Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 14

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 14
Frá Gagnfræðaskólamim á Akranesi Gagnfræðaskólanum var slitið 1. júní, en það er nú orðin föst venja, að skóla- setning og skólaslit beggja skólanna hér fara fram í kirkjunni, og þykir mörgum það fallegur siður. Skólcstjóri, liagnar Jóliannesson, flutti skólaslitaræðuna, gerði grein fyrir starfi skólans á liðnu skólaári, afhenti próf- skírteini gagnfræðingum, svo og verðlaun. 104 nemendur voru innritaðir í skól- ann á þessum vetri, í fjórum deildum, en 1. bekkur var tvískiptur í fyrsta sinn, og var nokkuð frábrugðið kennslufyrirkomu- lag í annarri deildinni, frá því sem verið hefur undanfarið. Var í þeirri deild lögð meiri áherzla á verklega kennslu. Segja má, að deild þessi hafi verið á eins konar tilraunastigi þennan vetur, en gaf þó svo góða raun, að forráðamenn skólans munu hafa í hyggju að auka, ef kostur er, verk- lega kennslu, einkum í greinum, sem snerta helztu atvinnuvegi bæjarins, hefja auk þess eldhúskennslu fyrir stúlkur (og e. t. v. pilta líka) strax og skilyrði eru fyrir hendi til þess. Þá var í vetur tekin upp söngkennsla að nýju, en hún hefur legið niðri nokkra undanfama vetur. 17 gagnfræðingar útskrifuðust, en 6 þreyttu miðskólapróf í Reykholti. Af gagn- ffræðingunum hlaut Bragi Þórðarson hæsta einkunn, 1. einkunn, 8.40. Hæsta einkunn í skólanum hlaut Sigurborg Sigurjónsdótt- ir, 2 bekk: ágætiseinkunn, 9.29, en ágætis- einkunn hefur enginn nemandi lilotið annar undanfarin þrjú ár. Rotary-klúbbur Akraness gaf, svo sem að undanförnu tvenn verðlaun, önnur fyrir hæsta einkunn í móðurmálinu, hin Nú em eins konar tímamót í sögu barnaskólans hér. — Gert er ráð fyrir, að hið nýja skólahús verði tekið til notkunar í haust. Jafnframt hefur fræðsluráð ákveð- ið, að hin nýja skólalöggjöf skuli þá koma hér til framkvæmda. Hópurinn, sem nú kveður barnaskólann, er þvi óvenjulega fjölmennur, n. 1. bæði börn 13 ára bekkja skólans, sem nú hafa lokið síSasta fullnaðarprófinu, er tekið verður í Barnaskóla Akraness, og böm 12 ára bekkjanna, sem nú hafa tekið fyrsta barnaprófiS hér, í öllum námsgrein- um að sundi undanskildu. — Þetta em alls 90 böm, en nokkur fulln- aðarprófsbömin vantar þó enn sundpróf. Vegna margra fyrirspuma vil ég taka það fyrir mestar framfarir á skólaárinu. Þau fyrrnefndu hlaut Bragi Þórðarson, þau síðamefndu Magnús V. Vilhjálmsson.— Stúdentafélag Akraness veitir verðlaun fyrir hæsta einkunn á gagnfræðaprófi, og hlaut þau Bragi Þórðarson. Sóknarprest- urinn veitir verðlaun fyrir háttprýði, þau hlaut Steinunn Sigurbjörnsdóttir. Verð- laun fyrir handavinnu pilta, gefandi Iðn- aðarmannafélag Akraness, hlaut Bragi Þórðarson, fyrir handavinnu stúlkna, gef- andi frk. Petrea Sveinsdóttir, hlaut Stein- unn Sigurbjörnsdóttir. Skólinn veitti sjálf- ur tvenn verðlaun fyrir dyggð og trú- mennsku, fyrir skólaumsjón, bekkjarum- sjón og forystu í félagsmálum. Þau fengju Bragi Þórðarson og Magnús V. Vilhjálms- son. —Félagslíf var allmikið í skólanum, en helztu samkomur voru svonefnt For- eldrakvöld í nóvember og árshátíð, opin- ber, í marz. Prentað skólablað kom út í desember. Ekki voru fluttir margir fyrirlestrar af mönnum utan skólans, olli þar miklu um þröng húsakynni og óvenju mikill nem- endafjöldi. Þó kom Pétur Sigurðsson frá Rvík, fyrir tilmæli skólastjóra og flutti tvö erindi um bindindismál. Sæmundur Jó- hannesson kennari ffrá Akureyri flutti tvö erindi um trúmál. Eftir skólaslit fóru gagnfræðingar í náms- og