Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 18

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 18
hóli, Sigurðssonar. Hann mun hafa verið vinnumaður á ökrum á Mýrum. Á sama bæ var samtíða honum vinnukona þar, Jó- hanna Jónsdóttir Eyjólfssonar. Áttu þau ham saman, Arinbjöm að nafni. Var drengurinn alinn upp hjá Eiriki Kúld á ökmm. Arinbjöm er fæddur á ökmm 25. júní 1866. Fluttist til Reykjavikur 1884 og lærði bókband hjá Brynjólfi Oddsyni. Hann fór til Kaupmannahafnar til frek- ara náms. Rak bókbandsiðn og bókaút- gáfu í Reykjavik frá 1889. Var bæjarfull- tmi í Reykjavík frá 1910—’i6. Arinbjöm Sveinbjarnarson andaðist i Reykjavík 28. marz 1932. Kvæntur var hann Sigríði Jakobsdóttur, bónda Þorbergssonar. Þau áttu nokkur böm, m. a. Kristján Arin- bjarnar læknir, sem fyrir nokkru er lótinn, síðast héraðslæknir i Hafnarfirði. Arinbimi mun hafa verið margt vel gefið, m. a. allvel skáldmæltur. Guðmund- ur Gunnarsson, nú háaldraður maður á Steinsstöðum, hefur sagt mér, að þessa visu hafi Arinbjöm Sveinbjamarson gert, þegar hann var unglingur: Syngur kári i seglumun, svanur ára hleypur. Undan bámbörðumun bognar ár í hviðunum. Fannst mér að sá sem hefði gert þessa visu, gæti hafa ort ýmislegt fleira, og fór að grennslast eftir því hjá kunnugum manni, hvort Arinbjöm hafi eitthvað fengist við ljóðagerð. Páll Jónsson frá Há- koti, sem lærði bókband hjá Arinbirni, taldi að þetta gæti vel verið, því sér hefði verið vitanlegt að hann hafi fengist eitt- hvað við skáldskap, þó lítið hafi farið fyrir þvi. Eftir lát Sveinbjamar, bjó Herdis kona hans um nokkur ár með Steini Jónssyni á Steinsstöðum, þeim er Steinsstaðir em við kenndir, en þar verður hans nánar getið. 1 jan. 1881 eru þama Guðmundur og Kristjana, síðar í Deild. I des. 1881 er þar Magnús Gislason, síðar í Hábæ. En í desember 1882, em þangað komin Lopt- ur Jónsson, 32 ára, og Valgerður Eyjólfs- dóttir kona hans 25 ára. 1 jan. 1884 missir Valgerður Lopt mann sinn í sjóinn, í hinu mikla mannskaðaveðri, sem var hér. Son- ur þeirra er hinn kunni athafnamaður Loftur Loftsson, sem áður hefur verið get- ið í þessum þáttum. í des. 1886, er bær þessi fyrst nefndur Neðri-Gata. Kemur það til af því, að árið 1883 var byggt lítið hús rétt þarna fyrir ofan, og það nefnt Efri-Gata. 1 des. 1887, er kominn til Valgerðar vinnumaður sá er Jón hét Benediktsson, þá talinn 23 ára gamall. Þau Jón og Val- gerður giftust 24. nóv. 1888. Þau búa svo í Götu þangað til árið 1900, er Jón byggir nokkru sunnar, — nær Melshúsum — húsið Aðalból og þau flytja þangað. Verð- ur þessa fólks þar nánar getið siðar. Grímsstadir. Árið 1901 kaupir Hallgrimur Tómás- son Neðri-Götu og flyttu þangað það ár. Höfðu þau hjón þá um sex ára skeið búið uppi á loftinu á Litlateig. Árið 1906 rifur Hallgrimur Götubaúnn °g byggir á sama stað lítið en mjög snot- mt timburhús. Nafni hans, Hallgrímur hreppstjóri gaf Hallgrími það ráð, að fella niður Götunafnið og kalla húsið heldur Grimsstaði, og var svo gert. Hallgrimur, var sonur Tómásar Erlends- sonar á Bjargi og konu hans Kristrúnar Hallgrimsdóttur. Hallgrímur var seinni- maður Súsönnu Maríu (f. Clausen). Hún Hallgrímur Tómásson. var áður gift Stefáni Geirssyni prests • Bachmann, (sjá 9.