Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 14
68 TlMARIT VFI 1958 Skissa af ullarhári. Yzta lagið, keratin A, sem myndar eins og hreistur utan um hárið, hefur meiri mótstöðu gegn ytri áhrif- um en keratin B. Sóiarljósið verkar á ullina þannig, að hún gulnar og feyskist. Hiti breytir ullinni mjög mikið, sérstaklega ef raki er einnig fyrir hendi. Við þurran hita 100—105°C missir ullarhárið styrkleika, verður feyskið, og við 130 °C molnar það sundur. 1 gufu við 100°C verður ullin þjál og kemur það fram, er við pressum með rökum dúk. 1 sjóðandi vatni missir ullin þá eiginleika að ,,hlaupa,“ eins og sagt er. Þessi áhrif eru mikið notuð í ullariðnaði, þannig að með því að nota hita er hægt að fixera eða ,,binda“ ullina þannig, að hún breytist ekki eða þófni við hitastig, sem er lægra en það, sem notað var. Til að binda eða fixera þarf að snöggkæla með köldu vatni eftir upphitunina. Það er alveg gagnstætt með ullina og baðmullina, að ullin þolir allvel þynntar sýrur en baðmullin ekki. Aftur á móti þolir baðmullin vel lút, en ullin er mjög viðkvæm fyrir lút, svo að 10% lútur leysir ullina upp. Þetta er sérstaklega varúðarvert við þvotta, þar eð flest þvottaefni eru alkalisk. Tilraunir síðustu áratuga hafa beinst í þá átt, að búa til þvottaefni, sem þvo við „isolektriskan punkt" ullarinnar, en það er milli pH 4,8 og 5,5. Tilkoma hinna synthetisku þvottaefna hefur beinlínis valdið byltingu í ullariðnaðinum. Reduk- tionsefni verka lítið á ullina enda notuð til að bleikja hana, svo sem með brennisteinssýrlingi. Oxydationsefni eins og vetnissuperoxyd H2 O, er einnig hægt að nota til að bleikja, en þó aðeins í þunnum upplausnum. Halo- genar, svo sem klór, breyta ullinni mjög og nema al- veg burt þófeiginleikana, það er því töluvert notað við ákveðna framleiðslu. Flestöll hlutlaus málmsölt verka ekki á ullina, þó bind- ur ullin sölt hinna þrígildu málma, Al., Fe., Cr. og Fl. með verkun veikra sýra. Þetta atriði er mjög veiga- mikið, vegna þess, að með því móti má mynda óleys- anleg litarsölt þessara málma í ullinni. Eitt af aðaleinkennum ullarinnar er þófið, og er það algjörlega physikalskt. Til þess að hægt sé að þæfa trefjar eða hár, þarf yfirborð hársins að vera hreistr- ótt, hárið að vera þjált en samt fjaðrandi, svo það geti rétt sig upp í upphaflegt lag. Við áhrif hita, raka og þrýstings hreyfast hárin í átt ró'tarinnar, þar eð hreist- urlögun yfirborðsins verkar sem gagnhöld. Hárin smjúga hvert um annað og mynda þannig þétta heild. Ull er ágætur einangrari, en hleðst mjög auðveld- lega statisku rafmagni. Þetta er ákaflega óheppilegt í vinnslunni, sérstaklega kembingu og spuna. Vefst þá ullin og loðir við alla ása og málmhluti. Af þeim or- sökum er loftræsing mjög svo nauðsynleg í spunaverk- smiðju. Eins og allir vita, er ullin ákaflega hlý til fata, og er það ekki eingöngu vegna þess, að hún leiðir illa hita, heldur einnig vegna loftrýmis í ullardúkum. Þægindi fatnaðar standa í hlutfalli við einangrunargildi hráefn- isins, hita umhverfisins, snið flíkarinnar, starfsemi lik- amans og vindhraða umhverfisins. Það má greina ullarhárin í 3 flokka: 1) Þelhár, sem eru fín, bylgjuð og merglaus, 2) toghár, sem er sérstaklega langt og með merg, 3) hár á fótum og grönum, sem verður sjaldan lengra en 3 sm, mjög stinnt, gróft og með merg. S'kissa af ullarhárum. Það fer mjög eftir sauðastofninum, hvernig ullin er, og má skipa henni niður í fjóra flokka: 1) Blendingsull, þar sem er bæði þel og tog. Þessum flokki tilheyrir íslenzki stofninn, Karakulfé og skozka Blackfaceféð. 2) Toghárafé, sem einungis hefur tog, þar til teljast Cheviot-, Lincoln-, Cotswold- og Devonshirestofn- arnir. 3) Þelullarfé, til þess telst Merinoféð og fleiri stofn- ar, svo sem Oxford-down og South-down. Merino- stofninn er sennilega frægasti fjárstofn í heimi og er upprunninn i Litlu-Asíu, en var fluttur þaðan til Spánar. 4) Crossbreds, sem eru kynblendingar þel- og tog- fjár, aðallega Merino- og Lincolnfjár. Frægast er Corridaleféð í Nýja Sjálandi. Ullarhár Corridale-fjárins eru 7,5—10 sm löng, og reyfin eru 5— 6 kíló að þyngd. Með kynblöndu og úrvali er hægt að fá svo til hvaða ullartegund sem er, en þó eru tiltekin atriði, sem eru einnig mjög ákvarðandi, svo sem aldur og kyn dýr- anna. Beitiland ásamt veðráttu hefur einnig mikilvæg áhrif. Hér á landi er ullinni ekki veitt tilhlýðileg umhyggja, en aðaláherzlan lögð á kjötframleiðslu, þó að ullargæði ásamt magni gætu vel samrýmst kjötmagni, eins og Corridaleféð sannar. Táknin t. d. 46’/48‘ þýða fínleika ullarhársins. Voru tölurnar upphaflega ákvarðaðar eftir því, hve fínt garn var hægt að spinna úr ullinni, þ. e. hve marga metra garns úr 1 grammi ullar. 1 þessu tilfelli 46 til 48 metr- ar garns úr einu grammi ullar. Það er líka mikill munur á, hvar á bol kindarinnar ullin vex. Á meðfylgjandi skissu sést mjög greinilega, hvernig hinir mismunandi fínleikar ullarinnar eru í reyfinu, og er þetta ávallt þannig þótt fínleikinn sé misjafn eftir fjárstofni. — Á kverkunum er fínasta ullin (hér 60’s) en næstfínust ofan á hálsinum (hér 58’s). Þar næst er ullin á bakinu (hér 56’s), svo á síðunum og verður svo

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.