Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 10

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 10
ætlunin að minnast síðar einhverra þeirra, undir yfirskrift þessarar greinar. Með hliðsjón af þessu, virðist því réttlætan- legt að minnast hér í örfáum orðum nokk- urra hæðarmerkja á söngmálasviði þjóð- arinnar, ef það gæti bent á samhengi eða þróun, þar til — á þvi sviði sem öðrum — fer að rofa til. Sönglistin á liðnum árum. Þar sem fyrst er getið um söng á landi hér, var það á vegum kirkjunnar. Jón biskup helgi ögmundsson hefur haft skilning fyrir listgildi söngsins og gagn- semi fyrir starf kirkjunnar í því að ná til hjartans, enda var hann góður söng- maður eins og frægt er af sögu hans. Er Jón biskupsefni fór utan til vígslu og kom til Niðaróss, stóð svo á, að erkibiskup var við aftansöng, gekk Jón þá til kirkju með prestum sinum og tók fljótlega til að syngja, varð erkibiskupi svo hverft við það, að hann leit aftur og fram um kirkj- una, því að hann vildi vita, hver sá mað ur væri, er slika rödd hefði. Biskupinn hafði stranglega bannað klerkum sínum, yngri sem eldri, að líta fram í kirkjuna meðan tíðir væru sungnar og lagt refs- ingu við. Eftir aftansönginn spurðu klerk- ar erkibiskupinn, hvi hann hefði sjálfur hrotið þau lög, er hann hafði sett. Erki- biskup kannaðist við það og mælti: „Satt segi þér, en þó er nú sök til, því at þvílíka rödd heyrða ek aldri fyrr af nokkurs manns barka út ganga, ok má hún held- ur þykja engla röddum lík en manna“. „Virðist og svo mörgum, bætir sagan við, „at hinn heilagi Jón hafi allra manna best verið raddaður í þann tíma“. Jón biskup helgi kom á fót fyrsta söng skóla á Islandi, þegar er hann hafði tekið við biskupsdómi á Hólum. Kennarinn var heldur ekki valinn af verri endanum, franskur klerkur Ríkini, „sem svo glöggur var í sönglist og minnugur, að hann kunni utanbókar allan messu-söng ársins, bæði í dagtíðum og óttusöngum, með ör- uggri tónasetning og hljóða grein, og því réðust margra góðra manna börn undir hönd þessum tveim meisturum, sumir að nema latinu, en aðrir söng eða hvort tveggja“ — — „Meðr. tíða upphafning hófst í kirkjunni fagurlig samhljóðan söngsins í kórinum, ok hófst sætlig hljóð raddanna". J>essi merkilegi söngskóli, sem stofn- settur var rétt eftir aldamótin 1100 hefur áreiðanlega haft mikilvæg áhrif og þýð- ingu fyrir ísl. söng- og kirkjulif um marg- ar aldir. Ef til vill má þangað rekja sam- hengi í sönglífi þjóðarinnar allt til þessa dags. Þ. e. þangað til viðreisnin hefst á því sviði sem öðrum, eftir ára- og aldalægðir. Þess er getið, að Þorlákur biskup Þór- hallsson, hin'n helgi, i Skálholti á siðari hluta 12. aldar, hafi verið söngmaður mik- ill. Um hann segir sagan: „Hann las fagrliga ok söng sætliga“. Sögur og sagnir greina áfram frá ýmsum góðum söng- mönnum, biskupum, svo sem Páli Jóns- syni, systursyni Þorláks biskups, prestum og munkinn. Hefur hin kaþólska kirkja hér lagt mikla rækt við söngmenntina, og þannig haldið uppi merki Jóns biskups, meðan hennar naut við. Hinn mikli garpur Guðbrandur biskup. var hér scm annars staðar liðtækur og lét að sér kveða, því að hann gaf hér út 'fyrst- ur manna ísl. sálmabóksöngsbók, hinn margumtalaða Grallara, en það var 1594. Formála fyrir þessari fyrstu útgáfu Grall- arans ritaði Oddur biskup Einarsson. For- máli þessi mun vera það fyrsta, sem á íslandi er prentað um söng. Aftan við 6. útgáfu Grallarans er: Appendix, sem er stutt undirvísun um einfaldan söng. o. s. frv. Þessi Appendix er 7 bls., er eftir Þórð biskup Þorláksson, og hin fyrsta söng- fræði, sem prentuð hefur verið á íslenzku. Við þetta stutta söngfræðilega ágrip var svo búið við í hálfa aðra öld, þangað til söngfræðiágrip Magnúsar Stephensens kom út aftan við sálmabókina 1801, hina frægu aldamótabók, „Leirgerði“. Hér hefur nú verið stiklað á stóru um söng og söngmennt á landi voru fram að 1800. Með hinum lútherska sið minnkar söngur prestsins, tónið — eins og við köllum það. Af eftirfarandi má sjá, að hinum