—-10. tbl. 1946). Hall- grimur og Súsanna áttu tvo syni: lll A. Stefán Bachmann, sem allan sinn bú- skap hefur verið í Hafnarfirði. længi framan af stundaði Stefán sjó á opnum skipum, skútum og togurum, og var þar um margra ára skeið matsveinn. Eftir að hann hætti á sjónum réðist hann til Timb- urverksmiðjunnar Dvergur í Hafnarfirði og er þar nú afgreiðslumaður. Stefán er stiltur maður, prúðmenni hið mesta og reglusamur. Góður drengur eins og for- eldrar hans. Fyrri kona Stefáns var Margrét Sveins- dóttir, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, frið- leikskona. Þeirra böm: 1. Sveinn Viggó, skrifstofinnaður, kv. Margréti Bjömsson, fyrrv. sýslu- manns í Borgamesi. Þeirra börn: Karl og Margrét. 2. Þóra Níelsína Helga, gift Ágúst Ottó Jónssyni í Hafnarfirði. Þeirra böm: Stefán Grétar og Jónína. 3. Súsanna, gift Sveini Magnússyni. I3eirra böm: Jón og Karl. Fyrri konu sina missti Stefán fyrir mörgum árum. Síðari kona hans er Vil- borg Þorvaldsdóttir frá Ási við Hafnar- fjörð, myndarkona. Þau eiga lítið en snot- urt hús við Gunnarsund 3 í Hafnarfirði. B. Tómás, var annar sonur Hallgríms og Súsönnu. Hann átti lengst af heima á Akranesi og stundaði sjó. Hann bjó fyrst með konu þeirrí er Guðbjörg hét. Þeirra dóttir er Fanney, er giftist Magnúsi Sig- urðssyni, Hallbjamarsonar frá Tungu. — Síðar kvæntist Tómás, Margréti Helga- dóttir frá Kumblarík á Langanesi. Þeirra sonur er Hallgrimur, sjómaður búandi á Vesturgötu 123 hér. Hann er kvænt- ur Oddrúnu Ólafsdóttur frá Mýrarhúsum. Tómás er dáinn fyrir mörgum ámm, en Margrét býr á Akranesi enn (1950). Margrét er hin mesta myndarkona, stillt og prúð i framgöngu, og mim allvel hag- mælt, þótt ekki láti hún mikið yfir því. ITm mörg ár hefur hún verið heilsuveil. Hallgrímur Tómásson var elztur sinna mörgu systkina á Bjargi. Varð hann því snemma að hjálpa móður sinni er hún varð ekkja með sinn stóra hóp. Gérðist hann og ungur ötull formaður á opnu skipi og stundaði sjóinn meðan mátti fyrir elli sakir. Hallgrímur var einn þeirra for- manna er fór í ver suður í Garð til Þorska- netjaveiða á vetrum eftir aldamótin síð- ustu. Hann var ætið talinn sérstaklega góður stjórnari. Hallgrímtu- hefur alla tíð verið prúð- menni hið mesta, vandaður til orðs og æð- is, yfirlætislaus og hlédrægur, tryggða- tröll og dánumaður á hverja grein. Hann tók þegar ástfóstri við þann strák, sem þetta ritar, þegar er hann (þ. e. ég) skaust , i þennan heim með orgi miklu og óhljóð- \ um, — en þau voru þá á Litlateig, eins og jjjáður er sagt. — Hallgrímur er enn á lífi (1950) háaldraður og farinn að heilsu, og er nú í skjóli Fanneyjar, sonar-dóttur sinnar á Hólavöllum og líður þar vel, eftir því sem menn geta aðgert. — Launar Fanney þannig vel 'fóstur hjá afa sínum i Grimsstöðum. Súsanna kona Hallgríms var hin mesta myndar- og gæðakona, síkát, hlý og elsku- leg. Bæði þau hjón voru mér einkar kær, eins og áður var sagt, og get ég nú aðeins endurgoldið elsku þeirra með því, að rifja upp þær fögru minningar, sem við nöfn þeirra og samveru eru bundnar. Litlu munaSi. Það eru til margar sögur af einkenni- leginn atríkum, sem valda þrí, eða varna, að einn maður lifir lengur eða skemur. Eins slíks atviks úr lífi Hallgrims vil ég geta hér. Sumarið áður en Pétur Hoff- mann druknaði, fór Hallgrímur með hon- um þrjár eða fjórar legur, og eina síðar um haustið. Milli þeirra var oft talað um það þetta haust, að Grimxn- yrði áfram með honum eftir nýár. — Framhald. AKRANES 42

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.