Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 21

Akranes - 01.03.1950, Blaðsíða 21
ANNÁLL AKPANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Hr. Ragnar Ólafsson, Rvík., 100 kr. Egill Júl- iusson, útgerðarm., Dalvik too kr. Ólafur Ólafs- son, vélsmiður, Vestmannaeyjum 100 kr Guð- mundur Jónsson, útgerðarm. Rafnkelsstöðum 100 kr. Sig. Ágústsson, alþm. Stykkishólmi 100 kr. Leiðréttingar: Á bls. 132 í siðasta jólablaði miðdálki hefur orðið meinleg prentvilla i niðurlagi greinarinnar „Kveðja til Akumesinga“. Þar stendur svo: „Landi voru, er ekki lítill fengur og fretnd að eiga slikt iturmenni meðal fjölmennustu fram- faraþjóða veraldarinnar. Manna, sem slikt tilfelli er tekið til o. s. frv.“ En á að yera-.Mnnna, seni slíkt tillit er tekiS til. I siðasta jólablaði, bls. 145, í miðdálki, í grein- inni Sonar-sonur huldujnestsins, — er tvisvar með stuttu millibili getið um Suðurnes í Staðarlandi. Þetta á að vera -.SauSanes í StaSarlandi. ÁVARP forseta bæjarstjórnar. Þau leiðu mistök hafa oi-ðið í sambandi við ávarj) þetta i siðasta blaði, (bls. 21, efst í mið- ilálki), að upphafið, fyrsta málsgrein j)ess, liefur brenglast gjörsamlega. Upi)hafið á að vera þannig: „Þegar cg vík úr Jiessu sœti, eftir átta ára sam- fcllda setu, fiykir mér hlýSa aS ávarpa bœjar- stjárnina nokkrum orSum“.... Að öðru leyti or ávarpið rétt. Dánardægur: 4. marz 1950. Kristján Jens Kristjánsson, drukknaði af m.b. Fylki í fiskiróðri og miklu of viðri. Kristján var fæddur í Rvík 29. nóv. 1929. 8. marz. Ragnheiður Arnfriður Ásgrímsdóttir á Neðri-Teig. F. 1. des. 1859 á Hellulandi i Mývatns sveit. Giftist 24. júni 1890, Sigurði Sigurðssyni frá Lambhaga. Þau bjuggu lengi i Nýjabæ i Innra-Hólmshverfinu, en hingað til Akraness fluttist Ragnheiður 1913, og dvaldi hér til dauða- dags. Ragnbeiðar er nánar getið i jólablaði 1944. 15. marz. Jónína Gróa Guðmundsdóltir, f. 9. nóv. 1858 á Brekku i Gilsfirði. Hún giftist 1892 Guðmundi Magnússyni, ættuðum úr Flatey á á Breiðafirði, en hann andaðist 1935. Þau bjuggu lengi i Bolungarvik, cn hingað til Akraness flutt- ist hún 1943. 15. marz. Ingveldur Arnndóttir á Litlabakka. F. 15 júni 1872 á Norðfirði. Fluttist til Akraness 1937- 18. marz. Geirlaug Kristjánsdóttir í Landakoti, f 1. júni 1866 á Fossi i Arnarfirði. Hún fluttist að I.andakoti, frá Skarðsbúð 1915 og átti þar beima siðan. Hennar verður siðar nánar getið i „Hversu Akranes byggðist“. 31. marz. Lárus Jónsson frá Krossi, f. 19. nóv. 1869 á Bjarteyjársandi. Átti lengst af heima upp i Reykholtsdal. Hann var jarðsettur i Revkholti 8. april 1950. 12. april. Rannveig Hálfdánardóttir, Kirkju- braut 3. Hún var fædd í Bolungavík 27. júni 1879. Bjó lengi i Hvilft í önundarfirði með manni sinum Sveini Ámasyni, búfræðingi (d. 1937). Fluttist til Akraness 1948. Af börnum þeirra hjóna er Hálfdán Sveinsson, kennari ög forseti bæjarstjómar Akraneskaupstaðar. Útför Rannveig- ar fór fram á Flateyri 29. apríl. 14. apríl. Guðrún Jónsdótlir Elliheimilinu. Hún var f. 23. okt. 1863 á Skálpastöðum i Lunda- reykjadal. Hennar verður nánar getið hér 1 sam- bandi við Skuld — eldri — og Fögruvelli. 25. april. Ingimundur Jónsson á Elliheimilinu. Hann var f. 23. jan. 1870 i Melshúsum á Sel- tjarnarnesi. Bjó lengst af í Holti i Garði. Fluttist hirigað 1941. Bálför hans fór fram i Reykjavik. Hjónaband: 8. april. Guðmundur Magnússon, trésmíðanemi, Suðurgötu 99, og Ástriður Þórey Þórðardóttir, ungfrú, Kirkjubraut 16. Séra Jón M. Guðjónsson gaf brúðhjónin saman. Til kaupenda blaðsins. Eg vil mikillega biðja afsökunar á þeim óhæfi- lega drætti, serri orðið hefur á útkomu blaðsins. Mörg blöð eru búin að liggja fullsett i jirent- smiðjunni siðan i haust, en pappirsleysi liefur varnað útkomu þess. Eg hef skrifað mörg biéf og beiðnir til innflutningsyfirvaldanna um sér- stakt pajipirsleyfi fyrir blaðið. Reynt að ná tali af ráðamönnunum, — sem stundum hefur tekist og stundum ekki. — Gert út aðra menn þeim til