fyrstu lúthersku biskupum hefði þótt guðsþjónusturnar setja niður, þegar hætt er að „syngja" messu að kaþólskum sið. Um þetta segir Bjarni Þorsteinsson, Isl. Þjóðlög bls. 42: „Fyrst framan af var latínusöngurinn þó ekki útilokaður með öllu, er svo að sjá af formálanum fyrir 2—5. útgáfu Grallarans, að Guðbrandur biskup hafi ekki viljað, að latinusöngur- inn félli alveg niður, og i formálanum fyrir 6. útgáfunni segir Þórður biskup t>orláksson, að þá sé latinusöngurinn mjög óvíða viðhafður á landinu, að undantekn- um dómkirkjunum báðum, og þeirra vegna segist hann ekki sleppa honum al- veg, svo að nokkur munur verði á messu- gjörðinni á stórhátíðum og öðrum lielg- tun dögum. I siðari útgá’fum Grallarans er þessum söng með öllu sleppt.“ Hins vegar hefur hinn lútherski siður gert sönginn einhæfari og almennari, því að hinir fyrstu lúthersku biskupar fara að láta syngja sálma á íslenzku. Hinn fyrsti lútherski biskup á Norðurlandi Ölaf- ur Hjaltason, (eftirmaður Jóns biskups Arasonar) var hinn fyrsti biskup, sem tók sér fyrir hendur að þýða útlenda sálma á ísl. tungu. 1 biskupstíð Jóns Arasonar hefur hann meira að segja verið farinn að láta syngja lútherska sálma, og Jón biskup setur hann frá prestsembætti, fyrir að láta syngja lútherska sálma í Laufás- kirkju í Eyjafirði. I kaþólskum sið fór megin hluti mess- unnar fram á latínu, sem landsfólkið skildi ekki. Hins vegar var það megin sjónarmið hins lútiherska siðar að gera söínuðinum skiljanlegt það, sem fram fór í guðsþjónustunni og helzt að gera hann þátttakandi í hinni kirkjulegu athöfn. Þetta á vafalaust mikinn þátt i útbreiðslu söngsins hér á landi. Þá hefur sönghneigt fólk smátt og smátt farið að læra sálma- lögin og syngja þau, eitthvað við mess- urnar, en einnig í heimahúsum. Fyrir siðaskipti hafa og verið iðkaðir gleðisöngv- ar meðal almennings hér á landi, en þó sjálfsagt alveg sérstaklega eftir þau. Nú kemur nýr maður til sögunnar, Magnús Stephensen, dómstjóri, sem á þessu sviði sem ýmsum öðrum, hafði mik- ilvæsg og merkileg áhrif til mannúðar og menntunar. Faðir hans og þeir frændur voru ágætir söngmenn og kunnu að spila á langspil, sem var algengasta hljóðfærið á íslandi á þeim tíma. Magnús er fyrsti maðurinn, sem kemur með orgel til lands- ins, spilar sjálfur á það og kennir öðrum. Það er riotað til söngs í heimahúsum og við messur, bæði á Leirá og Innra-Hólmi. Magnús var þarna sem annars staðar langt á undan sinni samtíð og óþreytandi í að upplýsa þjóðina, mennta hana og manna. Magnús gaf út nýja sálmabók, eins og áður er að vikið. Um hana urðu miklar deilur eins og oftast þegar breytt er til frá hinu gamla. Enda þótt Magnús fengist eitthvað við að yrkja, verður hann vart talinn skáld og enginn smekkmaður á ifagurt mál. Hins vegar hefur Magnús áreiðanlega haft mun meira vit og skiln- ing fyrir góðum söng. má það nokkuð marka af formálanum fyrir sálmabókinni, en þar segir hann m. a.: „að hver gauli í <belg og keppist máta- og aðgreiningar- laust, sumir að grípa hver fram fyrir annan, og sumir að draga seiminn hver öðrum lengur“. Þá finnur hann að þvi, hve mönnum sé gjarnt til að syngja allt of sterkt, þar sem „æðarnar verði upp- blásnar á höfði og öllu andliti af ofsan- um“. Þetta á sjálfsagt, — eða aðallega — við kirkjusönginn, og er sennilega i aðal- atriðum rétt, þótt eitthvað sé öfgakennt. Og það er síður en svo, að þetta sé ótrú- legt, því að jafnvel eru þessa dæmi enn í dag, þrátt fyrir alla memitunina, sem síðan hefur flætt yfir landið á hinu söng- lega sviði. Auk þess, sem Magnús hefur haft góða rödd, hefur hann verið musik- alskur og sönglærður, og einnig haft gott tækifæri um margra ára skeið, að kynn- ast góðum söng með öðrum þjóðum. 1 þessari bók Magnúsar Stephensens sjást fyrst prentaðar nótur eins og nú tiðk- ast. Einnig segir Magnús svo í foimálan- um: „Annars er mikillega óskandi, að hver og einn, einkum prestarnir, létu sér al- varlega umihugað vera, ásamt bók þessari 130 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.