Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 33

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1958, Blaðsíða 33
TlMARIT VPl 1958 79 mikil að magni til og verðmæti. Atvinnuleysi og hvers konar vinnuleysi er sérhverjum einstaklingi mikið böl og verður hverri þjóð þungbært, þegar nokkuð kveður að þvi til muna, heildarframleiðslan minnkar og verða flestir þess varir fyrr eða síðar. En næg atvinna handa öllum er ekki einhlít. til að skapa velmegun. Undirstaða velmegunar hverrar þjóðar er mikil framleiðsla og verðmæt, og hver einstaklingur nýtur hennar fyrr eða síðar að meira eða minna leyti. Mikillar framleiðslu og verðmætrar verður hvergi afl- að, ef einungis er notazt við orku mannsins sjálfs, ef allt á að gerast með höndunum einum saman. Afköst hvers manns, eru æði takmörkuð, meðan hann ræður að- eins yfir orku sjálfs sin. En séu honum fengin í hendur tæki, sem hagnýtt geta annars konar orku en manns- orkuna og þau eru til þess fallin að vinna verk, sem mannsorkuna þyrfti annars að nota til, eru því lítil tak- mörk sett, hve mikið má auka afköstin. Þannig hefur tæknin séð manninum fyrir ótalmörgum ósýnilegum höndum, er vinna verkin fyrir hann, og afköst eins manns geta orðið eins mikil og hundraða manna, ef allt ætti að gerast í höndunum. Hagnýting tækninnar til þarfa mannsins er undir- staða hagsældar í hverju þjóðfélagi. Víðast hvar má koma henni að meira eða minna leyti við, og hlýtur það að verða keppikefli allra að styðja af fremsta megni að þróun, er gengur í þá átt. Við Islendingar höfum tekið tæknina að verulegu leyti í þjónustu okkar. Við tókum seint við okkur í þessu efni, og því hefur þróunin hér verið örari en víða annars stað- ar, og á sumum sviðum erum við enn aftur úr, þótt á öðrum séum við sízt eftirbátar annarra. Og vafalaust heldur þessi þróun áfram. En muna mættum við jafn- framt, að þjóðfélag, sem tekur sér í nyt tækni nútímans að verulegu leyti, er mjög viðkvæmt fyrir truflunum, miklu viðkvæmara en þjóðfélög fyrri alda. Oft getur truflun, sem smávægileg virðist í fyrstu, valdið stórtjóni, orðið orsök til atvinnuleysis og annarra hörmunga. Tæknin leggur okkur því miklar skyldur á herðar gagn- vart okkur sjálfum og samborgurum okkar, Við höfum orðið aðnjótandi blessunar tækninnar og megum vænta enn meira í þvi efni. Við ættum því þakk- látir í huga að minnast þeirra manna, sem lagt hafa okkur nytsemdir hennar í skaut, brautryðjendanna, mannanna, sem plægðu akurinn, sem við nú skerum upp af. Fjöldi manna hefur lagt hönd að verki, þótt ekki hafi verið tök á því að geta þeirra að nokkru og verka þeirra einungis að litlu. Aðeins tveir þeirra voru nefndir hér að framan, að vísu tveir stórbrotnir menn, sem höfðu mikil áhrif á samtíð sína, en þó enn meiri áhrif á fram- tíðina. Þeir lögðu steina í grunninn að hinni miklu byggingu. Enn er byggingin ófullgerð, og enginn getur sagt fyrir um, hve mikil hún verður. ÝMI5LEGT Aukning verkefna fyrir vísinda- og tæknimenntaða menn. Scientific Apparatus Makers Association í Banda- rikjunum lét fyrir skömmu fara fram athugun á vænt- anlegri aukningu verkefna fyrir vísinda- og tæknimennt- aða menn þar í landi. Voru stjórnendur 500 stærstu at- vinnufyrirtækja Bandaríkjanna beðnir að áætla þörf sína fyrir vísinda- og tæknimenntaða menn árið 1968. Niðurstöður þessara athugana urðu sem hér segir: 300 fyrirtæki áætluðu 25— 50% aukningu 65 — — 50—100% — 135 — — 100% Verkefni fyrir vísinda- og tæknimenntaða menn munu skv. þessu aukast um 60% á næstu 10 árum. H. G. Smámynt — smámunir. Ein sekúnda er ekki langur tími en þó andartak. Með því að telja rólega 1, 2, 3 o. s. frv. er talið jafn hratt og sekúndurnar líða, og er slík tímamæling stund- um viðhöfð, þegar nákvæmir tímamælar eru ekki til- tækir. Allir menn verða að telja að minnsta kosti tvisvar þá peninga, sem þeir fá í hendur, í fyrsta sinn við mót- töku, síðan við afhendingu og e. t. v. á milli móttöku og afhendingar peninganna. Sé nú gert ráð fyrir því, að peningarnir séu taldir þannig, að hver peningur sé talinn fyrir sig, einn í einu, og að meðaltali einn á hverri sek- úndu, verður fjöldi þeirra peninga, sem taldir verða á klukkustund, 3600, og þar sem þarf að tvítelja peninga verða afköstin við peningatalninguna aðeins 1800 pen- ingar á klukkustund, þ. e. 18,00 kr./klst., þegar einseyringar eru taldir 36,00 kr./klst., þegar tveggjaeyringar eru taldir 90,00 kr./klst., þegar fimmeyringar eru taldir 180,00 kr./klst., þegar tíueyringar eru taldir 450,00 kr./klst., þegar tuttugu og fimmeyringar eru taldir Af þessu leiðir einfaldlega, að gagnvart manni, sem vinnur fyrir 18,00 kr./klst., er: greiðsla í einseyringum sama og engin greiðsla —• - tveggjaeyringum sama og hálf greiðsla — - fimmeyringum sama og 80% greiðsla — - tíueyringum sama og 90% greiðsla — - tuttugu og fimmeyringum sama og 96% greiðsla. Allur þorri manna hefur nú hærri laun en 18,00 kr./klst., og eru smámyntargreiðslur til þeirra þeim hlutfallslega óhagstæðari en að ofan greinir, og getur hver reiknað það út fyrir sig. Þaö virðist nokkuð augljóst, að minnsta smámynt, sem forsvaranlegt er að nota, er tuttugu og fimmeyr- ingur. Minni smámynt er það dýr í talningu auk ann- ars kostnaðar, að hún getur ekki talizt vera fullkom- in greiðsla í peningaviðskiptum manna. En þrátt fyrir þetta eru enn slegnir einseyringar, og enn er vöruverð reiknað út upp á einseyringa. H. G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.