Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 5

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 5
en einu sinni. Lengst af var viðhald korkju rnjög lélegt á Bessastöðum, þótt þetta væri á höfuðsetri hins erlenda valds. Það er ekki fyrr en á valdaárum Ólafs Stephen- sens, sem skriður kemst á byggingu nýrrar kirkju á Bessastöðum úr varanlegu efni, þ. e. steinkirkju. Það var einmitt Ólafur, sem upphaflega lagði á ráðin um bygg- ingu þeirrar kirkju, er þar stendur enn, og einnig hann lét ljúka því verki. Sýnir það vel stórhug hans og myndarskap. — Hann gaf kirkjunni og forkunnarfagrar oblátu-öskjur úr gylltu silfri, drifnar með myndum og smíðaðar af islenzkum manni, Sigurði Þorsteinssyni. Svo arnnt var viðhaldið á þessari ramm- geru kirkju, að rétt fyrir miðja 19. öld var það helzt ráðgert af dönskum stjóm- arvöldum að leggja kirkjuna niður. Stein- grimur biskup og Árni stiftprófastur gátu þó komið í veg fyrir það. Lítið mun Grím- ur Thomsen hafa gert kirkjunni til góða, en Skúli Thoroddsen mun meira. Enn var viðhald kirkjunnar svo lélegt, að Matthías þjóðminjavörður gekkst fyrir samskotum meðal ýmissa manna til viðgerðar á henni. Þó lét Sigurður Jónasson gera eitthvað við kirkjuna á þeim árum, er hann var þarna kirkjubóndi. Þetta var stórt, og að ýmsu leyti virðu- legt hús, sem engan veginn mátti drafna niður, heldur færa til vegs og virðingar, þar sem það var að ýmsu leyti rammgert, eins og áður var sagt, en þetta var van- rsékt um langa hríð af konungi, riki og einstaklingum. Þegar Bessastaðir urðu forseta-setur, var ekki lengur hægt að komast hjá gagn- gerðri viðgerð á kirkjunni. Þessi viðgerð hefur nú farið fram fyrir nokkru og verið mjög umdeild. 1 kirkjunni sjálfri er ekk- ert smátt eða stórt aif hennar gömlu grip- um, nema skírnarfontur. Þar er enginn altaristafla, og engar grátur. Milligerð Sem áður var í kirkjunni, hefur verið rif- in, gamall prédikunarstóll og gamlir hekk- ir. 1 kirkjuna hefur verið sett parkett-gólf. Eri allt þetta gerir það að verkum, að hið gamla, góða Guðshús er nú ekki lengur kirkja, heldur samkomuhús. Þar er nú ekkert, sem minnir á kirkju, nema Krists- líkneski skorið úr tré, hin prýðilegasta smíð, eftir Ríkharð Jónsson. Kirkjan er ekki lengur helgidómur. Svo rækilega er búið að ganga fram í þvi að gera þetta gamla virðulega hús að nýtizku samkomuhúsi, að jafnvel þetta ágæta listaverk, Kristsmyndin, megnar ekki að skapa það andrúmsloft í kirkjunni, er geri hana að helgidómi. Mér þykir nijög vænt um, að hvorki forsetinn, herra' Sveinn Björnsson, né aðalhúsameistari staðarins Gunnlaugur Halldórsson eiga þar hlut að máli, að svo er komið fyrir Bessastaðakirkju, sem nú var sagt. Ég skal láta þá skoðun í ljós hér, að ekki kom ti] mála. að hafa kirkjuna eins og hún var. Henni þurfti mikið að gera til góða, en fyrr mátti nú rota en dauð- rota. Það er ekki einu sinni samræmi í neinu, — eða ifáu — miðað við núver andi ástand kirkjunnar. Má þar til nefna. að kompa sú, skrúðhús, sem nú stendur sunnanvert í kirkjunni fram við dyr, var búið að setja sunnanvert í kórinn, en var svo fært þangað, sem það er nú. Þarna er það í æpandi ósamræmi við orgelið, sem stendur fremst í kirkjunni að nórð- anverðu, — að vísu úr sama viði, sem fyrrnefnt skðrúðhús. Bessastaðakirkja er ein elzta kirkja landsins og á vitanlega að vera fyrirmyndarkirkja. Það er búið að gera kirkjuna að samkomuhúsi, lausa við allan helgidóm. tJr þessu þarf að bæta hið allra fyrsta. Að innan hafa veggir kirkjunnar verið lagaðir, og er ekkert við það að athuga, nema ef til vill litaval. Að utan er kirjan góð, en mun betur þarf að ganga frá og hirða syðri hluta kirkjugarðsins. Gestir „bóndans“ að Bessa- stöðum. Nýlega vorum við hjónin gestir foi- setahjónanna á Bessastöðum. Konan hafði ekki komið þar fyrr. Henni þótti gam- an að sjá og heyra ýmislegt í sambandi við sögu Bessastaða, heimili Gríms Thomsens, en sytir Gríms er einmitt formóðir hennar. Um margt var Grímur hinn merki- legasti maður. Æfi hans var margþætt, með miklu ljósi og skuggum eins og gengur. Grimur var gáfaður maður og nnkið skáld og mikils metinn i Dan- mörku, þar sem hann fékk hin æðstu metorð og heiðursmerki. Hann — út- lendingurinn — var t. d. legastíons- ráð í Brussel, sem var mjög há staða. Grímur var vel lærður maður og fjöl- lesinn og mjög vel heima í samtíma- bókmenntum Evrópu. Doktorsritgerð hans var um enska skáldið Byron. Það var enginn annar en Grímur Thomsen sem „uppgötvaði“ H. C. Andersen, hio fræga ævintýraskáld Dana, og leiddi athygli að því mikla skáldi, sem þar var á ferð. En þá munu Danir enn ekki hafa skilið Andersen, eða haft trú á, að þar væri nokkuð óvenjulegt um að ræða, að list eða lærdómi. Sólbyrgið á Bessastöðum, með alls konar gróskumiklum skrautplöntum. Bessastaðir, forselabústaðurinn frá suðurhlið. Sér í suðurenda gamla hússins og sólbyrgið við enda þess. Síðan sést móttökusalurinn hinn nýi, byggður í sama stíl og gamla húsið. Lengst til haegri sést stafninn á bakhúsinu. AKRANES 125

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.