Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 17

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 17
Olafur B. Björnsson Þættir úr sögu Akraness, V. 2 7 HVERSU AKRANES BYGGBIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. Pósthús — Gata — GrímsstaÖir. Ekki var hús þetta neft svo, af því að það væri eiginlegt pósthús í nútímamerk- ingu, heldur af því að sá sem byggði og átti, hafði um langt skeið verið póstur. Þetta var allstórt hús. Veggir og þak af torfi, en gaflar og innrétting öll úr timbri. Eigandinn var Jón Magnússon, (faðir Þórðar í Brekkubæ og Jieirra systkina). Hann mun hafa flutt að Teigabúð hér, árið 1875, er hann lagði niður póstferða- starf sitt, sem hann hafði stundað af við- urkenndum dugnaði um 14 ára skeið. Þá er hann talinn 45 ára, en Þórunn kona hans 44 ára. Jón mun hafa verið afburðaduglegur maður og karlmenni hið mesta og þráð mikil viðfangsefni og athafnir. Er sagt að hann hafi reist húsið í því augnamiði, að hefja hótelrekstur. Mun þetta hafa verið 1876. Hlýtur hann þó að hafa hugsað sér eitthvert annað starf samhliða, t. d. bú- íekstur eða sjósókn. Á þessum tíma var hér ekkert hótel, en hins vegar miklir fólksflutningar héðan og hingað, þar sem fólk stytti sér sjóleið og landleið, með því að fara styðstu sjóleið til Reykjavíkur. Jón var kunnugur hér af póstferðum sínum milli Isafjarðar og Reykjavíkur. Lét hann veður lítt hamla ferðum sinum, íór þá jafnvel einn á skipi, er aðrir töldu ófært. Eru til margar sögur af dugnaði hans og svaðilförum, ofurkappi og hreysti, þó ekki verði það hér rakið. Vafasamt er, að Jón hafi nokkum tíma hafið þarna hinn fyrirhugaða hótelrekstur. Því næsta ár, 1877, er hann farinn að búa á Heynesi. Hefur Jón sennilega ekki þótt þetta girnilegt að athuguðu máli. Þórður sonur Jóns, taídi og að faðir sinn muni ekki hafa verið hneygðm' fyrir kaup- mennsku eða verzlun í neinni mynd. Hygg ég, að Þórunn kona hans hafi heldur ekki verið það, þó hún væri hyggin og stjórn- söm. Jón Magnússon var fæddm að Hrófá í Steingrímsfirði, 21. júlí 1829. Sonur Magnúsar Sigurðssonar bónda þar, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur. I móð- ur ætt var Jón náskyldur sr. Sveini Niels- syni á Staðastað. Jón ólst upp hjá frænd- fólki sínu í Snartatungú í Bitru. Hann var snemma gervilegur maður og fór til sjóróðra sem fulltíða menn. Hinn 10 okt. 1851 kvæntist hann heitmey sinni Þór- unni Þórðardóttur, frá Heydalsseli i Hrútafirði. Hann þá 22 ára, en hún 21 árs. Árið 1855 reisa þau bú að Einfætings- gili í Bitru og eru þar til vors 1860. Næst eru þau eitt ár á Ballará á Skarðströnd, en flytja þaðan að Vígólfsstöðum á Fells- strönd. Um þetta leyti er talið, að Jón hafi tekið að sér póstferðirnar milli Isafjarðar og Reykjavíkur. Árið 1874 eða ’75 hættir hann póstferðum og flytur suður á Akra- nes vorið 1875. Jón hættir fljótlega við hótelrekstur- inn, — hafi hann nokkum tíma byrjað á honum, — og flytur héðan eftir tveggja ára veru, að Heynesi. Þar búa þau svo frá 1877—1887, er Jón tekur sig upp og flytur einn til Vesturheims, en þangað hafði Stefán sonur þeirra hjóna verið kom- inn á undan honum. Þegar þau hjón koma hingað til Akra- nes, hafa þau sjálfsagt verið fátæk, eftir hina tíðu flutninga úr einu héraði í ann- að. Þá hafa laun pósta verið lítilfjörleg, og nærri má geta, hvort búskapurinn hef- ur ekki liðið við svo tíðar og langar fjær- verur bóndans. Hér við bættist svo ómegð- in, því börnin voru mörg. Jón póstur var eftirsóttur verkstjóri og var nokkur ár vegaverkstjóri, eftir að um- bætur hófust á vegum hér. Þegar Jón fór af landi burt, mun hann