Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 25
TÍMARIT VPI 1958 75 ar brautir í framleiðslu spunaefna, samanber greinar- gerð um teflon, hér að framan. Og enn eru að koma ný efni á markaðinn, einna nýj- ast eru polyvinylalkohól-efni (vinylon) unnin úr kol- efni og kalki C + = CaC. + H.O—> CaO HC CH + ^ CH, COOH Z CH= = CHCOOCHa Vinylacetat. Vinylacetatinu er breytt í vinylalkohól með methyl- alkohóli og natriumhydroxydi sem hvata. Þessi nýi flokkur er mjög athyglisverður, þar eð efn- in eru ódýr og litunarhæfileikar þeirra líkari litunarhæfi- leikum ullar eða baðmullar en annarra gervispunaefna. Að lokum er hér tafla V, sem gefur yfirlit um uppruna alsynthetisku spunaefnanna, og er þeim þar raðað eftir uppruna hráefnanna. IÆKIVII Erincli flutt í rílcisútvarpinu 20. apríl 1958 í erindaflokki útvarpsins um vísincli nútímans. Eftir dr. Jón E. Vestdal. Þótt óviðkunnalegt sé, verð ég í upphafi máls míns að biðja velvirðingar á því, er á eftir fer, hversu það er sundurlaust og mikið i molum. Kemur það einkum til af þrennu: Hve geysivíðtækt efnið er, hve nauman tíma ég hef haft til að velta því fyrir mér og síðast en ekki sizt persónulegir annmarkar, sem mest gætir að sjálf- sögðu, þegar umhugsunarfrestur er af skornum skammti. Ég bið ykkur þvi, áheyrendur góðir, að taka viljann fyrir verkið og kasta ekki rýrð á viðfangsefnið, þótt þvi séu ekki gerð þau skil sem skyldi. Ég man þá tíð, og þykist ég þó ekki vera gamall maður, að daglegur vinnutími manna var 12 klst. eða jafnvel eitthvað meira og vinnuvikan ósjaldan 7 dagar. Sé litið lengra til baka, var ástandið i þessu efni sizt betra, frekar lakara. Og þetta ástand var ekki einungis ríkjandi hér á landi, það var svipað í öðrum löndum. Menn unnu ekki einungis 70, 80 eða 90 klst. á viku, þeir strituðu svo sem mest mátti verða allan þennan tíma, og ævi þeirra var öll á miðjum aldri vegna hins linnulausa erfiðis. Afraksturinn af öllu þessu striti var síður en svo mikill. Menn höfðu varla til hnífs og skeiðar, ekkert þar fram yfir og oft ekki einu sinni nóg til þess að afla sér fæðis og klæða. Hin bága afkoma alþýðu manna var hin sama í öðrum löndum sem hér á landi, þar á var enginn verulegur munur. Nú vinna menn 48 klst. á viku, og þarf ekki að lýsa því fyrir neinum, hvílíkur reginmunur er á afkomu manna nú og áður. Sama verður uppi á teningnum, ef borin eru saman framleiðsluafköst manna nú og fyrr. Nærtækt dæmi eru aflabrögð sjómanna hér á landi. Nú stunda um 6000 sjómenn fiskveiðar á fiskiskipaflota landsmanna og afla á fimmta hundrað þúsund tonn á ári (1955: 409 þús. tonn), svo að afli hvers fiskimanns nú er tæp 70 tonn á ári, og má geta þess sjómönnum okkar til hróss, að hvergi annars staðar er um svo mikil aflabrögð að ræða. En fyrir tæpri öld var afli hvers sjómanns einungis um 2 tonn á ári, og er munurinn ó- trúlega mikill. Hvað veldur þessum mismun? Engum mun koma til hugar, að sjómenn okkar fyrr á öldum hafi verið svo miklum mun óduglegri en stétt- arbræður þeirra nú á dögum. Þar á mun ekki mikill munur vera, helzt sá, að fyrr á tímum þurftu menn að eyða lengri vinnutíma og strita meira til þess að afla sinna fáu tonna. Og stytting vinnudagsins og stórlega batnandi afkoma manna á einni öld stafar ekki af bætt- um þjóðfélagsháttum, nema ef til vill að ,mjög litlu leyti. Hitt væri sönnu nær, að batnandi þjóðfélagshættir ættu rót sína að rekja til hinnar bættu afkomu alls al- mennings. En hvað hefur þá valdið þessum umskiptum? Þróun tækninnar á rúmri öld hefur valdið þessum um- skiptum og hún ein. Sést það ljóslegast á því, að þær þjóðir, sem enn hafa ekki haft tök á því að taka í þjón- ustu sína tækni þessar aldar, lifa enn við svipuð kjör og þau, er hér í álfu voru ríkjandi fram á síðustu öld, og skiptir þá ekki máli, hvort þær hafa breytt um þjóðfélaghætti eða ekki. Tæknin hefur því hlutverki að gegna að auðvelda mönnum störfin, auka afköstin við hvers konar vinnu, eða með öðrum orðum sagt að láta sem fæstar hendur vinna hvert það starf, sem gera þarf. Hefur tæknin því miklu hlutverki að gegna í þágu sérhvers vinnandi manns og þjóðfélagsins í heild. Það er geysiumfangsmikið verksvið, sem tæknin hef-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.