Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 15

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 15
Ríkiö vísar leiöina til Hér í landi er allt að dragast í dróma, vegna dýrtíðar, eyðslu- og heimtufrekju almennings, hræðslu- og kjósendadekurs flokkaima, aflabrests undanfarinna ára og sölutregðu framleiðslunnar á erlendum mörkuðum. Þrátt fyrir allt þetta, sem er ærið nóg, að því viðbættu, — að allir sjóðir og er- lendar innstæður er uppétið; tekju-vonir einstaklinga og ríkis mjög skertar, — er eyðslu og útgjöldum enn hvergi stillt i nokkurt hóf. Einstöku sinnum heyrast raddir í þessa att frá hærri stöðum. En allar fram- kvæmdir miða hins vegar — eða flestar — í öfuga átt. Hvað gerir ríkið til að verjast áföllum? Það lækkar krónuna á versta tíma, — miðað við von um árangur af þvi vafasama bragði. — Gengur á undan um launahækkanir, —■ til ýmsra þeirra, sem vinna fárra tíma föndur, — en þeir sem glíma við framleiðslustörfin bera sífellt skárðari hlut frá borði. Það hækkar — oft tilefnislaust og með litlu millibili — alla þjónustu, sem það ræður yfir. Það hækkar alla skatta og bætir sifellt nýjum við. Það hækkar fjárlög frá ári til árs, og gefur yfirleitt tóninn á öllum sviðum í áttina til ófamaðar, og elur upp í almenningi eyðslu urg og kæruleysi á öllum sviðum. Það eykur stöðugt skriffinnskuna og skrifstofubáknin. —■ Þar, sem þótt líf lægi við, ekki er hægt fyrir utan- eða innan- bæjarmenn að ná tali af forstjórunum. —- Það heldur uppi farartækjum á sjó og landi, með árlegum milljóna-halla. Það notar hvert mögulegt og ómögulegt tæki- færi til að hækka póst- og símagjöld, tó- sæmdarbeitið: Bezti nemandinn.. — Þetta sæmdarheiti hlutu þær Guðríður Jóns- dóttir og Hrefna Sigurðardóttir, og viður- kenningu Bótary-klúbbsins fyrir skólaárið 1949—1950. I.oks hlutu þrjú fullnaðarprófsbörn við- urkenningu fyrir sérstaklega prúðmann- lega framkomu í skóla. Voru það Elíane Hammersand Þorláksdóttir, Jón Gunn- laugsson og Ólafur Ingi Jónsson. — Þessa viðurkenningu veittu þrír ónefndir menn. Þegar skólastjóri haíði afhent hlutað- eigendum verðlaimin, sagði hann m. a.: „Þér sjáið á þessu, kæru börn, að eftir yð- ur er tekið, og menn vilja sýna, að þeir kunna að meta ástundun, prúðmennsku og fagra framkomu yðar, enda er háttvísi eitt hið fegursta skart allra og ekki sízt æskunnar. Veit ég, að þér, sem nú hafið hlotið sér- staka viðurkenningu í þessum efnum, munið jafnan vemda þennan fagra þátt í skaphöfn yðar.“ ófarnaöar bak, brennivín ofl. ofl., og dregur fram vafasöm eða óframbærileg rök ifyrir öllu þessu okri. Þannig gengur rikið sífellt á undan, í stað þess að draga saman seglin og skapa með því aðhald á hvers konar kröfu—pólitik þeirra mörgu, sem enn ekki skilja að föðurlandinu er nú meiri þörf á öðrum og hollari vinnubrögðum. Undanfarin ár er búið að gera svo mikið á vegum ríkisins, að hið alvarlega á- stand þjóðarheildarinnar ekki aðeins rétt- lætir það — heldur krefst þess beinlínis, að hætt sé í bili hvers konar nýbygging- Einar Páll Jónsson ritstjóri Lögbergs sjötugur. Sunnudaginn 27. ágúst s.l. birtist i Morgunblaðinu skilmerkileg grein, eftir dr. Richard Beck, prófessor um Einar Pál Jónsson, ritstj. Lögbergs sjötugann. Var grein dr. Beck æfiágrip Einars, og um skáldskap hans, ritstörf og hugðarefni. Þessi grein dr. Beck, varð til þess að rifja upp