Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 10

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 10
með þá veiki í hirðuleysi, svo að lungun stórskemmist, þá er lítil von um góðan bata og lífinu hætt. En komizt sjúklingurinn strax í byrjun í gott heilsuhæli, þá er batavonin afar- mikil, þá er batinn oftast alveg vís, góður bati eða fullur bati. Það er munurinn frá því sem áður var, mikill munur og gleðilegur. Nú halda margir, að þungt haldnir sjúklingar eigi ekkert erindi í heilsuhælin, þeir verði hvort sem er ekki læknaðir. Það er misskilningur. Það kemur býsna oft fyrir, að langt leiddir sjúklingar fá undraverðan bata í heilsuhælunum, svo þeim auðnast langir lífdagar. Og hér kemur annað til greina: Fár- veiku sjúklingamir eru langhættulegastir fyrir aðra í heimahúsum — smithættan þá svo mikil; hún er afarmikil, þegar sjúkl- ingamir em orðnir ósjálfbjarga og að- fram komnir. í heilsuhælunum er auð- velt að sjá við þeirri hættu, en ekki í heimahúsum. Hver þungt haldinn sjúkl- ingur, sem fer í heilsuhæli og deyr þar, hann er frelsaður frá því óláni, að verða öðrum óviljandi að fjörtjóni — svo og svo mörgum bjargað undan smithættunni. Þetta verða menn að hafa i huga. Heilsuhælin vinna þetta þrennt: — 1) veita fjölda sjúklinga heilsubót — 2) bjarga urmul af ungu fólki undan berkla- hættunni með því að hýsa marga dauð- vona, smithættulega sjúklinga — 3) em gróðrarstöð fyrir rétta þekkingu alþýðu manna á öllum varúðarreglrun; sú dýr- mæta kunnátta herst út um allar sveitir með þeim, sem hafa verið í hælinu og komast aftur heim til sín. HvaS afrekar nú heilsuhœliS okkar? PaS hýsir á hverju ári á annaS hundraS sjúklinga. Tökum árið 1914: 1. janúar 1914 vom 63 sjúklingar í Hælinu; á því ári komu 116 nýir sjúkl- ingar, en 81 fóm og 31 dóu, samtals 112, svo að 1. jan. 1915 vom eftir 67 sjúkling- ar. Sjúklingamir em jafnan fæstir um miðjan vetur (erfiðari samgöngur). — MéSaltala sjúklinga ( dag) árið 1914 var 73,6. Dvalartími sjúklinganna í Hæhnu var (1914) til uppjafnaðar 218,9 dagar. Um þá 104 sjúklinga, sem hurfu úr hæl- inu 1914, er þetta að segja a) 34 höfðu veikina á byrjunarstigi, og af þeim urðu 30 „heilbrigðir“ og hinir fjórir „miklu betri“. b) 35 höfðu veikina á 2. stigi, sem kallað er; af þeim tu-ðu 15 „heilbrigðir“, 6 ,miklu betri“, 5 „nokkm betri“, 2 „eins“, 1 „verri“ og 6 dóu. c) 36 höfðu veikina á 3. (versta) stigi; af þeim urðu þó 8 „miklu betri", 3 „nokkm betri“, 2 „eins“, 2 „verri“ og 20 dóu. Þetta er gangurinn á hverju ári, alls staðar, í öllum heilsuhælmn. Og af þessu geta menn markað, hvað veikin er viðráðanleg í byrjun — í heilsu- hælunum, en banvæn, ef hún kemst á versta stig; þangað kemst hún þvi miður nær allt af, oft áður en varir, ef sjúkling- arnir leita sér ekki strax heilsubótar ■—■ í heilsuhæli. Ég kalla það lágt reiknaS, eí ég geri, aS heilsuhœliS okkar bjargi — beinlínis og óbeinlínis — eittt hundráS mannslífurn á hverju ári og það yfirleitt fólki á bezta aldri. Þetta er það, sem heilsuhælið afrekar. G. Björnsson.