Alþýðublaðið - 28.11.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.11.1923, Blaðsíða 4
4 vitanlegrt, að Páil eða aðrir út- gerðarstjórar hftfi^þá mikið verið að hugsa um hag þeirra »50 fjölskyldna«, er hann telur að >hver togari framfleyti árlega<, nema síður væri. Mér eru vel í minni afskifti Páís af síðustu kaupdeilu sjómanna, og ég þekki á hoaum (jyrun frá þeim tfma. Pálí álitur, að hér hefði ekkert atviunuieysi verið, ef hömlur heíðu verið lagðar á innflutning fóiks til bæjarins. Hvenær sá Páll þetta fyrst? Var það áður en hið tilfinnan- lega atvinnuleysi tór að gera vart við sig, eða er hann einn af þeim, sem sér hlutina b;*zt eftir á? Sennilega er það hið síðara, því að annars hefði sá »stóri< maður Hkiega ekki staðið fremst- ur í flokki þeirra, sem flytja fólk til bæjarins, útiloka bæjarmenn frá atvinnu og þar með auka at- vinnuleysið í bænutn, — og sfð- ast, en ekki sízt, þeirra, sem eru valdir að kyrstöðu atvinnutækj- anna nm hábjargræðistímann, svo áð mann verðá að ganga at- vinnulausir um hásumarið í hundr- aðatali, — lfklega tii að gera menn betur úr garði til að taka á móti vetrinum — eða hvað? Síðan galar þessi maður um »aukna framleiðsiu eða burtvís- un fólks úr bænum<. Heyr þó á endemi! En hvar ætlar svo Páll að láta það fóik lifa, sem flutt væri burt úr bænum, ef hann þá vill setja það á? Á það áð »ganga fyrir sér sjálft eins og sáuðirnir í Hjarðarholti?< Líklega ætlast hann ekki til þess, og ekki ætl- ar hann að senda það á >sveit- ina< sína, því að enginn má vera »ómagi þjóðar sinnar< segir hann, en »allir eiga verk að vinna<. Kannske, að hann viiji flytjá það at landi burt? Það er mikið tal- að um aukinn útflutning, og ef til vill hugsar Páll tll hinna at- vinnulausu hér í bæ í sambandi við það. En hvað skyldi hann þá áætla heildsöluverðið á »dúsín- inu<? (Páll miðar alt ylðpeninga.) Ekki má það vera of hátt, því að þá g^eti. krónan okkar hæg- lega stigið í verði, og þá fengi hann færri krónur íyrir hvert sterlingspund, sem togararnir hans selja fisk fyrir í Englandi! Páll tekur það fram, að hann Nýkomið með „Botnín" mikið af alls konár skófatnaði, góðum og mjög ódýrum ettir gæð- um. Til dæmis má nefna: Hlýja og góða inniskó úr flóka frá kr. 3.75. s Ágæta inniskó úr leðri nr. 40—46 á kr 6.75, Góða hússkó með rlstarbandi nr. 36 — 40 á kr. 750. Reimaða kvenskó frá kr. 10.00. Barna- og unglinga-inoiskó o. fl. o. fl. — Gerið svo vel að kynna yður verðið og athuga gæðin. B. Stefánsson & Bjarnar. vilji ekki láta verja fyrlrhuguðu atvinnubótaláni til fiskreitagerðar. Látum svo vera, en hvað vill hann láta vinna ? Ekki teinr hann ráðlegt að fá »mjólkurkýr< (þ. e togara) að leigu, því að þær séu svo iþrputpmdarc, að ekki geti verið h<ppilegt að leggja íram íé til þeirra hiuta. Hann er e? til vill hræddur um, að ekki sé vel holl úr þeim mjólkin á fastandi maga. Látum hann þekkjá það! En nú skal ég segja þér nokk- uð, lesari góður! Ef teknir væru á leigu erlendir togarar af háifu »eins bæjartélags<, þá myndi Páll með >hina frjálsu sam- keppai< segja, að hér væru nógu margir togarar fyrir, og að aflinn myndí seljast ver. Hann myndi ekkí fara að segja, að ]>ótt hér bœttust við togarafiotann 15 —20 slcip, þá er það ékki nema rúmlega einn á móti hundrað, sem fyrir eru og selja fisk á ensk- 1 um markaði, eu þ ið er þó sann- leikurinn. Ég skil alls ekki, hvað Páll á við, þar sem hann segir: »Eflaust væru fleiri ráð hugsanleg til at- vinnubóta.< Fleiri en hvað? Hygst hann haía bent á nokk- urt ráð? Hann fordæmir reitagerð, telur togaraútgerð ómögulega og fleira minnist hann alls ekki á, nema ef vera skyldi, að hanff telji það atvinnubætur að flytjá fólk úr bænum, og ekki telur hann, áð ráðlegt sé annað, >svo sem innlendur iðnaður og fleira, en slíkt er bæði seinlegt og ótrygt, og ekki að vænta þesa ' að að haldi gætl komið til at- í vinnubóta<(!). Hann er svo sem ekki ráðá- laus, hann Páll. Það er bara þessi galii, að haDn telur allar sfnar ráðleggingar ómögulegar, en >lakur er sá kaupmaður, sem lastar sína vöruc, og ég dáist eiginlega að hreinskilninni. Þökk fyrir viðurkenninguna um þína eigin hæfileika til að ráða tram úr þessu vandræðamáli! En komdu þar aldrei meira að, að minsta kosti ekki fyrr en þú skilur, að atvinnuleysi þýðir hungur, kulda og klæðleysi og alt það, sem þetta þrent hefir í för með sér, en þú hefir víst aldrei verið í þvílíkum kringum- stæðum, — aldrei þurft að segja konunni, að enginn eyrir væri til, þegar hún hefir beðið um pen- inga fyrir mjólk handa börnun- urn, — aldrei þurft að segja nei, þegar börnin koma að hnjám þínum glorhungruð og biðja um brauð, því það hafa þín börn víst aldrei verið, — og áldrei þurft að leita á náðir bæjaríé- lagsins til þess að vera settur á bekk með óbótamönnum og öðru úrkasti manníélagsins. Hefðir þú skilið þetta, þá myndir þú hafa komið í veg fyrir, að þessi svör þín til »Morgunblaðsins« hefðu birzt á prenti, því að ég geng þess ekki duiinn, í hvaða tilgangi þau hafá birzt þar, né heldur, hver mein- ing þín þefir verið með jafn- loðnum svörum. (Frh ) St. M. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Hallbjörn Halldórsson, Prentsm. Hallgrims Benedíktssonar Bergs'taöastræti 19. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.