Iiöfuðs, og farið suður •— sjö vikur í röð, — alveg sérstaklega til þess að knýja út þetta litil- fjörlega leyfi. Eftir allt þetta umstang og erfiði, fékkst svo hálf lausn við það sem þurft hefði. Þetta er svei mér ekki striðlaust, í viðbót við ýmsa aðra erfiðleika. Þegar þér fáið nú mörg blöð i einu, sjáið þér að ég hef þó ekki alveg legið á liði mínu um að sjá fyrir efni i blaðið, hvernig sem yður kann að líka sú „matreiðsla". Eg mun þvi enn, — vegna þeirra mörgu sein annt er um blaðið — reyna að herja út pappir, — og vona að bæði nienn og möguleikar fari batnandi i þeim efnum. —— Og nú treysti ég alveg sérstaklega þeim, sem 'skulda einn eða fleiri árganga að gera fljót skil á gjaldinu, ]>vi án þess að allir borgi skilvislega er útgáfan óhugsandi. Ef einhverjum er hins vegar um tönn að kaupa blaðið, og telur það ekki þess virði að það sé greitt með þessu litla gjaldi, þá væri mér ]>ökk á að fá að vita það, svo ekki þurfi að scnda það til ónýtis og angra þá með rukkun- um, sem ekki vilja lesa blaðið eða eiga. Að siðustu jiakka ég hinum trúföstu vinum blaðsins viðsvegar um land. Þeiin, sem hafa sent greiðslu, þrátt fyrir drátt á útkomu þess, og þeim mörgu sem hafa skrifað, og á annan liátt spurst fyrir um möguleika þess til útkomu. Vinsamlegast. Ól. B. Björnsson. Til kaupenda í Reykjavík. Ágætur maður, Jón Ólafsson, á Bræðraborgar- stig 24, hefur sýnt blaðinu þá miklu vinsemd, að bjóðast til að innheimta árgjöld fyrir það í Reykjavík og næsta nágrenni. Vil ég vinsamlegast beína þeim tihnæium til kaupendanna, að koma greiðslu til hans, eða bregðast vel við er hann kemur í heimsókn til þeirra, þessara erinda, svo ekki þurfi hann að eyða óeðlilegum tíma og ónauðsynlegum göng- um til þessa. Öl. B. Björnsson. KIRKJA OG KRISTNI Framh. af bls. 40. breyting og stuðla að betri umhirðu kirkju- garða, og væri þá mikið unnið. Ýmsum mun sjálfsagt þykja þetta næsta óþarft hjal. Annars vegar af því, að á- standið sé ekki eins bölvað og af er látið, og hins vegar aí því, að ýms vandkvæði séu á framkvæmd þeirra úrræða, sem greinin fjallar um sérstaklega. Eigi er ætlunin að ræða hugsanlegar mótbárur að þessu sinni, enda gefst sjálfsagt tæki- færi til þess síðar. Aðeins skal bent á þetta: 1 strjálbýlinu er kirkjusókn svo að segja engin orðin mjög víða, messur að mestu niður fallnar og framkvæmd þeirra í ýmsu ábótavant. Það er því ekki úr háum söðli að detta hvað þetta snertir. Með höfuð- kirkjuhugmyndinni ætti að verða komið á a. m. k. 7—8 messum á ári, sem undan- tekningarlítið yrðu fjölmennar. Því frem- ur, sem nú er yfirleitt ekki um að kenna vegaleysi eða farartækja til þess að kom- ast nokkrar bæjarleiðir. Enda mætti sjálf- sagt eitthvað gera til að tryggja fólki far- kost, þá sjaldan yrði á komið fjölmennum messum með viðeigandi viðhafnar-guðs- þjónustum í höfuðkirkjum. Fækkun fólks i sveitunum, svo og stöð- ugt batnandi vegir, gera þessa breytingu bæði sjálfsagða og mögulega. Með henni gæti prestunum einnig gefist betra tæki- læri til viðtækara starfs i söfnuðunum, kirkju og kristindómi til eflingar, svo sem að er vikið í þessari grein. Flestum þeim, sem í alvöru og af ein- lægni fara að hugsa ástand og horfur í þessum málum, sem hér er fjallað um, munu sannfærast um, að þetta eru nú mál málanna með vorri þjóð. Að það sé ekki lengur hollt eða lieillavænlegt að leiða þau hjá sér, eða ef bezt lætur, stimp- ast eitthvað áfram með veikii vörn. Það verður einmitt að hefja nýja sókn á öllum sviðum kirkju- og kristindómsmála. Eigi aðeins vegna einstaklinganna, heldur fyrst og fremsl vegna þjóðarinnar í heild, vegna frelsis hennar og framtiðar. Ó. B. B. Óheppileg mistök. „Ég lenti þokkalega i þvi i gærkvöldi, þegar ég kom heim úr knallinu. Mér varð nefnilega á að vekja konuna mina.“ „Nú, hvemig fórstu að því?“ „Sko, ég ætlaði að kveikja ljósið í stof- >mni, en kveikti á útvarpinu í staðinn." akranes 45

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.