fyrir mér erindi er Einar orti í nafnabók hjá mér, í heimsókn til Islands sumarið 194.6. Vil ég nú biðja ritstj. „Akraness", að birta þetta erindi Einars, ■—• með beztu afmæliskveðjum frá mér til hans, og þakk- læti til þeirra hjóna beggja. Vona ég að Einar virði á betri veg, þó að afmæliskveðjan frá mér komi „eftir dúk og disk“. Einnig treysti ég því, að hann fyrirgefi mér „bessaleyfið að birta erind- ið án hans leyfis, en erindið er þannig: „Mín trú er ei byggð á bókum né bjargi, sem enginn leit, hún á sína rót frá æsku í íslenzkri heiðarsveit og styrkist við ljóðhátt linda í laufguðum víðireit.“ Lýsir erindi þetta vel hinum heilsteypta manni og þjóðrækna íslending, er dvalið hefur „fjarri fósturjarðarströndum“ í nokkra tugi ára, en er íslenzkari í anda og máli, en margur sem aldrei hefur farið af landi brott.. Þess vegna bað ég „Akra- nes“ um rúm fyrir þetta fagra erindi Ein- ars, til þess að fleiri en ég gætu fengið að sjá það, og til þess að það geymdist en glataðist ekki. Óska ég svo liöfundi erindisins til ham- ingju með áttunda áratuginn, sem nú er nýbyrjaður. Og vona ég að sjá frá honum marga snjalla setningu í lausu máli og bundnu, um langann tíma enn. Lárus Sch. Ólafsson, Akran. um. Það er neyðarlaust í bili, að stöðva vega- og brúargerðir, simalagningar, skóla- byggingar og aðrar opinberar fjárfrekar framkvæmdir. Innflutning alls konar far- artækja til þess að auka árlega gjaldeyr- isnotkun í benzín- og olíukaupum ofl. ofl. Nei, nú þarf hver einasti þegn i þjóð- félaginu að hjálpa til og leggja megin á- herzlu á 'framleiðsluna í stærri og smærri stíl, —- sérstaklega útflutningsframleiðsl- una. — Og svo að sameinast um hóflegar lífsvenjur og sparnað, svo sem frekast er unnt. En ef ekki er almennt að vænta slíks þegnskapar, verður ríkið beinlínis að þvinga fram slíkar hugarfarsbreytingar. Með stefnu sinni styður ríkið einmitt áframhaldandi öfgar og ófarnað, i stað þegnskapar til þjóðþrifa, öryggis og at- hafan. Ó. B. B. Fyrstí íslenzkí krístníboðínn Frú Steinunn Jóhannesdóttir Hayes, talaði hér í Akraneskirkju simnudaginn 13. ágúst, kl. 2. Ólafur Ólafsson kristni- boði túlkaði, og sagði auk þess nokkur orð í tilefni af þessari heimsókn frú Stein- unnar. Sr. Jón M. Guðjónsson sóknar- prestur, bauð og frúna velkomna og árn- að henni heilla og blessunar. Steinunnar verður rækilega getið síð- ar í blaðinu. Ekkí er á okk- tír logíð, Sagt er að innlendar kartöflur hafi í sumar verið seldar á 5 kr. kg., en Hol- lenzkar kartöflur — frá því hágengis- landi, — komnar hingað með okuríarm- gjöldum og öllum tollum og margvísleg- imi aukakostnaði, sem liér er lagt á alla hluti, kostuðu þó ekki nema kr. 1.50 kg. — Jafnvel stórfelld félagssamtök framleið- end;) nota sér hvers konar átyllur og smugm', eins og hverjir aðrir fantar. -- Jafnaðarlegast er lítið um smjör, og hið „rétta“ verð þess ærið, þótt ekki sé við það bætt. En það eru nógar leiðir til íð finna hækkunarmöguleika, og fara í kring um verðlagið. Þá er því haldið fram, að viðkomandi mjólkurbú, selji kaupanda rjómann á „gangverði" til Reykjavíkur, en sýni svo viðskiptavininum þá miklu rausn og vinsemd, að strokka fyrir hann og afhenda honum svo smjör-klínuna með hæfilegu frádragi fyrir áfirnar.. ,. Miklir menn erum við Hrólfur minn. AKRANES ^7

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.