hafa gert ráð fyrir að kona hans og börn- in kæmu síðar, eftir að hann væri búinn að koma sér fyrir. Get ég mér þess til, -—- eftir kynningu af Þórunni síðar, — að henni muni hafa þótt það meira en lítið frumhlaup, að fara öll vestur í einu, jafnvel þó að hér væri ekki frá miklu að hverfa. Hygg ég líka að henni hafi verið fremur óljúft að yfirgefa landið. Hvort sem hér er rétt til getið eða ekki, fór Þór- unn aldrei vestur. Fluttist hún aftur í Skagann, fyrst til Þórðar sonar síns, en byggði fljótlega bæ, er hún nefndi Brekku- kot. Var hún þar nokkur ár með börnum sínum, er ekki voru farin vestur og verður þeiiTa þar getið nánar. Jón Magnússon kom aldrei aftur heim til Islands. Hann andaðist vestra, 7. fehr. 1901, 72 ára að aldri. Börn þeirra hjóna, er upp komust, voru þessi: 1. Magnús, dó uppkominn. 2. Lilja Lalila Margrét, giftist Árna Sig- urðssyni í Ámabæ, síðar á Sólmund- arhöfða. Hún er löngu dáin. Hrólfur heitir sonur þeirra, er fór til Ameríku. 3. Stefán, fór á undan föður sínum til Ameriku. 4. Þórður, fyrrnefndur í Brekkubæ. 5. Guðbjartur, lærði skósmiði hjá Tómási Halldórssyni skósmið á Háteig. Guð- bjartur bjó um tíma í Brekkukoti, en fluttist líka vestur um haf aldamóta- árið. Kona hans var Guðrún Ölafsdótt- ir frá Guðlaugsvík i Hrútafirði. — Þeirra verður nánar getið síðar. 6. Sigríður, fór einnig til Ameríku. Eins og áður er sagt, hefur Jón Magn- ússon fluttst að Heynesi vorið 1877. En það ár er í Pósthúsi Jóhannes Jónsson, (bróðir Jóns á Bakka, síðari manns Gunn- hildar Ijósmóður). Hjá honum eru þar þessi böm hans: Andrea, þá 12 ára. (Hún varð síðari kona Erlendar bónda á Sturlu- reykjum.) Jóhanna Valgerður, 11 ára. (Hana kannast síðar margir Akurnesing- ar við undir nafninu Jóa á Grund). Gísli, 10 ára, (síðar smiður, búsettur í Reykja- vík.) Ölavía Kristín, 8 ára. (Hún ólst að mestu upp hjá Ragnheiði á Grund, fór um tvítugt til Kaupmannaha’fnar, stundaði þar saumaskap, var þar um 40 ár, kom hingað heim og andaðist eftir um það tvö ár á Sturlureykjum hjá frændfólki sínu.) Kona Jóhannesar hét Valgerðm', en ekki veit ég hverra maima hún var. Þau gift- ust 18/9 1864. Hún andaðist 11/10 1877. Jóhannes drukknaði í fiskiróðri suður í Njarðvíkum líklega haustið 1878. Eftir því sem Þórði í Brekkubæ segist frá í söguþáttum landpóstanna, hefur Jón Magnússon fljótlega rifið pósthús og byggt þar aftur lítinn bæ, er Gata var kallaður, og leigt hann. Árið 1878 virðist hvorki Pósthús eða Gata vera til. Þykir mér heldur ósennilegt, að Jón hafi selt húsið eða rifið, og byggt þar þegar í staðinn „lítinn bæ“ til að leigja, þar sem hann var þegar fyrir ári fluttur héðan. Hins vegar er mjög trúlegt, að hann hafi selt hús og lóð, enda sennilega þurft þess með, til að geta keypt „kýr og lömb úr Ámes- sýslu“ eins og Þórður segir að hann hafi gert. Gata. Hvernig sem þessu er varið með 'fyrr- nefnt Pósthús, þá er það staðreynd, að árið 1879 er þaima, — eða mjög nálægt — litill torfbær, sem fær nafnið Gata. (Var sá bær til áður, nálægt Lambhúsum, eins og áðm- hefur verið frá sagt). Þetta ár býr í Götu Sveinbjöm nokkur Ólafsson, 38 ára gamall, og bústýra hans Herdís Sveins- dóttir frá Beigalda, (systir Þorbjargar í Nýlendu.) Þá er þarna hjá þeim dóttir þeirra Guðríður. Þau Sveinbjörn og ITer- dís giftust siðar. Þau fóm fljótlega frá Götu, en bjuggu síðar í Nýjabæ og í Neðri- Lambhúsum, og þar andaðist Sveinbjörn 9. ágúst 1895, 53. ára gamall. Auk áður- nefndrar Guðríðar, áttu þau þessi böm: Elínu, Hersvein og Sigurð. Sveinbjöm var sonuf Ólafs á Smiðju- ÁKRANES 41

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.