Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 2

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Vísur. séra Páls skálda Jónssonar um Guðmund Þor- valdsson á Iláafelli i Skorradal, er þar hafði gert miklar jarðabætur á fjórða tugi nítjándu aldar. Skoða ég í Skorradal, skal það greina yður, merkilegan heiðurs-hal, hann er Þorvalds niður. Þenna fá'ddi mikla inann móðurjörð i elli; Guðmundur að heiti hann IJáa- býr á felli. Þeim er flest til lista lagt Löndungs runni kveikja, fær að vonum allra akt eftir yerðugleika. Honum gildis til ég tel tryggð og mannást bæði; lögin skilur listavel, lika guðafræðí. Til að græða meimn mörg margir til hans kalla, doktor eins að býta björg böðvast hefir valla. Það verður með sanni sagt, hann sé af öllum lýði, af rikdóms ekki, én manndómsmakt mesta bændaprýði. Má það sanna inálma Njörð, hann miklar búastandið; sá hefir trúast setið jörð, sagt, yfir heila landið. Ræktun stakri reisti hann við rytjujörð á fætur; ég hefi aldrei jafna séð jarðar- prýði og bætur. Sextán vellir búningsbót biðu hans jarðar túna, þau voru krappaþýfi og grjót, þó sem hefluð núna. Hlóð sér geira-Ullur em, er eilifs sóma njóti, tiingarðs hundruð faðma fem úr feikna-stóru grjóti. Margt að streymir mannfólkið, sem miklar frantkvæmd slíka; bóndi er gæða-góður við gesti snauða og ríka. Einstakt hrós að eiga þajin allir geta skilið, sem út það rétti, einyrkjann, ára sex mn bilið. Enginn klæddur ullarserk er sem þessi Gvendur; mun hans uppi manndómsverk meðan landið stendur. Með lukku og sæmd i lengd og bráð launist runni skeyta, en Ijlendingum aukist náð eftir honum að breyta. Siðar mun hér eitthvað verða ineira sagt frá Guðmundi i Háafelli, þeirn merka manni. Ekki cr vitað að þetta kvæði séra Páls skálda hafi áður verið prentað. Ef einhver kynni eitthvað frá Guðmundi að segja, af lækninguin hans, dugn- aði eða einkennilegum háttum, væri blaðinu káert að komast yfir það. Eftirfarandi visa er eftir Guðlaugu Jónsdóttur frá Gunnarseyri í Skorradal (nú í eyði). Guðlaug giftist Jóni Markússyni frá Litlu-Fellsöxl (Jón vrar bróðir konu Magnúsar í Miðvogi Margrétar, sem nú dvelur háöldruð í Miðfossum og Ingi- bjargar á Elliheimilinu hcr). Siðar bjó Guðlaug með Brynjólfi Teitssyni, og mun hafa dáið hér í Kórabæ. Er mér sagt að Guðlaug hafi verið greind kona og mjög góður hagyrðingur. I vis- una innibindur hún g mótorbáta, sem til eru á Akranesi þegar vísan er gerð, og sýnir að Guð- laugu hefur ekki verið nein skotaskuld úr að koma henni saman. Vísan er svona: Þessir ýta út úr vör yfir hranna skvaldur: Hafrenningur, Höfrungur, Hegrinn, Fram og Baldur. Nýlega fékk ég elskulegt bréf frá hinum gagn- merka hreppstjóra í Grafarholti Birni Bjamarsyni, sem nú er meir en 94 ára gamall. Hann segist nú ekki vera orðinn ó marga fiska. Sýnist mér þó bréfið vitna fullvel á móti gamla manninum. Fyrst vegna þess, hve það er langt og ýiarlegt. Vegna hinnar ótrúlegu fingerðu rithandar hans og rækilegu hugsunar sem málefni bréfsins ber með sér. Birni þykir lítið til um skáldskapinn i visunni alkunnu: „Kátir vom karlar". — Bjöm hefur löngum haft opin augu fyrir fögru máli, og fundið til ef því hefur verið misboðið. Hann er ekki i þeim efnum freinur en öðrum hálfvolgur. Nú, þegar liann má ekki lengur mæða sig á því sem hann kallar nokkur vinnubrögð, leikur hann sér að þvi, að laga mál- og braglýti, bvi enn getur hann lesið allmikið. Af þvi sem hér or sagt, fór Björn að athuga hvort laga mætti visuna, svo að hún væri „hátthrein" eins og hann ritar það. Sé það gert, segir Bjöm að visan liti svona út: Það voru kátir karlar sem kútter Harald á af Skipaskaga fóru til skaks um viðan sjá. Þeir komu aftur allir og afla vel hver dró. Af gleði ásýnd allri liver ástmær þeirra hló. Hollar lífsreglur. Booth Hjólpræðishersgeneral var stálhraustur og sistarfandi áttræður. Vinir hans spurðu hann, hverju hann þakkaði heilsuna og hreystina fram til svo hórrar elli. Sagði hann þeim, að hann setti sér sjö lifsreglur, og breytti cftir þcim: — Lifsrcglurnar voru þessar: Borðaðu lítið! Drektu vatn! Rcyndu á likamann! Liðkaðu þig eftir settum reglum! Léttu þér upp! Láttu ekkert verða um of! Set þér háleitt mark og mið. Þetta er ættjarðarást! „Flvnr sem ég sé skjótn upp ó góðum manni, elska cg hann eins og óg ætti hann, vegna aum- ingja föðurlandsins, sem ég er farinn að elska svo miklu meira siðan ég varð eldri." Ætli þama sé ekki rétt iýst tilfinningum Fjöl- nismanna og ýmsra ármanna vorra ó 18. og 19. öld. Ætli að árangursins megi ekki leita til þeirr- ar elsku sem svo heiisteypt ættjarðarést skapar? Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson. „Olikustu menn sem ég hef þekkt á ævi minni með það, hvað Jónas var dauðans latur eil Jón stáliðinn. Eg bjó sin tvö árin með hvoruin þeirra. Við Jón bjuggum saman i Klaustursstræti, rétt hjó bústað Finns Magnússonar prófessors. Hann bauð okkur stundum inn til sin, helzt á laugar- dagskveldum, og sátum við ])á hjá honum þetta til kl. 11. Þó fór ég strax að hátta, en þá settist Jón alltaf við að lesa eða skrifa, og sagðist þurfa að ná því sem hann liafi af sér liaft við útiveruna." (Or N. Kirkjubl. 1910. Ritað eftir P. M. 1908.) Gaman og alvara Gat hann misvirt þaS? F’ríhyggjumaður nokkur sagði eitt sinn svo margir heyrðu: — Eg fyrir mitt leyti er ekki sá einfeldningur að imynda mér, að nokkur guð sé til. Ung stúlka varð fyrst til svars og spyr mjög hógværlega: — livers vegna? Guðleysinginn svarar með háðsleg- um spekingssvip: — Það skal ég segja yður. góða min. Eg hef aldrei komið auga á hann, og enginn menntaður maður trúir þvi, sem hann ekki sér. — Þá megið þér ekki mis- virða það við mig, þótt ég efist um, að þér hafið nokkra skynsemi, því að það er eins fyrir mér með hana og yður með Guð, svar- aði stúlkan. ★ Rakarinn: „IlvaSa stjórnmálujlokki fylgiS þér?“ Vi'Sskiptav.: „Sama flokki og þcr.“ 26 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.