Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 12
66 TÍMARIT VFl 1958 við fræ ýmissa jurfa, til að auðvelda dreifingu fræsins. Þess vegna eru fræhárin venjulega of slétt og stíf til þess að hægt sé að spinna þau. Þar að auki er styrk- leiki þeirra oftast ekki nógur. Þess vegna eru aðeins mjög fáar tegundir þeirra, svo sem baðmull og kapok, yfirleitt notaðar. Með ýmsum ræktunaraðferðum hefur baðmullinni verið breytt svo, að hún er mikilvægasta hráefnið í trefjaiðnaðinum. Kapok er lítið notað til annars en bólstrunar. Baðmullin hefur verið notuð til klæðagerðar allt frá grárri forneskju. 1 Indlandi eru til góðar heimildir frá því árið 1500 f. Iírist, og var Indland aðalframleiðslu- land baðmullardúka allt fram í lok 16. aldar. Rvrópu- þjóðirnar byrjuðu ekki fyrr en á 18. öld að nota baðm- ull að ráði, er Englendingar hófu mikinn baðmullariðnað. Baðmullarjurtin „Gossypium" er mjög útbreidd, bæði sem planta, runni og tré, milli 40. breiddargráðu á norð- urhveli og 30. breiddargráðu á suðurhveli jarðar. Eiginleikar baðmullarinnar eru mjög misjafnir eftir því, hvar hún er ræktuð. Bezta baðmullin er „Sea Island" tegundin, er hefur trefjalengd allt að 50 mm og fín- leikann 8500 metra í grammi. En aðaltegundirnar, sem notaðar eru, hafa ca. 20—30 mm trefjalengd og 5—6000 metra í grammi. Flestar baðmullarjurtir eru einærar, y2 til 2% metri á hæð, nema Suðurameríkubaðmull, sem er 1 m hár runni, er verður allt að 6 ára gamail. Vaxtar- og þroskaskeið baðmullarfræsins er 130—180 dagar. Þegar fræið er fullþroskað, er það venjulega tínt með höndunum, og eru afköstin ca. 50 kg á mann á dag, svo sjá má að dagslaunin eru ekki há. Nú á seinni árum er farið að nota vélar til tínslu. Eins og ég nefndi áðan er baðmullarhárið úr aðeins einni sellu, og eru hlutföllin milli iengdar og þvermáls ca. 1:1000 til 1:3000, og því lengra sem hárið er því mjórra er það. Er þetta þveröfugt við ullarhár. Baðmull. Stækkun 185 sinnum. 1 smásjá líkist baðmullarhárið mjórri slöngu, sem er flöt og undin á ýmsa vegu. Þessa lögun fær hárið þannig, að í vextinum er það fyrst sívalt og miðjan er fyllt vökva, selluveggurinn er mjög þunnur. Þegar hár- ið hefur náð fullri lengd, fer að myndast þykkt lag af sellulósa (hinn eiginlegi selluveggur) innan á fyrsta laginu. Þegar fræhýðið opnast, rétta hárin úr sér og byrja að þorna og fletjast, um leið snúa þau á sig um lengdarásinn og myndast þannig hið sérkennilega útlit baðmullarhársins. Þessi sérkennilega lögun veldur því, að samloðun háranna er mikil, og þess vegna eru spuna- eiginleikar baðmullarinnar mjög góðir. Baðmull, þverskurður. Stækkun 300 sinnum. Efnasamsetning baðmullarinnar er þannig: Sellulósi ...................... 98,91% Aska, steinefni ................. 0,13% Protoplasma og pektin ........... 0,58% Vax og feiti ........... 0,38% Vaxið og feitin eru sérstaklega mikilvæg fyrir spun- ann. Við rúmlega 20° C verður vaxið mjúkt og gerir hárið mjög þjált. Þetta vaxlag ver hárið vætu, svo að óunnin baðmull drekkur ekki í sig vatn að ráði. Þessu vaxlagi verður að ná af fyrir litun og fágun. Til þess er garnið eða dúkurinn soðinn við 2—3 kg yfirþrýsting í 2—3% natriumhydroxydupplausn. Baðmull þolir mjög illa sýrur, en lút allvel, enda er 18—25% NaOH notað til að mercericera baðmullargarn og dúka. Mercericeringin er þannig framkvæmd, að lúturinn er lá'tinn verka á garnið eða dúkinn spenntan við ca. 18—20°C, hárin þrútna og styttast, við það réttist úr vindingnum og lagið verður sívalla, líkt röri. Sellu- lósinn breytist í hydratsellulósa. Lúturinn er nú skolað- ur úr efninu, meðan það er enn í spennu. Þess vegna breytist þetta nýja form ekki aftur. Gljáinn hefur auk- izt, togþolið og litunarhæfnin einnig. Hin innri gerð (struktur) misellunnar breytist, eins og sjá má með röntgenmælingum. Baslþræðir. Bastþræðir eru unnir úr stilkum plantna, en einungis hör, hampur og juti ásamt ramie hafa nokkurt veru- legt notagildi. Bastþræðina verður að aðskilja frá berki o. s. frv., en til þess þarf að leysa upp pektínið, sem heldur þeim saman. Þetta er gert með svokallaðri „Röste“, stönglarnir eru lagðir í vatn eða breiddir á raka jörð, við raka og yl þróast gerlar, sem eyðileggja pektín og límefni stönglanna svo bastþræðirnir losna. Siðan eru trefjarnar hreinsaðar í vélum. Elzta nytjaplantan er línið eða hörinn „Linum usitast- issimum". Er jurtin þekkt hjá Egyptum frá um 2000 f. Krist. Juti var aftur á móti ekki fluttur til Evrópu fyrr en 1795. Aðalræktunarlandið er Indland, og aðallega við neðri hluta Ganges og í Bengaliu. Ramie eða Kínagras er af netluættinni og hefur lengi verið ræktað í Kina og Indlandi.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.