Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 7

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 7
veigamikið atriði. Þarna var hægt að hefja starfrækslu vinnuheimilisins þegar í stað í bröggum hersins, samhliða því, sem bygg- ingarframkvæmdir væru hafnar, eftir efn- um og ástæðum. Þetta var næsta mikils- vert, því að auk þess, sem starfrækslan var þegar hafin, jók þetta trú almennings á forystumenn málsins, og að enn þyrfti að auka hina fjárhagslegu aðstoð við þá. I marz-mánuði 1944 hafði miðstjórn S.f.B.S. keypt 32 hektara land í Reykja- dal í Mosfellssveit og ákveðið að reisa þar Vinnuheimili S. I. B. S. Ráðnir voru þeir húsameistararnir Gunnlaugur Halldórs- Gunnlaugur Halldórsson, arkiíekt. son og Bárður ísleifsson til þess að gera uppdrætti að skiplagi á öllu landinu og mannvirkjum á því. Hinn 3. júní 1944 var grafið ifyrir fyrsta húsgrunni á þessum fyrirhugaða stað, með aðstoð nokkurra sjálfboðaliða, ásamt for- manni samtakanna og miðstjórn þeirra. Og mánuði síðar, hinn 3. júlí sama ár, fengu verkamennimir inni í bröggunum, er byrjað var fyrir alvöru á fyrirhuguðum smáhýsum. „I litfríðum laufgrænum lundi“. Miðað við umliverfið nú, er langt frá að þessi yfirskrift geti átt við Vinnuheimili S.f.B.S. að Reykjum. En þeir, sem þangað koma, — og hafa lijartað á réttum stað, — eru þess fullvissir, að ekki verði þess langt að bíða, að umhverfið verði líka í góðu samræmi við þessa fyrirsögn. Þar er nú þegar (i mai) búið að brjóta til ræktunar mikinn hluta landsins neðan við bygg- ingamar. Verður það sjálfsagt grænn teig- ur á þessu sumri. Mikið af trjágróðri verð- ur þar og plantað á þessu vori. Hinar stórfelldu byggingar, regla og unaður í starlfi, að ógleymdu hinu ágæta nafni, sem staðnum hefur verið valið, segir beinlínis til um það. Allt, sem ógert er í þessu sam- bandi, er ekki nema ígripavinna og auka- atriði, þegar miðað er við það þrekvirki, sem þegar hefur verið byggt þama „af engu“. Sóknarpresturinn sr. Háldán Helgason — sem skirði, — hefur séð þann verðandi Reykjalund. Hefur miðstjórn samtakanna samþykkt þetta ágæta nafn. Er auðséð, að stjóm samtakanna og for- ráðamenn vinnuheimilisins muni lyfta þvi, sem ógert er ekki síður en afkasta því, sem þegar er unnið. Reykjalundur í dag. Áður var hér aðeins minnzt á land- stærð Reykjalundar og hvenær bygging- arframkvæmdir voru hafnar. Átta mán- uðum eftir að reka var borin í mold við fyrsta húsgrunn smáhýsanna, fluttu vist- menn inn í 5 þessara húsa fullgerð, en það var hinn 1. febrúar 1945. Er það því talinn stofndagur vinnuheimilisins að Reykjalundi, og þann dag tekið á móti 20 vistmönnum. Hin mikla — bragga-borg — á Reykj- um kom þessari starfsemi eigi aðeins i byrjun, heldur og til þessa dags að mikl- um notum. 1 þeim hefur vinnuheimilið haft verkstæði og vinnustofur, geymslur, borðstofu, eldhús og búr. I bröggunum er öllu furðulega vel og haganlega fyrir komið og innangengt úr einum í annan. Hér er ekki hægt að rekja þróun bygg- inga og vinnuafköst vistmanna stig af stigi, en þar miðar öllu í rétta átt, að þvi er virðist með yfirburðum á öllum svið- um. Þrátt fyrir ótrúlega mikla vinnu, virð- ist heilsa vistmanna vera sæmileg eftir atvikum, og almenn ánægja með vinnu- brögð og allan aðbúnað. Ekki var ætlunin að láta staðar numið við nokkur litil hús fyrir 'vistmenn og bragga til annarra nota. Nei, hærra var hugsað. 