“ Hönd dauðans. Hér hefur nú nokkuð verið rætt um það mikla átak örfárra manna og alþjóð ar, sem unnið var með stofnun heilsu- hælisfélaganna, byggingu- og starfrækslu heilsuhælisins á Vífilsstöðum. Enginn þarf að efast inn, að með þessu hæli og öðrum vaxandi, viðeigandi ráðstöfum heilbrigð- isyfirvaldanna, hefur stórkostlega áunn- izt í útrýmingu berklaveikinnar á landi hér. Þegar veikin var hér á landi í algleym- ingi, eftir síðustu aldamót og lengi fram eftir, er mér enn í fersku minni viðhorf almennings til veikinnar. En þó virtist mér enn átakanlegra að kynnast viðhorfi sjúklinganna sjálfra til hennar, eftir að þeir urðu þess varir að þeir hafa tekið veikina. Jafnvel á fyrsta stigi, virtist flest- um sjúkhngum sem öll von væri úti um líf og lán. Jafnvel óljósasti grunur um veikina var sem uppmáluð „loppa dauð- ans“, sem óhugsandi væri að komast und- an eða „semja“ við, um líf eða lækning. Það var því bein afleiðing af þessu við- horfi, að ekki yrði bjart um Vífilsstaði í hugrnn þessara sjúklinga. Vífilsstaðir urðu í þeirra augum „biðsalur dauðans" og verra en gröfin sjálf. Að fara til Vifils- staða, var að skilja við lífið. Að samneyta dauðamnn. Þetta var ekki aðeins almennt álit sjúklinganna, heldur og aðstandenda þeirra og þorra þjóðarinnar. Vonleysið og kvíðinn var alls ráðandi lijá flestum þeirra. Þetta var i rauninni ekkert óeðli- legt. Veikin var þá a. m. k. óttaleg. Og það má geta þess til, hver áhrif það hefur haft á sjúklingana, að almenningur forð- aðist þá eins og holdsveikt fólk áður, og var sihrætt við minnsta grun. Gangan að Vililsstöðum var því í flestra augum sorgarganga, þar sem litlar eða engar vonir voru bundnar við sigurför. Bætt fyrir stóra synd. Fyrsti yfirlæknir hælisins á Vifilsstöð- um var gagnmerkur og gætinn maður, Sigurður Magnússon, bróðir hins ágæta manns, Jóns heitins Magnússonar, for- sætisráðherra. Hann var gerólíkur Guð- mundi Björnssyni, sem með orðgnótt og kyngikrafti sótti fram til orrustu og vann stóra sigra með leiftursókn. Sigurður Magnússon var hins vegar dulur maður, fáskiptinn og óframfærinn, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann helgaði sig ein- huga þessu starfi, og hefur hælið fram að þessu mótast af starfi hans á hvem .veg, sem litið er eða metið. Þar var unnið í kyrrþey með hægð og hyggindum hins hófsama manns. Þessi eðlishneigð hefur dugað honum og hælinu vel, því að það hefur ætíð verið í röð fremstu hæla sinnar tegundar. — Áðm- í þessari grein var látin í ljós undrun yfir hinu óheppilega staðarvali Vífilsstaðahælis, og minnst á ræktunar- erfiðleika þar í nágrenninu. Á þeim árum var hér miklu meira mjólkurleysi en síð- ar varð. Af alþingisræðu Guðmundar Bjömssonar, — er vitnað var til áður, — má marka, að stjóm hælisins hefur snemma komið til hugar að byggja upp búrekstur í sambandi við hælið. Harmar hann, að vegna fjárskorts hafi enn ekki verið hægt að koma þessari hugmynd í framkvæmd, sem á margan hátt mundi verða gagnleg og auka spamað í sambandi við rekstur hælisins. 34 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.