Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 11

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 11
IX. „Kennarastóll í leiklistar- fræðum“. Ekki er nóg að byggja háreistar hallir, hversu fagrar eða skrautlegar sem þær kunna að vera hið ytra eða innra, ef ekki er samhliða séð fyrir gróandi lifsmætti þess starfs og stríðs, sem þar á að heyja í langri framtíð. Þeir munu til, sem hugsa svo hátt og halda því fram, að Þjóðleikhús heri ekki nafn með rentu, ef það nálgist ekki að vera „þyngdarpunktur“ máls og menn- ingar og leiðarstjarna andlegs frelsis og (framfara. Leikhúsið sjálft, eða eitt, er ekki nægjanlegt til að byggja upp eða treysta andlegt atgerfi leikenda né heldur leikrita- höfunda. Til þess þarf góðan félagsskap og sífellt samneyti við mestu mikilmenni andans á öllum öldum. Kunna skil á sögu- legum tengslum og framvindu listanna og marka þær leiðir sem lífga. Þetta mikilvæga atriði virðist mér Lár- us Sigurbjörnsson, rithöfundur hafa skil- ið til hlitar. Annars hefði hann ekki gefið hinu nýja Þjóðleikhúsi hluta af sjálfum sér og verulegan hluta af afrakstri iðju sinnar um tugi ára. Þessi gjöf Lárusar — og það, sem að baki henni býr til vegs og viðgangs þessu menntabúri, — er svo merkileg, að óhugs- andi er að ganga framhjá því merkilega safni, er hann hefur stofnsett hér og á- nafnað Þjóðleikhúsinu eftir sinn dag. Lárus Sigurbjörnsson er sonur þeirra gagnmerku ágætis hjóna, sr. Sigurbjörns Á. Gíslasonar og Guðrúnar Lárusdóttur í Ási í Reykjavík. Ætt hans og uppruna þarf ekki að kynna frekar. Listasmekk og leiklistaráhuga sinn sækir hann sjálfsagt í Guðjohnsensætt. Er hér nokkur mergur í? Ég þekki Lárus nokkuð og fólk hans um fjölda ára. Margt af því er traust og heih steypt, með óbilandi viljafestu og vinnu- þrek, borið uppi af hugsjónaeldi fyrir list og líknarmálum. Ég átti þvi ekki von á, að hér væri um neitt „humbug“ að ræða og vildi kynnast nánar þeirri hugsjón Lárusar, er hann hefur komið hér í fram- kvæmd og unnið að um tugi ára af blóma- skeiði ævi sinnar. Ef vel er að unnið og á haldið, mun það einmitt að verulegu leyti tryggja kjarna og kórónu þess, sem Þjóð- leikhúsið á að vinna að og varðveita þjóð vorri og fósturjörð til handa. Lárus hefur þegar fengið samastað fyrir hið merkilega safn sitt í Þjóðleikhúsinu og flutt það þangað. Þar situr liann dag- lega a. m. k. tvær stundir —- eftir venju- legan vinnutíma — til þess að koma safninu fyrir og rækja skyldur sínar við hugsjón sína og tilgang með gjöfinni. Ný- lcga fór ég þar á fund Lárusar og finn fljótt það, sem ég raunar vissi áður, að þar var réttur maður á réttum stað. Það gleður mig sérstaklega, því fremur mun það með undantekningum í okkar litla þjóðfélagi, að menn geti við góð skilyrði unnið að hugðarmálum sínum og óáreittir. Þegar Lárus kom heim frá námi i Kaup- mannahöfn 1927, byrjaði hann þegar að safna bókum um leiklist utanlands og innan, svo og leikritum og yfirleitt öllu því prentuðu og óprentuðu, er á einhvern hátt snertir leiklist eða leikbókmenntir. Nokkru fyrr, eða 1924 fékkst hann nokkuð við blaðamennsku og tók þá að safna úr- klippum úr blöðum og timaritum um allt, sem vitað er um að ritað hafði verið á islenzku um leiklist og leikrit, leikdóma og fleira. Hvergi mun vera meira saman komið á einum stað snertandi þessi efni, en í þessu bókasafni Lárusar, enda orðið æði mikið að vöxtum og verðmæti. Þarna mun vera allt, sem hér hefur verið ritað um ísl. leiki, leikrit og leiklist. Aðeins þetta úrklippu-safn er um 6000 greinar i 18 stórum bindum. Þegar Lárus byrjaði þessa söfnun kostuðu blöð og tímarit ekki mikla peninga, en í seinni tíð hefur verð- lagið brejr tzt mikið. Verður hann stund- um að kaupa tvö eintök blaðs eða rits til þess að geta límt þetta upp. Hefur hann þannig stundum gefið 5—10 kr. fyrir eina úrklippu. Hins vegar hefur hann og fengið nokkuð af því fyrir lítið eða ekki neitt. En mikla vinnu kostar að smala þessu saman og vinna úr því. Stundum verður hann og að kaupa dýra bók i safn sitt, — ann- ars um óskylt efni — til þess að geta náð þar i litla leiklistarumsögn, höfund leik- rits eða annað snertandi þessi mál. Svo rækileg og tæmandi er þessi söfnun Lár- usar á þessu sviði. Þá hefur Lárus einnig orðið að láta ljósprenta mikið á Lands- bókasafninu úr blöðum og tímaritum, en það kostar allmikið fé. Framhald í nœsta blaði. *3 akranes Jón Hreggviðsson ng sakfelldir menn.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.