2. apríl 1946 var byrjað á stór- byggingu, sem nú i vetur var fullgerð og tekin til afnota. Auk þess eru nú hin ein- stöku smáhýsi orðin 11 að tölu. Biia 4 vist- menn í hverju þeirra, venjulega hjón og tveir einstaklingar. Á skipulagsuppdrætti, sem á að vera til frambúðar, er gert ráð fyrir, að þessi einstöku hús verði alls 25. Hvert þeirra er 220 kúbikmetrar, en 75 ferm. að flatarmáli. t þeim er eitt tveggja manna herbergi, tvö einmennings, ein dagssto*fa, eitt te-eldhús og lítil geymsla. Að Reykjalundi eru einnig 5 starfsmanna- hús. Þá kemur hin stórkostlega nýbygging. Það hús er 9650 kúbikmetrar, en rúmlega 2600 ferm. að flatarmáli. Á aðalhæð hússins eru skrifstofur, lækningastofur, sjúkradeild með 5 rúm- um, skurðstofa og skyggniherbergi með tilheyrandi röntgentækjmn. Þar eru þrjár setu- og lesstofur, hver annarri glæsilegri og vistlegri, allar móti suðri og SUðvestri. Stór og björt borðstofa móti suðaustri, með sérstaklega fallegum og hentugum húsgögnum. Er gert ráð fyrir, að sex vist- menn matist við hvert borð. Við norð- austur-gafl borðstofunnar er nokkurt út- skot, — blómaskáli — ætlaður fyrir lif- andi blóm. Einnig er á þessari hæð eld- hús með tilheyrandi búrum og bakarí, öllu mjög haganlega fyrir komið. Þar eru öll hugsanleg nýtízku tæki og vélar, sem nöfnum tjáir að nefna, þ. á m. sjálfvirkur kartöfluskrælari. Enn er á þessari hæð sima- og snyrtiklefar auk rúmgóðs and- dyris og hæfilegra ganga. Á næstu hæð býr eingöngu kvenfólk i eins og tveggja manna herbergjum, með tilheyrandi baði fyrir hverja 3 vistmenn. Á efstu hæðinni búa á sarria hátt ein- göngu karlmenn við tilsvarandi skilyrði sem kvenfólkið. öll herbergi vistmanna eru móti suðri og suðvestri, hæfilega stór og vistleg( með nægjanlegimr liúsgögnum. Bárður Isleifsson, arkitekt. Á tveimur efri hæðunum eru og i austur- álmu nokkuð af vinnstofum heimilisins, til bráðabirgða. 1 kjallara hússins er — ef svo má segja — margvíslegur verksmiðjurekstur. Þar eru geymslur, vélasalur í sambandi við upphitun hússins, svo og vélaútbúnaður til fullkominnar loftræstingar. Sérstaklega vegna vöntunar á fullkomn- um vinnuskálum, verður að hafa i þessu húsi starfsfólk og ýmis konar iðjurekstur, sem orsakar, að mun færri vistmenn kom- ast þar nú fyrir en ella væri. Setustofurnar og lesstofan eru allar yndislegar, svo sem i konungshöll væri. Ekki finnst ráðamönhum þar enn vera nægjanlegt af húsgögnum. En það af þeim, sem þarna er komið er fyrsta flokks og er sumt af þeim smíðað á verkstæðum vinnuheimilisins. öll borðstofuhiisgögnin eru gerð i Reykjalundi, sérstaklega vönduð og smekkleg og auðvelt að hirða, þvi þau eru iir harðviði, og borðplöturnar úr plasti. Stólarnir eru úr stálrörum með plasti-áklæði. Hér er um stórkestlega byggingu að ræða, fullbúna að utan og innan. Allt vek- ur hér undrun manna og eftirtekt: Hve allt er traust og vandað og vel frá gengið í stóru og smáu. Hve öÚu er smekklega og haganlega r fyrir komið. Hve þrifnaður og reglusemi er alger. Ég kom t. d. í eld- húsið um það leyti er verið var að taka til matinn. Þar voru engar ruður eða rusl á „rú og strú“ eins og oft er undir slíkmn kringumstæðum. Ég hef aldrei fyrr séð A K R A N F. S 70

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.