Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 24
90 TlMARIT VFÍ 1658 Fylgiskjal 8: Þetta kort er dregið á sama hátt og fskj. 6 og 7. en tímabilið, sem miðað er við, er 10000 ár, en það jafngildir hér um bil. að mlðað sé við snörpustu jarðskjálfta, sem nokkurntíma megi vænta á hverjum stað. Probable maximum earthquake intensity in each 10.000 years. 1937) er þetta kort birt (bls. 233), en bætt á það einu jarðskjálftasvæði (VI) samkvæmt rannsóknum þeim, er S. Þ. þá gerði á jarðskjálftum við Eyjafjörð. Er kort Eysteins eru borin saman við þetta kort, er sá munur einkum á, að Þistilf jarðarsvæðið (svæði III á korti Þorvalds), kemur ekki fram sem jarðskjálftasvæði á kortum Eysteins, og ekki heldur norðurhlutinn á svæði I, þ. e. norðvestanverðar Mýrar og suðurhluti Snæfeils- ness. Svæði VI, það er S. Þ. bætti inn á kort Þorvalds, er einnig á kortum Eysteins, en breiðara, sem vafalaust er réttara. Kort Eysteins eru fyrst og fremst byggð á seismískum mælingum, en kort Þorvalds eingöngu á frásögnum af jarðskjálftum og lýsingum á þeim. Án vafa eru kort Eysteins því byggð á traustari grund- velli, en þess er þó að gæta, að mælingar þær, er kort hans byggja á, ná yfir tiltölulega stutt tímabil, eða 30 ár. Er því ekki að vænta, að þau geti gefið alveg rétta mynd af líkunum fyrir jarðskjálftum. Ber þar einkum til, að á þessu tímabili hafa engir stórjarðskjálftar orðið á Suðurlandsundirlendinu. Hefur þetta timabil verið með þeim allra rólegustu, sem komið hafa á Suðurlandsundir- lendinu síðan sögur hófust. Til nokkurrar glöggvunar á jarðskjálftahættunni hérlendis, til viðbótar við þá vitneskju, er kort Eysteins veita, hefur S. Þ. leitað í öllum honum kunnum annálum og öðrum heimildum, auk þeirra rita er áður getur, þeirra upplýsinga, sem er að finna um jarðskjálfta, sérstaklega þeirra, sem hafa verið það sterkir, að bæir hafa hrunið. Nú er vitanlega erfitt að segja nákvæmlega um það, hvaða jarðskjálftastyrkleika þarf til þess að íslenzkir torfbæir hrynji. Samkvæmt reynslu af jarðskjálft- anum á Dalvík 1934 mun þurfa styrkleika nær VIII en VII samkvæmt Mercalli styrkleikastiganum, til þess að torfbæir, eins og þeir þá voru, hrynji, en vel má vera, að á mestu niðurlægingaröldum þjóðarinnar hafi torf- bæirnir verið ótraustari og þolað minna en torfbæir þeir, er reistir voru um og eftir síðustu aldamót. Þó má telja ólíklegt, að bæir hafi hrunið í landskjálftum, sem voru vægari en VII stig. 1 eftirfarandi töflum (fylgiskjöl 10 og 11) eru saman- dregnar upplýsingar um þá jarðskjálfta, sem valdið hafa hruni bæja. Plúsmerkið án sviga þýðir, að þess er beinlínis getið, að bæir hafi hrunið í viðkomandi sveit. Plúsmerki innan sviga tákna, að sveitin sé ekki nefnd á nafn, en að næstum öruggt megi þó telja, að þar hafi bæir hrunið í viðkomandi jarðskjálfta. Spurningarmerki táknar, að meiri óvissa ríki um jarðskjálftann á hinum einstöku svæðum, en víst sé þó, að á einhverjum þess- ara svæða hafi bæir hrunið í viðkomandi jarðskjálfta. Er hér um að ræða forna jarðskjálfta, sem þess eins er getið um, að þeir hafi verið á Suðurlandi. Af upplýs- ingunum um manntjón má ráða, að þetta hafi verið mikiir jarðskjálftar, og koma þá tvö svæði einkum til greina: Land-Rangárvellir annars vegar og Ölfus-Gríms- nes-Flói hins vegar, og mögulegt er, að á báðum þess- um svæðum hafi bæir hrunið í sama jarðskjálftanum. Þess er þó að gæta, að ekki er samtímaheimildum til að dreifa um þessa jarðskjálfta.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.