Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 8

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 8
Otrúlegt afrek „Árið 1912 voru tillög . . kr. 6307.83 Gjafir .................. kr. 7496.48 (Sumt af gjöfunum var að visu ekki ætlað til eyðslu.) Ástíðarskrár gáfu ....... kr. 4214.25 Samtals kr. 18018.56 Það er svo, að tillögin þverra, en gjaf- irnar haldast. Söm er reynslan í Dan- mörku. Og þó styrkur til hælisins frá þjóð- inni sé ónógur, þá er þó hlutfallslega öllu meiri frjáls tillög hér á landi en í Dan- mörku til heilsuhæla þar. Ef við berum okkur saman við Danmörku, þar sem unnið er svo kappsamlega að þessu máli, þá er hér lagt fram meira að tiltölu við fólksfjölda til heilsuhælis, af 'frjálsum vilja, en þar. Þá er að minnast á minningargjafirnar. Stjórnin er sérstaklega sökuð um það, að hún hafi vanrækt að bera sig eftir þeim gjöfum. Nú er mér spurn: Eru menn vissir um, að ártíðarskráin hefði lánast svo vel, sem raun er á orðin, hver svo sem á hefði hald- ið? Sleppum þvi. Ef menn vinna að einhverju af fremsta megni og verður vel ágengt, þá eru þakk- irnar hér á landi vanalega þarmig orðaðar: „Þú ert ónýtur, þú hefur trassað þetta, þú hefðir getað gert það miklu betur“. Annars er þingheimi frjálst að fá að vita, hvað gert hefur verið til þess að afla minningargja'fa. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir til þess. 1 fyrsta lagi hafa verið fegnir trúnað- armenn í öllum kaupstöðunum og þrem öðrum kauptúnum. 1 öðru lagi hefur öll- um prestum verið skrifað og þeim sendir minningarskildir og eyðublöð og þeir beðnir liðs. En örfáir hafa svarað. Að visu hef ég rekið mig á það, að stundum koma ekki fram slík skrif, þótt með póstum séu send, en þó hlýtur meiri hluti þeirra að hafa komið til skila, þótt árangurinn hafi því miður enn orðið allt of lítill. Við höfð- um borið góðar vonir til prestanna, en þeir hafa lika margir reynst okkar beztu menn, og ég er þess fullviss, að svo muni enn verða. Allt þetta hefði háttv. nefnd fengið að vita, ef henni hefði þóknast að hafa tal af mér. Það hefur oft verið vakið máls á þvi, að landssjóður ætti að taka að sér heilsuhælið. Haldið þið að það yxði ódýrara? Nei, og aftur nei. Ég segi ykkur satt, það jrrði miklu dýrara. r------------- ------------- Hér kemur framhald af rœSu Gufirn. Björnssonar, landlœknis, frá bls. 7 í siÖ- asta blaSi. ÞaS afsakast, aS tvær siSustu málsgreinarnar á bls. 7, áttu aS koma í ftessu blaSi, eftir aS rœSunni e'r lokiS. ,_________________________________________J Ég hef meiri kynni af sjúkrahúsum landsins en nokkur annar hér í deild, og veit með vissu, að ég fer hér með satt mál. En ég segi það, og segi það í fullri al- vöru, að ef alþingi skilur þetta ekki, þá veit ég ekki hvernig fer, veit ekki hversu margir fást til að stjórna hælinu, fórna sér, taka á sig erfiði og áhyggjur í van- þökk þingsins. Þó má ekki skilja orð mín svo, að ég ætli mér að hætta að hafa af- | skipti af hadinu; það geri ég ekki fyrr en öll sund eru lokuð, og lokast skulu þau ekki meðan ég hef mátt til að varna því. Þá segir nefndin, að beri hælið sig ekki, þá „geti komið til mála“ að hækka meðgjöf sjúklinganna. Þetta hefur lika oft komið til mála. Stjóm hælisins hefur hvað eftir annað verið að velta því fyrir sér. Hér á þingi klingir sú bjalla iðulega, að ekki megi auka skattana eða leggja á nýja skatta, þjóðin þoli það ekki. En hvaða skattur ætli sé þyngstur á alþýðu manna? Það veit hver læknir: Enginn skattur er á við veikindaskattinn. Hvert vinnuhjú og hver lausamaður getur borið 3—4 kr. skatt á ári og jafnvel 8—10 kr., en 300 kr. á einu ári, getur þorrinn af þessu fólki ekki risið undir. Vistartíminn á heilsuhælinu er hér, eins og axrnars stað- ar, til jafnaðar hálft ár. Kostnaðurinn yfir þann tima með því gjaldi, sem nú er tekið, er því sem næst 300 kr. (Stgr. J.: ekki fyrir hálft ár). Jú, ef meðgjöfin er 1 kr. 40 au. á dag, og þar við bætt ferðakostn- aði og fataútbúnaði til hælisvistarinnar, þá er fljótséð, að kostnaðurinn fer upp í 300 kr. Þetta er skattur, sem öllum þorra manna hér á landi er um megn. Þegar þessa miklu hættu, brjóstveikina, ber að höndum, þá á alþýðumaðurinn — og enda fleiri — oft um tvennt að velja: láta lífsvonina eða láta sjálfstæði sitt. Þá verður hann að leysa úr þeirri spurningu: Hvort á ég meir að meta lífið eða frelsið? Ég hef ckki svo sjaldan orðið þess vís, hvílikt strið það kostar margan mann að ráða úr þeirri spurningu. En reyndin er þó sú yfirleitt, að menn elska lifið yfir alla hluti fram og leggja flest í sölurnar til að halda því, og þess vegna er það svo algengt, að menn offra sjálfstæði sínu, fara á sveitina til að bjarga lifinu; en hart er þetta aðgöngu fyrir margan mann, sem vonlegt er. Mér hefur ávalt sárnað að vita til þess. Ég hef þess vegna frá upphafi haldið þvi fram, að i hælinu þyrftu að vera mörg ókeypis rúm, og önnur ódýr, svo að efna- litlu fólki væri ekki um megn. Með öðr- mn orðum: Það eru mestu vandræði að þurfa að hœkka meðgjöf sjúklinganna á Vífilsstöðum, ÞáÖ þyrfti miklu frekar lœkka hana. Þetta úrræði, að hækka meðgjöfina, hef- ur sannarlega oft komið til tals milli okk- ar forstöðumannanna, þegar hælið hefur verið i fjárþröng — og það er það sífellt — en við höfum aldrei getað fengið okkm- til þess. Síðast núna í vor sem leið var um þetta talað, þá vorum við i mestu vand- ræðum með að borga vexti af erlenda lán- inu, og um sömu mundir þurfti að borga háan kolareikning. Þá var eins og oftar full ástæða til að segja: „Þetta gengur ekki, það verður að hækka meðgjöfina“. En það fór sem oft áður, að við gátrnn þó ekki fengið það af okkur. Og ég skal segja ykk- 32 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.