Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1958, Blaðsíða 25
TIMARIT VFl 1958 91 GHEINAHr.KRn l’VI .tAllDSK lAl KTA A ÍSI.AKDIt Fylgiskjal 9: Á kortið eru merkt þau svæOi, þar sem vitað er að komið hafi á árunum 1924—1957 jarðskjálftar að styrkleika 5 stig eða snarpari (skástrikað), og einnig þau svæði, þar sem komið liafa á sama tímabili jarðskjálftar að styrkleika 7 stig eða snarpari (krossstrikað). Intensity of strongest earthquake during the period 1924—1956. Nokkra af þeim jarðskjálftum, sem Þorvaldur Thor- oddsen tekur upp eftir yngri heimildum, einkum Espólín, hefur S. Þ. fellt niður, þar eð þeirra er ekki getið i örugg- um samtímaheimildum, en aðrir hafa bætzt við sam- kvæmt ritum, sem Þorvaldi var eigi kunnugt um. Töflur S. Þ. geta vitanlega ekki talizt fullkomlega öruggar, en skekkjurnar eru vart svo miklar, að þær skipti máli um þá heildarmynd, er þær gefa. Eysteinn birtir kort, er sýnir sennilegan fjölda jarð- skjálfta með styrkleika yfir VII á 1000 árum, og sam- kvæmt því er fjöldinn mestur, 10 jarðskjálftar, á mjóu svæði, er nær frá Reykjanestá austur að Sogi (en innan þessa svæðis er lítið svæði kringum Krísuvík, þar sem talan er hæst). Kringum Heklu er afmarkað svæði, þar sem reiknað er með 4 jarðskjálftum >VII á 1000 árum og nær það yfir Land og nyrzta hluta Rangárvalla. Svipaða mynd gefa önnur kort Eysteins. Á fskj. 7 eru t. d. 3 takmörkuð svæði, kringum Krisuvík, Hveragerði og Heklu, þar sem talið er að 1 jarðskjálfti með styrk- leika VIII geti komið á 1000 árum, en það lætur nærri að á sömu svæðum geti þá komið 10 jarðskjálftar með styrkleika VII á 1000 árum. Samkvæmt töflunum á fylgiskjölum 10 og 11 hafa síðustu 8 aldirnar komið hérlendis, svo vitað sé, saman- lagt 47 jarðskjálftar svo sterkir, að bæir hafi hrunið, þ. e. 17. hvert ár að meðaltali. Ef við athugum töfluna yfir jarðskjálfta á Suðurlandi, er auðsætt, að þar eru tvö svæði, sem hafa orðið verst úti vegna jarðskjálfta. Annað er Ölfus-Grímsnes-Flói (vesturhluti Flóa). Hitt er Land-Rangárvellir. Á báð- um þessum svæðum er jarðskjálftahættan samkvæmt töflunni mun meiri en samkvæmt kortum Eysteins. Þess er og að gæta, að vafalítið vantar eitthvað á, að skráðir séu ailir jarðskjálftar, sem valdið hafa bæjarhruni á Suðurlandi á tímabilinu 1150—1400, og frá 15. öld eru nær engar heimildir um náttúruhamfarir á Islandi, en engin ástæða er til að ætla, að sú öld hafi verið öðrum kyrr- látari um slíkt. Niðurstöðutölur töflunnar eru því lág- markstölur. Öruggt er, að í ölfusi hafa bæir hrunið í jarðskjálftum 14 sinnum á 8 öldum, líklegt, að það hafi skeð 19 sinnum, og mögulegt, að það hafi verið eitthvað oftar. Það hef- ur því verið um 40. hvert ár að meðaltali, sem bæir hafa hrunið þar í jarðskjálfta. Síðan um 1700 hafa 6 jarð- skjálftar þar haft styrkleika >VIII (1706, 1734, 1752, 1784, 1789, 1896). Svipað er að segja um Rangárvelli. Þar hafa bæir örugglega fallið 12 sinnum, líklega 17 sinnum, og þar hafa að minnsta kosti 5 jarðskjálftar síð- an 1700 haft styrkleika >VIII eða 1725, 1732, 1784, 1896 og 1912, Aðeins einu sinni er vitað með vissu, að jarð- skjálftar samfara byrjun Heklugoss hafi orðið svo sterkir, að bæir hafa hrunið, en líklegt, að það hafi skeð tvisvar eða þrisvar sinnum. Hinsvegar hefur það komið fyrir oftar en einu sinni, að komið hafa svo sterkir jarðskjálftar í ölfusi skömmu eftir Heklugos, að bæir hafa hrunið þar. 1 síðasta Heklugosi kom og, sem kunn- ugt er, snarpasti kippurinn i Hveragerði. Utan þess svæðis, er taflan á fylgiskjali 10 nær til,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.