Akranes - 01.01.1944, Blaðsíða 2

Akranes - 01.01.1944, Blaðsíða 2
2 AKRANES Asmundur Þórðarson Háteig Fœddur 1. des. 1850 — Dáinn 25. des. 1943 Ásmundur Þórðarson. Hér er sæmdarmaður til hvílu geng- inn, í hárri elli. Ásmundur var fæddur að Elínarhöfða 1. des. 1850 og var því 93 ára gamall. Foreldrar hans voru Þórður bóndi Gíslason, ættaður frá Lambhaga í Skilmannahreppi, og konu hans Elínar Ásmundsdóttur frá Elínar- höfða af Klingingbergsætt. Ásmundur missti föður sinn 5 ára gamall; giftist móðir hans nokkru síðar Guðmundi Sveinssyni (bróður Jakobs Sveinssonar, snikkara í Reykjavík og þeirra bræðra), fluttust þau hingað í Skagann þegar Ásmundur var 10 ára, en að Háteig 1861. •— Guðmundur Sveinsson „var djarfur formaður og duglegur í öllum hlutum“, segir Hallgrímur um hann. Það var auðheyrt á Ásmundi, að stjúpa hans hefur verið margt vel gefið, og hinn bezti drengur, enda þótti Ásmundi vænt um hann. Guðmundur var einn af þeim mörgu, er drukknað hafa hér milli Reykjavíkur og Akraness. Hann drukkn- aði við annan mann, 14. október árið 1868. Skömmu síðar tekur Ásmundur við búi á Háteig, en árið 1880 kvæntist hann Ólínu Bjarnadóttur, Brynjólfsson- ar frá Kjaransstöðum, og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Ásmundur gerðist á unga aldri for- maður, átti hann lengi skip og gerði út. Hann þótti sérstaklega góður stjórnari, en fór sér að engu óðslega. Hann var stilltur og gjörhugull í þeim efnum, sem öðrum. Hann var óvenjulega jafnlynd- ur og óáleitinn, en hélt ávalt fast á sín- um málstað, ef til þurfti að taka. Ef fyr- ir kom, að hann reiddist, varð hann ofsareiður, en það var mjög sjaldan, og þá ekki út af smámunum. Það kynni margur að halda, að mað- ur, sem fæddur var 1850, og lifað með þjóðinni þá sáru örbirgð, og til „auðs og allsnægta“ nú, væri all forneskjulegur í háttum óg einstrengingslegur í við- horfum sínum til manna og málefna. Þessu var ekki svo farið um Ásmund, hann var „nútímamaður“ í því bezta, sem fram fer í þjóðlífinu og „gamall“ í því sígilda, sem hæfir öllum tímum bezt. Hann var hvorki einsýnn aftur- haldsmaður eða flysjungur, það hefur hann margsinnis og í mörgum málum sýnt og sannað. Hann er t. d. með Ein- ari á Bakka o. fl. í fyrri flotanum að eignast hlut í mótorbát, þegar þeir koma til sögunnar, og yfirgefur þá al- veg sársaukalaust opnu skipin, af því hann sér, að þetta hæfir betur, eins og á stendur. Ásmundur hefur enga ótrú á þessum „nýjungum“, þó kunnáttan sé t. d. mjög af skornum skammti á með- ferð vélanna, sem þarna var vitanlega aðallega treyst á. Nei, hann fylgir þeg- ar þessari nýju fleytu í aðrar verstöðv- ar, þá kominn á sjötugsaldur, og gerði það í mörg ár. Þetta sýnir vel framsýni hans, áræði, kjark og dugnað, enda vit- um vér vel, að Ásmundi hefur ekki ver- ið fysjað saman. Háteigur er ein af elztu og stærstu jörðum Skagans, og hefur þar alla tið verið með stærri búum eftir því sem hér gerðist. Ekki verður annað sagt en að Ásmundur hafi alla tíð verið heldur þungur til vinnu, sérstaklega í landi. Lét honum ekki vel að eltast við bú- skapinn, enda vita kunnugir, að ekki var kona hans síður bóndinn, nema fremur væri, enda varð hún oft að hlaupa í skörðin vegna fjærveru bónda síns á sjónum. Enda þótt búskapurinn heillaði Ásmund ekki, hafði hann glögg- an skilning á ýmsu því, sem betur mátti fara um búskapinn. Ber þar fyrst og fremst að nefna skilning hans og áhuga fyrir túnasléttun. Þar kom raunsæi hans og hyggindi fram við nána athugun. Þar sem hann sá vitanlega, að jörðin gaf mikið meira af sér eftir „uppskurð“ og undirburð. Ásmundur sléttaði því mik- inn hluta túnsins, sem ekki var slétt frá náttúrunnar hendi. Á Háteig voru líka alla tíð miklir kartöflugarðar. Ólína var forkur dugleg og svo vinnusöm, að hún gat aldrei unnt sér hvíldar. Hún var því ákaflega hneyksluð yfir iðjuleysi ann- arra, enda var henni vinnan lífið sjálft. < Hún var sívakandi um hag heimilisins og fylgdist með búskapnum af miklum áhuga og nákvæmni. Ásmundur byggði myndarlegt timb- urhús á Háteig árið 1883, það stendur enn, en hefur nú verið nokkuð breytt herbergjaskipun og ennfremur múrhúð- að að utan. Um aldamótin byggði Ás- mundur heyhlöðu og fjós úr timbri heima, og fjárhús niður í mýri. Sýnir allt þetta, að Ásmundur fylgdist með tímanum í flestum efnum. Þess var áður getið, að Ásmundur hafi verið heldur þungur til vinnu. Að ein- hverju leyti hefur það verið að eðlis- fari, en fyrst og fremst mun það hafa átt rót sína að rekja til bóklesturs og þrá til menntunar. Ásmundur hefði sjálfsagt átt að ganga menntaveginn. Hann var vel greindur og gagnrýnin svo að af bar. Var hann því ekki fljótur til að úrskurða, en þess fastar hélt hann á sínum málstað, þegar hann hafði krufið málið til mergjar og myndað sér skoðun á því. Þótti sumum sem einstrengings- háttur hans væri stundum um of. Ás- mundur átti þess ekki kost að ganga menntaveginn, því notaði hann hverja

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.