Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 37

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1960, Qupperneq 37
TlMARIT VPl 1960 67 Sveinn Björnsson: Ég ætla að gera örfáar athugasemdir og reyna að vera stuttorður. Ég vildi koma fyrst að síðasta atriðinu, þessu, hvers konar pólitik verkalýðshreyfingin hefur rekið hér í kaup- og kjaramálum. Ég held, að hún hafi verið í ákaflega slæmri aðstöðu til þess að gera sér raun- verulega grein fyrir hlutunum, eins og þeir eru og hafa verið, og kannske sé það einmitt skýringin á því, að vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki verið eins og æskilegt hefði verið. Ég vildi bara benda á þetta. 1 sambandi við hagnýtingu frystihúsanna sem atvinnu- tækja, þá er það hlutur, sem ég þekki ekki til fulls. Ég hef kynnt mér sjénarmið hagfræðings Fiskifélagsins, sömuleiðis verkfræðings hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og úr báðum áttum, eftir því sem mér skilst, er að hafa þær upplýsingar, að afkastanýtingin í þessari at- vinnugrein sé ekki eins hagkvæm og þyrfti að vera. Þetta er sem sagt atriði, sem við afgreiðum ekki hér, en er sýnilega umdeilanlegt. Nú, gagnvart þessum stuðlum, sem við höfum leyft okkur að nota, dr. Gunnar og ég, taldi ég mig vera búinn að undirstrika það mjög ítarlega í gær (hef sennilega ekki gert það nógu vel), að það má ekki taka þessa stuðla sem neina goðgá. Þær stærðir, sem eru notaðar til þess að fá þá út, eru mörgum breytingum háðar og þess vegna verður að túlka þá með gætni. Þegar ég stóð hér upp áðan benti ég á, hvað ég áliti vera aðalatriðið í því máli, sem hér er um að ræða, að það sé tekin upp markviss stefna til þess, að við kynn- umst betur, öðlumst meiri þekkingu á því, sem er að gerast í atvinnulifinu. Ef til vill erum við með erindi dr. Benjamíns og þeim konstruktivu athugasemdum, sem hann hefur gert við erindi okkar Gunnars, þegar komnir á rétta leið i því að finna þá aðferð, sem mundi bezt fallin til þess að gera þessum hlutum skil. Svo var aðeins eitt atriði ennþá, sem dr. Benjamín nefndi hér áðan, að með því að nota þessa stuðla eins og gert hefði verið í erindum G.B. og S.B. að þá væri eins og ekkert skipti máli nema fjárfesting. Þetta er fjarri lagi og vísa ég í því sambandi til erindis míns á blaðsíðu 10, þar sem talað er um rannsóknir Svía í þessu sambandi. Steingrímur Jónsson: Ég þakka fyrir. Ég vildi þá nota þessar fáu mínútur, sem eftir eru, til þess að ræða dálítið um og bera upp þessar tillögur, sem við höfum. Fyrri tillaga okkar, sem nefndin bjó út og er nokkuð löng, var samin áður en við þekktum erindi dr. Benjamíns. Við höfðum fyrir okk- ur hin erindin og það má vel vera, eins og fram hefur komið hér í kritik hans, að við tökum fulldjúpt i ár- inni með fyrri hluta þessarar tillögu, þessarar löngu til- lögu, um vélvæðingu, hagræðingu og efnahagslegar framfarir, Hins vegar er það þannig, að frá neðstu máls- grein á bls. 2, kemur það ekki máli við, og ég vildi spyrja nefndina, hvort hún hefði nokkuð við að athuga, þó ég bæri ekki upp nema þennan seinni part af til- lögunni, þar eð hann felur í sér allt það, sem við vild- um fá fram í þessu sambandi. Og þennan inngang get- um við látið liggja milli hluta eins og það sé ekki neitt deiluatriði