Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 3

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 3
V IX. árg. nóv.—des. 1950 — 11.—12. tbl. Útgejandi, ritstjóri og ábyrgSarmaöur: ÖLAFUR B. BJÖRNSSON Afgreiðsla: MiÖteig 2, Akranesi, PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H.F 4. Með þvi að gera Bessastaði að forseta- bústað, tel ég, að búið sé í eitt skipti fyrir öll að leysa staðinn úr álagaham hins erlenda kúgunarvalds, — meira að segja í minningunni, — og fær hann nú aftur ljómann af Snorra Sturlusyni og öðrum ágætustu mönn- um þjóðarinnar og hetjudáðum þeirra, sem á einn eða annan hátt eru tengdar við Bessastaði. Á flugferð frá fortíð til nútíðar. I fyrstu er ýmislegt óljóst i sambandi við Bessastaði, og fátt bendir til að þar hafi í öndverðu verið nokkurt stórbýli. Á Sturlungaöld kemst jörðin undir yfirráð Snorra Sturlusonar og er talin hans eign, en eftir hans dag verða þrætur um eign- arráð staðarins. Þá slær konungur eign sinni á Bessastaði og munu þeir vera ein fyrsta jörðin, er haím tekur ófrjálsri ÞAÐ HEFUR BIRT YFIR BESSASTOÐUM ÞEGAR ÞAÐ kom til mála að velja ríkisstjóranum, og síðar forseta lýðveldis- ins varanlegan samastað, voru ýmsir, — þ. á. m. þingmenn —— sem ekki máttu heyra Bessastaði nefnda í því sambandi. Andúðin á Bessastöðum var sjálfsagt mest af því, að þessi staður var uin aldabil, ill- ræmt valdsmannabæli — misjafnra, — en oftast illa þo'kkaðra sporhunda erlends kúg- unarvalds; sem á stundum a. m. k., var argara og illgjarnara í framkvæmd en æðsti yfirboðarinn ætlaðist til, þ. e. kon- ungurinn sjálfur. Þá færðu og einhverjir það staðnum til foráttu, að þetta væn langt fyrir utan bæinn, og það gæti kom- ið fyrir, að ekki yrði náð til forseta, þ. e. hann kæmist ekki í bæinn til skyldustarfa að vetrarlagi. Ekki þykist ég vera mjög öfgafullur eða óvenjulega langrækinn. Þó get ég ekki neitað því, að ég hafði liálfgerðan ýmug ust á þessum stað, sem framtíðar aðseturs- stað og eiginlegu heimili æðsta ýfirmanns þjóðarinnar hvern eftir annan. Þegar frá leið, og ég fór að íhuga þetta nánar, kom að Bessastöðum og sá allar þær breytingar og umbætur, sem búið var að gera og stóð til að framkvæma, í stór- felldri ræktun, húsabyggingum og fegrun umhverfisins, breyttist þetta gersamlega. Nú, að vel athuguðu máli, tel ég að þetta hafi verið sjálfsögð ráðstöfun, og að vel hafi tekizt til um flest i þessu sambandi. Sem frekari rök i málinu mætti þetta telj- ast: 1. Þetta höfuðból átti til forna sá maður, sem enn í dag er frægastur allra Is- lendinga. 2. Þar bjuggu um stund ýmsir mestu ágætismenn vorir, sem meira að segja áttu verulegan þátt í þvi að hnekkja valdi Dana á erfiðum tímum þjóðar- innar. 3. Við Bessastaðaskóla eru tengdar fagr- ar minningar, þvi að þar tfengu mennt- un sína ýmsir beztu vormenn þjóðar- innar. Þeir, sem kváðu fegurstu ljóð- in og feyktu burt þokunni, sem lagði hingað sunnan úr sundunum dönsku. Þar bjó og garpurinn Grímur. hendi. Þó er það vart fyrr en lun miðja 14. öld, sem konungur gerir Bessastaði að höfuðsetri valds síns og hinna illræmdu þénara sinna. I huga þjóðarinnar voru Bessastaðir aldrei höfuðstaður á þessum öldum, heldur Þingvellir við öxará, „þar sem Alþingi feðranna stóð“. Á miðöldunum sigldu Englendingar mikið hingað til fiskveiða og kaupskapar við landsmenn, voru þá oft miklar við- sjár með þeim og ihinu danska liði á Bessastöðum, enda fóru Englendingar stundum með ránum og gripdeilum, særðu og drápu menn. Urðu af þessu millirikja- deilur milli Dana og Englendinga oftar en einu sinni. Sumir fógetar konungs- valdsins voru hinir mestu ofstopamenn og illmenni, svo sem Lénharður fógeti ofl., eins og kunnukt er. Enn verða miklar við- sjár milli innlendra manna og konungs- valdsins, þegar konungur þröngvar þeim til nýs siðar og lætur greipar sópa um eignir kirkjunnar og einstakra manna. Við Bessastaði er og bundin hin illræmda erfðahylling í Kópavogi, er Biynjólfur AKRANES 123

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.