Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 7

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 7
liðs. Á þessu heimili er heldur ekki um neinn hofmóð að ræða, heldur hlýtt og elskulegt viðmót hámenntaðs fólks, þar sem góðivld og gestrisni skipa öndvegi. Þar á að vera fyrirmyndarbú. Frá fyrstu tíð hefur verið búið á Bessa- stöðum og stundum all-vel, og jörðin sjálf- sagt vel fallin til búskapar. Það mun hafa verið i ráðherratið Hermanns Jónasson- ar. sem afráðið var að gera Bessastaði að ríkisstjórabústað. Mun honum og fyrsta ríkisstjóra, Sveini Björnssyni, ekki þótt koma til mála að fella þar niður búskap og ræktun á svo gamalgrónum, fornfræg- um stað. Þegar þetta var orðið heimili forseta lýðveldisins, sem einnig var herra Sveinn Björnsson, var vinur hans og fyrrverandi starfsbróðir, Pétur Magnússon orðinn landbúnaðarráðherra. Þeim fannst báðum, að það væri sanni nær, að á þessu — að ýmsu leyti ágæta býli — væri fremur fyrirmyndarbú, en að forsetinn væri þar i þurrabúð. Og núverandi forseta hefur ekki verið það nauðugt að binda staðinn, svo sem verða má, við mold og gróður, og hann telur sér það mikla sæmd að mega kallast „bóndi“ að Bessastöðum. Þar var og á sínum tíma mikill jarðræktar- maður, Magnús Gíslason, hinn fyrsti isl. amtmaður. Forsetinn fylgist af lifi og sál með bú- skapnum og hefur mikinn hug á, að hann sé til fyrirmyndar en ekki viðvörunar, einnig í þvi, að hann mætti sem ifýrst bera sig. Bústjóri er þar nú Jóhann Jónasson frá öxey, sem forseti telur starfi sinu mjög vel vaxinn. Sama má víst segja um annað starfsfólk á Bessastöðum. Á Bessastöðum eru nú um 40 hektarar ræktað land. Þar af g hektarar kom-akr- ar og garðar, hitt tún. Heyfengur er þar nú um 2000 hestb. Korn 50—60 tunnur. Kartöflur 200 tunnur. Lín ca. 200 kg. Korn og línrækt virðast hafa tekizt þar mjög vel og hvort tveggja talið fyrsta flokks að gæðum. I Bessastaðafjósi eru nú rúmlega 50 nautgripir, þar af 32 mjólkandi kýr. Grip- irnir munu vera allgóðir, og fjósið er á- gætt. Það er hvítmálað allt og lakkað. I3ar eru mjólkurvélar og mjólkað í tilluktar fötur. Landspítalinn mun fá megin hluta mjólkurinnar. Þarna munu og vera 700 varphænur, einnig í ágætis húsakynnum, vel hirtar og gera ágætt gagn. Á búinu eru einnig tveir hestar. Auk ágætra gripahúsa er þama stór hlaða með votheysgeymslum. Hesthús, verkfærageymsla og viðgerðarverkstæði. Þar er einnig stór komhlaða í smíðum. Allt er þarna vel um gengið og bendir til áhuga á þvi að fara vel með og sóa ekki peningum til ónýtis, enda er mér sagt að búið beri sig. Það gera og rikisbúin á Kleppi og Vífilsstöðum. Finnst mér það vera saga til næsta bæjar og má vel halda á lofti, svo fráleitt, sem það hefur þótt hingað til, að rikisrekstur í nokkurri mynd gæti borið sig. Ekki mun ætlunin að auka þarna mikið gripafjölda frá því sem nú er. Hins vegar verður eitthvað haldið áfram hóflegri ræktun með sáðskiptum og venjulegu við- haldi ræktimarmannvirkja. Forsetinn lætur sér mjög annt um bú °g byggingar á Bessastöðum, og hefur það sem „hobby“ frá sínu ábyrgðarmikla starfi. Eftir þvi sem verða má, miðar hann starf sitt við og mótar af þjóðlegum erfð- um með hæfilegri hliðsjón af framtíðar- þörfum lítillar þjóðar, sem sjál'fs sín vegna og annarra verður að fylgjast með tíman- um. I’að hefur fallið í hans hlut að móla og skapa markalinurnar fyrir þessu æðsta embætti hins endurborna lýðveldis. Það virðist herra Sveinn Bjömsson hafa gert af svo miklum skilningi og hófsemd, að betra verður ekki á kosið, og er fagurt for- dæmi fyrir þá, sem við eiga að taka af honum. Bæði forsetinn og forsetafrúin, Georgia Björnsson, eru framúrskarandi gestrisin, þar sem innileg góðvild og umhyggja fjnir gestunum skipar æðsta sess. Þessi heim- sókn okkar hjóna að Bessastöðum var því mjög ánægjuleg og lærdómsrík. Ól. B. Björnsson. Horft af Hjarðarfellsbrekku. Þá suöur líturn sjáum bjartar silungsár og frjósöm lönd, þar grœnu flosi grundin skartar, gulir sandar brimótt strönd. Allt er nú um suSursveitir sundurrist af skurögröfum. Þeir plœgja, sá og herfa teitir, þaÖ holt er ungu bœndunum. Ný þar rísi blómleg býli, bœndamenning traust og sönn. Nœstu kynslóö skógar skýli, er skjóti limi upp úr fönn. Ungum gefist á því færi, íþrótt sinna og menntaþörf. Helzt samt kýs aö lröldar lœri, hagnýt landbúnaöarstörf. Kynbœtt hjörö og kálfar aldir, aÖ kýr sé nythá þörf er brýn. Hœnsirt frjósöm, hestar valdir, hvítar gœsir, spikfeit svín. Aö býlum liggi beinar traÖir, blakti fámi á liárri stöng, jarepla og rófnaraöir rœktuö hverskyns matarföng. Á hólnum standi hlynir fríöir háreist barrtré fagurgrœn. Giröi reitinn gulur víÖir, gleöji augun blótnin væn. Hulin er nú hlíöum kraftur í hana ber aÖ leggja fé, moldin skilar margfallt aftur, úr minnsta kjarna veröur tré. Býlin veröi fleiri, fleiri, fjölgi þeim er girÖa mörk. Loksins svo því enginn eiri aö ærin klippi lim af björk. Teygist gróÖur hœrra í hlíöar heppnist rœktun grenitrés. Signi rööull sveitir fríöar sunnanvert viö Snœfellsnes. ÓLAFUR JÓNSSON FRÁ ELLIÐAEY. AKRANES ÓSKAR ÖLLUM LESENDUM SlNUM GLEÐLEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS! AKRANES 127

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.