Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. MARS. 2004
Fréttir DV
1
400 milljóna þóknun og óskilgreindur hagnaður af sölu deCODE-bréfa til ís-
lenskra banka virðist hafa endað hjá fyrirtæki í Panama í hringiðu peninga-
þvættishneykslis. Á sama stað og skúffufyrirtækið Biotek er skráð eiga Kári
Stefánsson og Hannes Smárason félag, upprunnið í Panama, sem þeir notuðu
til að kaupa 800 milljóna hlut í FBA haustið 1999.
Kevptu í FBA fypip
Búnaðarbankinn
Landsbankinn
DV hefur rakið slóð þeirra peninga, sem lúxemborgska skúffu-
fyrirtækið Biotek Invest fékk fyrir að selja íslenskum bönkum
hlutabréf í deCODE, til fyrirtækis í Panamaborg sem er í hring-
iðu stórra rannsókna í fjórum löndum vegna peningaþvættis.
DV hefur einnig komist að því að félag, sem Kári Stefánsson for-
stjóri íslenskrar erfðagreiningar og Hannes Smárason aðstoðar-
forstjóri notuðu til að kaupa hlut í FBA, var skráð á sama stað og
Biotek og var upprunnið í Panamaborg.
Skömmu eftir að skúffufyrirtækið
Biotek Invest var stofnað í Lúxem-
borg til að selja hlutabréf í deCODE
til Islendinga fyrir sex milljarða króna
var annað félag, Lisfield Holding,
stofnað á sama stað. Lisfield Holding
var eignarhaldsfélag sem Kári Stef-
ánsson forstjóri deCODE og Hannes
Smárason aðstoðarfors'tjóri notuðu
utan um eign sína þegar þeir keyptu
3,5 prósenta hlut í FBA haustið 1999
fyrir 800 milljónir króna. Biotek og
Lisfield hafa sama heimilisfang,
sömu skráða lögfræðinga sem að-
standendur og sömu endurskoðend-
ur. Slóð Biotek hvarf í Panama en
uppruni Lisfield er í Panama.
Skráðir eigendur þessa Lúxem-
borgarfyrirtækis Kára Stefánssonar
og Hannesar Smárasonar eru tvö
fyrirtæki í Panama. Þau heita
Peachwood Invest & Trade og
Wimmer Overseas Corp.
Sömu aðstandendur
Lisfield er skráð til heimilis að
41 Avenue de
la Gare í
Kári
Stefánsson
KeyptiíFBAÍ
'nafni fyrirtækis
sem er i eigu
panamískra
skúffufyrirtækja.
Lúxemborg, á sama stað og Biotek.
Forráðamenn Lisfield eru hinir
sömu og koma að Biotek; lögfræð-
ingarnir Yves Schmit, Carine
Bittler og Carla Machado. Yves
Schmit og Carine Bittler skrifuðu
undir samninga við deCODE fyrir
hönd Biptek eins og fram kemur í
skráningarlýsingu deCODE á Nas-
daq. í skráningarlýsinguhni kemur
fram að deCODE hafi greitt Biotek
400 milljónir íslenskra króna í
þóknun fyrir sölu á fimm milljón
hlutum en samkvæmt þeim upp-
lýsingum hafði Biotek það hlutverk
að miðla bréfum inn á íslenska
markaðinn. fslenskir bankastjórar
komu þó af fjöllum, könnuðust
ekkert við Biotek og sögðust aðeins
hafa gert samninga við deCODE.
Það getur verið að miklu hærri fjár-
hæðir hafi runnið til Biotek þar
sem óljóst er hvort félagið hefur
fengið gengishagnað af viðskipt-
með deCODE-bréf á þeim tíma
sem gengi bréfanna á íslenska gráa
markaðnum fór upp úr öllu valdi.
Því hefur ekki verið svarað hverj-
ir standi að Biotek, né hvert hlutverk
þess hafi verið við sölu sem ein-
göngu fór fram milli íslendinga á ís-
landi. DV fékk þær upplýsingar frá
íslenskri erfðagreiningu að spurn-
ingum um Biotek yrði ekki svarað.
Eftir að hlutverki Biotek var lokið
og félagið hafði hirt þóknun og hugs-
anlegan gengishagnað var það leyst
upp af panamíska skúffufyrirtækinu
Damato Enterprises. Upplýsingar frá
ræðismannsskrifstofu Panama í
London bera með sér að mikil leynd
hvíli yfir mörgum panamfskum fyrir-
tækjum. Þar segir að þar séu til skráð
félög til kaups og skráning þeirra
geti verið afar takmörkuð og
stundum séu félög stofnuð í
kringum sérstaklega viðkvæm
og leynileg viðskipti.
Forráðamenn Lisfield
eru hinir sömu og
koma að Biotek, lög-
fræðingarnir Yves
Schmit, Carine Bittler
og Carla Machado.