í því. Og þá vildi ég leyfa mér að lesa það upp þannig: ,,Það er álit ráðstefnunnar, að Islendingar geti ekki fremur en aðrar þjóðir viðhaldið lifskjörum sínum hvað þá bætt þau, nema þeir taki upp vísindalegar nútima vinnuaðferðir í rekstri atvinnuvega sinna, og raunar í rekstri þjóðfélagsins alls. Til þess að þetta sé mögulegt verður nú og fram- vegis að leggja hina ríkustu áherzlu á að þjálfa með þjóðinni mikinn fjölda vel menntaðra sérfræðinga á sviðum hverskonar náttúruvísinda, tækni, viðskipta- og efnahagsmála, og nota þekkingu þeirra við úrlausn hinna margvíslegu vandamála, sem steðja að í fram- leiðslustarfseminni og rekstri þjóðfélagsins. Þó eitt brýnasta viðfangsefnið í bráð sé vafalaust það að auka afrakstur þeirra framleiðslutækja, sem þjóðin ræður nú yfir, þá ríður ekki minna á að einbeita kröft- unum að því, að kanna og undirbúa hagnýtingu hrá- efna og orkulinda landsins á fjölbreyttari hátt en nú er gerf og með stofnun nýrra framleiðslugreina fyrir augum. Á þessu sviði bíður fjöldi rannsókna- og tilraunaverk- efna, sem ekki má fresta um of, þvi öll rannsókna- og tilraunastarfsemi tekur óhjákvæmilega langan tíma. Þau vandamál, sem hér hafa verið gerð að umtals- efni, eru vissulega ekkert sérmál verkfræðingastéttar- innar, heldur varða þau þjóðina alla. Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga heitir þvi á stjórnarvöld landsins, forráða- menn rannsóknarstarfsemi, atvinnufyrirtækja og almenn- ing allan að gefa þeim fyllsta gaum“, Þetta ætti að vera ábending, sem ekki á að valda deilum, og ég veit ekki hvort nokkur kærir sig urn að segja nokkuð í sambandi við það. Ef svo er ekki, þá vil ég leyfa mér að bera það upp og biðja þá félags- menn, sem vilja samþykkja það, að rétta upp hönd. Þökk fyrir. Er nokkur á móti? Ekki? Þá er það samþykkt. Svo er þessi seinni tillaga, sem kom fram hér um rannsóknastarfsemi sérstaklega: ,,Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga, haldin í Reykja- vík 22. og 23. september 1960, telur tímabært að gerð- ar séu ráðstafanir til að hafnar séu reglubundnar rann- sóknir á nýtingu (framleiðni) vinnuafls og fjármagns i ís- lenzku atvinnulífi, og niðurstöður slíkra rannsókna birtar reglulega. Telur ráðstefnan slíkar rannsóknir nauðsynleg- ar til þess að þróun íslenzks atvinnulífs samræmist sem bezt hagsmunum þjóðarinnar". Steingrímur Hermannsson: Ég vil taka það fram, að ég er algjörlega fylgjandi þess- ari tillögu, en mér virðist orðið rannsókn notað í rangri nrerkingu, það er oft misskilið, og í þeirri merkingu, sem við höfum reynt að nota það, á það ekki heima hér. Ég myndi vilja nota athugun í staðinn fyrir rann- sóknir og orða tiilöguna þannig: „Ráðstefna íslenzkra verkfræðinga haldin í Reykja- vík 22. og 23. september 1960, telur tímabært að gerðar séu ráðstafanir til að hafnar séu reglubundnar athuganir á nýtingu (framleiðni) vinnuafls og fjármagns í ís- lenzku atvinnulifi og niðurstöður slikra athugana birtar reglulega. Telur ráðstefnan slíkar athuganir nauðsyn- legar til þess að þróun íslenzks atvinnulífs samræmist sem bezt hagsmunum þjóðarinnar". Ég er með tillögu til ályktunar, sem mig langar til að bera undir ráðstefnuna. Ég leyfi mér að lesa hana:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.