Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 9
ur, hvað við gerðum: Við tókum 6000 kr. víxillán upp á eigin persónulega ábyrgð okkar. Þetta lán verðum við að borga strax í haust, ef ekki fæst íramleng- ing á þvi, og að því getur rekið, að við verðum að borga lánið sjálfir að einhverju leyti eða öllu, ekki sizt ef þingið færir niður styrkinn til hælisins. Þá höfum við þó á endanum fengið einhver laun sem um munar, haft eitthvað upp úr öllu stritinu. Þetta er nú sanni fróðleikurinn um heilsuhælið. Ef háttvirt fjárlaganefnd og aðrir hátt- virtir deildarmenn trúa mér ekki, þá nær það ekki lengra. En ef menn trúa orðum mínum, þá veit ég að nefndin muni taka breyt.ingatillögu sina aftur og allir hátt- virtir deildarmenn munu fiisir að ihuga til 3. umræðu, hvort ekki sé ástæða til að hœkka styrkinn, veita það sem um var beðið, 30000 kr. livort árið.“ Á þessum tímum var óhægara um vik að seilast í rikissjóðinn. Þá var hvorki nóg að krefjast eða fara bónarveg, jafn- vel af hinni mestu hófsemi. Því til sönn- unar þykir mér rétt að birta hér frá orði til orðs merkilega ræðu, er Guðmundur Bjömsson landlæknir flutti 1913, við 2. umræðu fjárlaganna í efri deild Alþingis. Tilefnið var þetta: Heilsuhælisfélagið hafði sótt um 30 þúsund króna styrk til reksturs hælisins. Landsstjómin lagði til í fjárlagafrmnvarpinu, að veittar væm 28 þúsund kr. fyrra árið en 25 þúsund kr. síðara árið. Þetta vildi svo fjárlaganefnd efri deildar lækka rnn 1000 kr. á ári. ÍJt af þessari breytingartillögu nefndarinnar fann landlæknir sig knúinn að halda þessa ræðu. Ræðan er í einu og öllu svo merki- leg, um leið og hún varpar óvenjulega skýru ljósi yfir ástand og horfur í þessu mikilvæga máli, að rétt þykir að birta hana í heild. Þegar heilsuhælisfélagið hættir rekstri hælisins. Hér hefur nú um stund verið stiMað á stóm um aðdraganda að bvggingu Vifils- staðahælis, byggingu þess og rekstri á veg- um heilsuhælisfélagsins. Enda þótt félag- inu tækist með mikilli prýði að byggja þetta myndarlega hæli, var ekkí von að það gæti rekið það til langframa á eigin spýtur. enda þótt það nyti til þess nokurs styrks. Það var því ekki að vonum fyrr að ríkið tæki við rekstrinum. enda sívaxandi þörf fyrir aukið húsrými fvrir berklasjúklinga. Það er því ákveðið að rikið taki við rekstri hælisins frá ársbyrjun 1916. 1 þvi sambandi þykir rétt að taka hér upp orð- réttan kafla úr ársriti Heilsuhælisfélags- ins 1915. Ritar Guðmundur Bjömsson það með sérstöku tilliti til þeirra umskipta á rekstri félagsins sem fyrir dyrum standa. „Landið tekur Hælið að sér um næstu áramót og annast framvegis allan rekst urskostnað. Heilsuhælisfélagið getur nú úr þessu snúið sér að því eingöngu að safna fe til styrktar fátækum sjúklingum. sem þurfa að fara í Hælið. Undanfarin ár hefur almenningur óskað eftir þessari breytingu. Nú er hún fengin. Heilsuhælisfélaginu hefur áskotnast mikið fé, í árstillögum, sjóðsgjöfum, minn- ingargjöfum og áheitum. íslenzk alþýða hefur aldrei styrkt neitt góðgerðarfyrirtæki eins ríflega og þetta — ekki neitt því líkt. Þessum góðu undirtektum almennings er það að þakka, að Hælið komst á fót. Og svo miklar hafa árstekjur félagsins verið, að i þeirra notum hefur vistin orðið ódýrari fyrir sjúklinga í Heilsuhælinu, en nokkrum öðrum sjúkrahúsum hér á landi. En allajafna hafa menn haft orð á því, að tekjur félagsins ættu ekki að „ganga upp í reksturskostnaðinn“, heldur til hjálpar sjúklingunum — landið ætti að taka að sér reksturinn. Nú er það fengið.' Það var afráðið á sið- asta þingi. En jafnframt var ákveðið á þinginu að hækka meðgjöfina upp í 2 kr. á dag. Þeim mun meiri er þörfin að safna fé til styrktar sjúklingunum, og gott til að vita, að félagið getur nú varið öllum tekjum sínurn í þær þarfir. Það er nú í ráði að breyta lögum .,Heilsuhælisins“ í þá átt, að það verði eins konar tryggingarfélag fyrir alla þá, sem í því eru. Margar deildir félagsins hafa veslast upp. En nú má vænta þess, að þær lifni við, og rísi upp nýjar deildir viðsvegar um land, því það er i ráði að breyta lög- tun félagsins i þá átt, aS allar tekjur hverrar félagsdeildar skuli ganga til þess aS styrkja brjóstveika félagsmenn, þá sem í deildinni eru, til aS leita sér lœkningar i Heilsuhælinu. En þar að auki hefur félagið ýmsar almennar tekjur, sem nema mörg þúsund krónum á ári. Það eru vextir af sjóðum, sem Hælinu hafa verið gefnar( samtals milli 20 og 30 þúsund kr.); það eru enn fremur lausagjafir, minningargjafir og áheit. Nú er það í ráði að setja það í lögin, að félagsmenn, sem eru fastir félagar í ein- hverri deild félagsins, skuli hafa forgangs- rétt til þess að fá styrk af þessu almenna tekjufé félagsins, auk þess sem þeir eiga von í styrk hver í sinni deild. Það má telja víst, að þessari nýbreytni verði tekið fegins hendi af öllum þeim, sem hafa látið sér annt um HÆLIÐ, — af allri alþýðu manna. Styrkþörf sjxiklinganna er afskaplega mikil, þvi méSallegutími sjúklinga í heilsuhælum er sex mánuðir. Og sex mán- aða vist á Vífilsstöðum kostar framvegis 360 kr. Þar við bætist svo ferðakostnaður flestra sjúklinganna og eins smávegis út- gjöld. svo það má gera ráð fyrir, að allur kostnaðurinn verði til uppjafnaðar 400— 500 kr. fyrir hvern sjúkling, sem leitar sér heilsubótar í Hælinu. Og sjúklingamir eru margir og komast færri en þurfa i Hælið vegna efnaskorts. Ég mun síðar gera grein ’fyrir aðsókn- inni að Hælinu undanfarin ár og ræða um það, hversu miklar tekjur félagið muni þurfa framvegis til að geta líknað öllum bágstöddustu sjúklingunum. Til þess þarf mikíS fé. Þess skal strax getið, að frá 1. sept. 1910 til ársloka 1914 komu í Hælið samtals fimm hundruS tutttugu og fimm sjúklingar — og meira en helmingurinn af þeim hjálparþurfar. Sú var tíðin, að lungnatæring var talin banvænn, ólæknandi sjúkdómur. Það var áður en heilsuhælin komu til sögunnar. Þá áttu flestir dauðann vísaim, þeir sem urðu brjóstveikir, — á nokkurra missira eða fárra ára fresti. Það er svo enn í dag, að gangi menn ÁKRANES 33

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.