Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 11
TIMARIT VERKFRÆÐIIMGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 5. hefti 19 5 8 43. árg. TREFJAIÐIMAÐUR Erindi flutt á fundi í VFl 29. okt. 1957. Eftir Pétiir Sigurjónsson, verkfræðing. Frá náttúrunnar hendi eru tii mjög margar tegundir trefja, en því miður er einungis mjög lítill hluti þeirra nothæfur til þess að spinna í þráð. Mjög víðtækar rann- sóknir hafa verið framkvæmdar til að leita nýrra spuna- efna, en frá náttúrunnar hendi hafa ekki fundizt fleiri, þvi hefur rannsóknin beinzt inn á braut synthetisku efn- anna. Hráefnin, sem notuð eru, má greina í fjóra flokka: I. Steinaríkið a) Málmþræðir (gull — silfur o. s. frv.). b) Steinþræðir (asbest) c) Glerþræðir (gleruli) II. Jurtaríkið a) Fræhár (baðmull, kapok) b) Bastþræðir (hör, hampur, juti, ramie) c) Blaðþræðir (manila, sisal) d) Ávaxtaþræðir (kokos). III. Dýraríkið a) Hár (sauðaull, geitarull og fax og tagl af ýms- um dýrum) b) Kirtilþræðir (maulberjasilki, tussahsilki). IV. Hálf- og alsynthetiskir þræðir a) Sellulósaþræðir (nitrat-, kopar-, viscose-, gervi- silki) b) Sellulósa ester þræðir (acetatgervisilki) c) Protein þræðir (kaseinull, alginatþræðir, jarð- hnetuþræðir) d) Alsynthetiskir þræðir (nylon, perlon, orlon o. s. frv.) Hér á eftir er stutt yfirlit yfir hina mismunandi flokka spunaþráða, ásamt stuttri skýringu á vinnsluað- ferðum. I. 8TEIN ARÍKIB Málmþræðir. Ýmsa málma má teygja í þunna þræði, sem eru það þjálir að vefa má úr þeim dúk. Gull og silfur eru al- gengnustu málmarnir, en vegna verðsins eru þeir venju- lega ekki notaðir hreinir, heldur eru það kopar- eða aluminiumþræðir, sem eru gyllaðir eða silfraðir. Þessir málmþræðir eru venjulega tvinnaðir utan um ullar- eða baðmullargarn og nefnast þá ,,Lamé"-garn. Nú er einnig farið að framleiða litaða aluminíum- þræði, og eru þeir þá húðaðir með giæru lakki eða plasti. Steinþræðir, asbest. Asbest er steinefni, nánar tilgreint sem magnesium- kalciumhydrosilikat með mengun af aluminíum og járni. Vegna kristallagerðar þess má spinna úr því þræði. Til þess að auðvelda spunann er venjulega blandað baðm- ull með. Síðan er baðmullin brennd úr þræðinum eða dúknum. Asbest er notað í eldvarnarklæði og dúka eða þræði, sem eiga að þola mikinn hita. Glerþræðir. Allflestar glertegundir má bræða og sprauta út í þunna þræði. Þessir þræðir eru venjulega 5—15 Þeg- ar glerþræðirnir eru orðnir þetta mjóir, þá eru þeir tölu- vert þjálir, svo spinna má úr þeim garn og vefa í dúk. Slíkir dúkar eru mikið notaðir í leikhústjöld, veggfóð- ur og eldtrausta dúka. Eru þeir oft unnir á líkan hátt og asbest, með baðmullaríblöndu. Eiginleikar glerþráð- anna fara að sjálfsögðu eftir eiginleikum hráglersins, eru þvi til margar tegundir og misjafnar. II. JTJRTARlKIÐ Fræhár. Fræhár eru stuttar trefjar úr einni sellu, sem er föst

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.