síðasta í Helsingfors í júlí 1957. Frekari upplýsingar gefur Jón Sigurðsson, borgar- læknir, Reykjavík. Deildarþing Alþjóðaorkumálaráðstefnunnar (AOR) í Montreal 7.—11. september 1958. Alþióðaorkumálaráðstefnan (World Power Conference, WPC) er alþjóðleg samtök um orkubúskap þjóðanna. Hún heldur aðalþing 6. hvert ár (hið síðasta var haldið i Vínarborg 1956), en þess á milli eru deildarþing haldin. Á þing þessi kemur fjöldi fulltrúa frá flestum löndum heims i vestri og austri. Erindin, sem lögð eru fyrir slíkar ráðstefnur, fylla margar þykkar bækur, enda má ýkjulaust segja, að hér sé til umræðu sjálfur grund- völlur hins tæknivædda nútímaþjóðfélags og frumskil- yrði efnalegrar og menningarlegrar afkomu þjóðanna, nefnilega orkan. Landsnefnd Kanada i AOR sér um deildarþing þetta, og verður aðalumræðuefni þingsins í sumar: „Efnahags- legar stefnur i vinnslu, flutningi og notkun eldsneytis og orku". Umræðum verður síðan skipt í undirflokka: Vatnsafl, kol, olía, gas, kjarnorka, aðrar orkulindir; flutningur eldsneytis og orku, iðnaður, samgöngur, land- búnaður og heimilisnotkun. Hér á landi er starfandi landsnefnd í AOR. Formaður hennar er Jakob Gíslason, raforkumálastjóri. Hefur hún gengizt fyrir þátttöku héðan í þingum AOR undanfarin ár og fyrir samningu erinda um íslenzk orkumál, er lögð hafa verið fyrir þau. Allar frekari upplýsingar um AOR og þingið í sumar mim formaður íslenzku landsnefndarinnar fúslega veita, ef þess er óskað. TlMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS kemur út eigi sjaldnar en sex sinnum á ári og flytur greinar um verkfræðileg efni. Árgangurinn er alls um 100 síður og kostar 100 krónur, en einstök hefti 20 kr. — Ritstjóri: Hinrlk Guðmundsson. Rit- nefnd: Baldur Líndal, Guðmundur BjVnsson, Helgi H. Arnason og Magnús Reynir Jónsson. — Útgefandi: Verkfræðingafélag Island. — Afgreíðsla tímarítsins er í skrifstofu félagsins á Skólavörðustíg 3 A, Reykjavík. Sími 19717. Pósthólf 645. STEINDÓRSPRENT H.F. \

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.