í hringiðu
peningaþvættisrannsókna
Damato Enterprises er skráð til
heimilis hjá lögfræðifyrirtækinu
Mossack, Fonseca & Co. í Panama-
borg. Það fyrirtæki gefur sig út fyr-
ir að þjónusta þá sem vilja koma á
fót eignarhaldsfélögum sem mikil
leynd getur hvílt yfir. Mossack,
Fonseca & Co. heldur úti skrifstof-
um á Bahamaeyjum, Bresku Jóm-
frúreyjum, Kyrrahafseyjunum
Samóa og Niue og á Seychelleseyj-
um í Indlandshafi.
Mossack, Fonseca & Co. er í
hringiðu rannsókna í fjórum lönd-
um á umfangsmiklu peninga-
þvætti.
Damato Enterprises er skráð
eign tveggja panamískra félaga
sem heita Guisolex og Rolika Inc.
Skráðir stjórnarmenn eru lögfræð-
ingarnir Francis Perez, Darlene
Bayne, Leticia Montoya, Katia
Solano og Catalina Greenlaw. Þau
fjögur fyrstnefndu eru skráðir
stjórnarmenn í tveimur félögum
sem sæta rannsókn í umfangs-
miklum fjársvikamálum í Perú og
Níkaragua.
Tenging við hneykslismál í
Perú og Níkaragua
í Perú skekur nú mikið hneykslis-
mál stjórnkerfið eftir að upp komst
um spillingu leyniþjónustuforingj-
ans Cesars Almeyda. Hann var ná-
inn vinur forsetans Alejandro
Toledo. Almeyda átti skúffufyrirtæk-
ið Trei Investments Corp. í Panama
sem er - eins og Damato - í eigu
Guisolex og Rolika og þar eru sömu
stjórnarmenn. í greinum þar sem
fjallað er um málið í Perú og
Níkaragua er talað um grun um
stórfeilt peningaþvætti. í stjórn Trei
Investments Corp. sitja þau Perez,
Bayne, Montoya og Solano. Þau sátu
einnig í stjórn skúffufyrirtækisins
Nicstate Development sem fyrrver-
andi forseti Nicaragua, Arnoldo Al-
eman, notaði til að þvo opinbert fé
sem hann stakk undan. Hann situr
nú í fangelsi í Níkaragua og á lista
sem alþjóðasamtökin Transparency
International gáfu út er hann átt-
undi stærsti þjófur í
heimi. Hann
var sakfelld-
ur fyrir að
stela
hundr-
að
milljón
dollur-
um af
opinberu
fé á með-
an hann
var forseti í
einu af fá- ' ;
tækustu ríkjum ,
heims. Hneyksl
isntálið í
Perú
vakti minningar í Níkaragua og þar
fjallaði dagblaðið E1 Nuevo Diario
um málið fyrir mánuði. I fyrirsögn
segir: í Perú er notuð peninga-
þvottaaðferð Alemans.
Engin svör
Eftir að DV birti fyrstu fréttir um
viðskiptin með deCODE-bréfin og
varpaði fram spurningum um hver
hefði fengið þóknunina og fyrir
hvað, sendi íslensk erfðagreining frá
sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Þar kom
fram að ÍE sé skráð á bandarískan
verðbréfamarkað og háð ströngum
reglum um upplýsingagjöf til fjár-
festa. Því var neitað að nokkuð væri
óeðlilegt við viðskiptin með hluta-
bréf þess. „Hlutabréfaútgáfunni er
iýst mjög nákvæmlega í útboðslýs-
ingu félagsins frá því árið 2000 og
hefur félagið engu við þær upplýs-
ingar að bæta,“ sagði í yfirlýsingu.
Skömmu síðar svaraði Kári Stefáns-
son einni spurningu fréttamanns
sjónvarps og sagði að hvorki hann
né aðstoðarforstjóri hefðu fengið
krónu af þeirri 400 milljóna króna
þóknun sem Biotek Invest í Lúx-
emborg var greidd vegna sölu
bréfa í deCODE árið 1999. DV
náði sambandi við Kára Stefáns-
son en hann sleit samtalinu þeg-
ar blaðamaður kynnti sig.
kgb@dv.is
Hannes Smárason
'Skrifaði undir samning við Biotek.
Peningarnir fóru til Panama.
Lisfield
^Holdint^
41 Avenue De La Gare
Yves Schmit
Carine Bittler
Carla Machado
Biotek
Invest
Peachwoood
I Invest & Trade
Wimmer
Overseas Corp
Damato
Enterprises
Trei
fnvestments
Nicstate
Development
Guisolex
Rolika
mmm Mossack Fonseca & Co.
Francis Perez
BMHSi Darlene Bayne
Leticia Montoya
Katia Solano