skemmtiferð um Norðurland, undir stjórn skólastjóra og fleiri kennara. Tók ferðin 5 daga. Nemendur höfðu einir safnað í ferðasjóð og þágu engan utanað- komandi styrk til fararinnar. • Gert er ráð fyrir, að nýju fræðslulögin gangi í gildi á Akranesi með komandi hausti. fram, að þau börn, sem nú hafa lokið — (eða ljúka) fullnaðarprófi í barnaskólan- um, eru ekki skólaskyld lengur. Þau þurfa því hvorki að sækja gagnfræðaskólann hér né aðra framhaldsskóla, nema þau vilji það sjálff. Þau hafa lokið skólaskyldu- námi. — Hins vegar eru þau skólaböm, sem tóku barnaprófið, skyld — að lögum — til að stunda nám næstu tvo vetur, í gagnfræðaskólanum hér, eða öðrum fram- haldsskólum. Skóla hafa sótt 342 böm alls, þegar þau vom flest. Merkasta ferðalag vetrar- ins var, þegar 11—12 og 13 ára bömin skoðuðu Reykjavíkursýninguna 2 des. s.l. Var sú för hin ánægjulegasta. Skólabörnin önnuðust fjársöfnun fyrir Blindrafélag Reykjavikur. Alls söfnuðust kr. 787.50 nettó. — Einnig fyrir Rauða- krossfélag Islands. Alls söfnuðust kr. 1125.90, nettó. Skemmtifundir bekkja voru með svip- uðum hætti og áður. Þá störfuðu skóla- bömin af áhuga og dugnaði að undirbún- ingi árshátíðar skólans, og haffa þau haft af öllu þessu áhugastarfi bæði gagn og gaman. Nettótekjur af árstíðinni voru kr. 3280.92, — er renna í Ferðasjóð bama- skólans. Hjúkrunarkona bæjarins, frú Jóna Guð- mundsdóttir hefur, að venju heimsótt skól- ann í vetur. Hafa heimsóknir hennar jafn- an haft góð áhrif á marga nemendur og skerpt hreinlætiskennd þeirra mjög mikið. — Þakka ég henni gott starf og ágæta samvinnu. — Skipulagðar tannlækning- ar skólabarna hófust hér 1. febrúar í vet- ur. Tel ég það merkisviðburð í sögu skól- ans. Hafa 90 skólaböm fengið ókeypis tannaðgerðir hjá Jóhanni Finnssjmi, tann- lækni, er sinnt hefur starfinu af frában-- um áhuga og dugnaði. Votta ég honum beztu þakkir fyrir ágæta samvinnu og fyr- ir hið mikilsverða starf hans. — Þarf ég ekki að taka það fram, að ég tel það mikið tjón fyrir bæjarbúa, og ekki sízt skóla- börnin, að missa strax svo ágætan mann héðan aftur, — því að tannaðgerðir barna eru miklu meiri nauðsyn en menn al- mennt gera sér grein fyrir. — Lýsisgjafir fóru fram í vetur með svipuðum hætti og áður. Börnin supu alls 160 1. af ufsalýsi. Vænti ég að ljóst megi vera af fram- ansögðu, að skólinn hefur hug á að fylgj- ast eftir föngum með líkamlegri líðan barnanna, um leið og hann reynir að efla andlegan þroska þeirra, með námi og starfi; — má að lokum ne*fna sundið, leik- fimina og böðin, er mjög styðja að aukn- um líkamlegum þroska og hreinlæti. Heilsufar skólabarna var ágætt fyrri hluta vetrar, en kvefpest var almenn um tíma síðari hluta vetrar og spillti skóla- sókn, — sem þó má telja, að verið hafi góð. Fræðslukvikmyndir voru sýndar skóla- börnnunum meðs vipuðum hætti og áður. Skólasýningar voru einnig að venju, bæði sýning á handiðju, teikningum, skrift o. fl. og leikfimi-sýning. Þessi börn hlutu ágætiseinkunn í fulln- aðarprófi: Hrefna Sigurðardóttir 9.9, — Guðríður Jónsdóttir 9.04 og Jóna A. Ax- elsdóttir 9.01. — Þau fengu viðurkenn- ingu frá frú Ingunni Sveinsdóttur, sem sýnir skólanum nú, eins og áður, þá vin- semd og rausn að veita þeim fullnaðar- prófsbömvun viðurkenningu, er hljóta á- gætiseinkunn. —- Þá hefur Rótary-klúbbur Akraness ákveðið að veita nú og framvegis viður- kenningu þeim nemendum úr hópi fulln- aðarprófsbarna (eða bamaprófs), er hljóta Frá Barnaskóla Akraness skólaárið 1949—50 86 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.