Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 6

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 6
Þorvarður Þorvarðarson, prentsmiðjustj., formaður, Friðfinnur Guðjónsson ritari, og Borgþór Jósefsson gjaldkeri. Fyrsti leikstjóri félagsins var kjörinn Kristján Þorgrímsson, kaupm. (en svarar nú til leiksviðsstjóra). — Fyrsta sýning Leik- félags Reykjavíkur fór 'fram í „Iðnó“ 18. desember 1897 og leikin tvö gamanieikrit „Ferðaævintýrið“ eftir Arnesen, og „Æv- intýrið í Rosenborgargarði“, eftir Heiberg. Áður en sýningin hófst var sungið kvæði, er Einar Hjörleifsson hafði ort af tilefn- inu. Þessir voru leikendur: Gunnþórunn Halldórsdóttir, Stefanía A. Guðmundsd., Þóra Sigurðardóttir, Árni Eiríksson, Davíð Th. Heilmannn, Friðfinnur Guðjónsson, Hjálmar Sigurðsson, .Jónas Jónsson, Krist- ján Þorgrímsson, Sigurður Magnússon, Þorvarður Þorvarðarson og Þuríður Sig- urðardóttir. Fyrsti leiðbeinandi félagsins var Indriði Einarsson. Leikhúsgestir fögn- uðu leikendum vel og fengu góða dóma í blöðunum. Þótti Leikfélagið fara vel af stað, en söngur leikendanna þótti fremur lélegur. í söngleikjum mun það lengi hafa þótt við brenna, að söngur leikenda væri ekki nógu góður, en allt lagaðist það með tíð og tíma, sem margt annað. Launakjör leikara o. fl. Á fyrsta starfsári greiddi félagið launa- hæstu leikendum 5.00 — fimm krónur — fyrir sýningu, en þeim lægstu 1.00 — eina krónu —. Árið 1903 sá félagið sér fært að greiða leikendum 15 kr. fyrir sýningu. Heildartekjur félagsins fyrsta árið voru kr. 4050.00. En enginn þessara leikenda lék þá fyrir fé eða frægð. Aðbúnaður leikenda og starfsmanna við sýningar var og lika vægast sagt ömur- legur, lengi fram eftir. Er undravert, hve leikendur sættu sig lengi við slíkt, og sýn- ir bezt þegnskap þeirra við listina og löng- un þeirra til þess að létta bæjarbúum líf- ið með hollum, heillandi skemmtunum. Lengi voru olíu-lampar aðal-lýsingin á- leiksviðinu. Margir 10” brennarar. I>egar húsið var þétt setið, bætti það þvi ekki loftið í húsinu. Ósjaldan ósuðu lamparnir svo, að reykjarmökkurinn stóð upp úr þeim, svo að fólk varð að vera á þönum til að draga niður í þeim. Engin fjárráð hafði félagið til kaupa á húsgögnum til afnota við sýningar. Þeim varð að smala saman — og sníkja — út um allan bæ og gekk ekki alltaf greiðlega. Urðu leik- endur sjálfir tíðum að lána eigin húsgögn, svo að oft kom fyrir, að þeir sátu heima í húsgagnalausum herbergjum eða því næst. Erfiðleikarnir voru margir og miklir á frumbýlingsárunum og þurftu hinir áhugasömu leikendur vitanlega að leysa allan vandann, éf nokkuð átti að komast og miða í rétta átt. Leikrit og leikendur. Fyrsta ár Leikfélagsins sýndi það Ferða- ævintýri og Ævintýri i Rósenborgargarði eins og fyrr segir. Einnig Aprílnarrarnir, Sagt upp vistinni og Ævintýri á gönguför. Hjartsláttur Emilíu, Frænka Charles o. fl. Að vonum var ekki sérstaklega hátt risið á þessari fyrstu byrjun, hvað leikritaval snerti. Með hliðsjón af öllum aðstæðum var ekki við því að búast. Eins cg gengur var að ýmsu fundið og ekki ávallt á rétt- um rökum reist eða af nægum skilningi og velvilja. Þótti sumum t. d. nóg um létt- metið frá hinum dönsku. Hér skal ekki gerð tilraun til að rekja öll leikrit er félagið hefur sýrit á meir en 50 ára starfsferli, heldur stiklað á stóru. eða nefnd nokkur leikrit: Drengurinn minn, eftir L’ Arronge. Ungu hjónin. eft- ir Poul Nielsen. Þrumuveður eftir Host- rup. Gulldósirnar eftir Chr. Olufsen. Silf- urbrúðkaupið eftir Emmu Gad. Heimil- ið eftir Herman Suderman. Vikingarnir á Hálogalandi eftir H. Ibsen. Á 6. leikári félagsins 1902—'03 gerist merkur atburð- ur, er það tekur i fyrsta sinn á svið leik- rit eftir innlcndan höfund. Það er Skipið sekkúr, eftir Indriða Einarsson. Ekki hef ég kynnt mér leikdóma um það leikrit frá þessu ári. En það er eina leikritið, sem sýnt er g sinnum þennan vetur. Hin leik- ritin iiafa verið sýnd 5 og 6 sinnum hvert. Sýnir þetta, að leikritið hefur fengið góðar viðtökur, og rnætti segja, að þar i fælist örvun til félagsins að leggja nokkra rækt við íslenzk leikrit a. m. k. samhliða þeim útlendu. Þrátt fyrir þetta tekur leik- félagið ekki innlent leikrit á svið, fyrr en það sýnir Nýársnóttina, líka eftir Indriða Einarsson, 1907—’o8. Það setur lika met i sýningarfjölda þennan vetur, þar sem það er sýnt 20 sinnum, en hin leikritin 30 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.