Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 13

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 13
VIII. Allir eru þeir svipaðir. Af því, sem hér var sagt má sjá, að Steinunni þykir vænt um Kinverjana og að þeim hefur þótt vænt um þau hjón, og verður þess örlítið getið betur siðar. Þangað til Kínverjar fengu nasasjón af vestrænni menningu, voru þeir einrænir, óþjálir og tortryggnir. Þeir eru þyrstir í menntun og góðir námsmenn. Þeir tóku þeim hjónum sífellt betur og betur og vildu með öllu móti greiða götu þeirra og með engu móti missa þau. Þau urðu margvíslega þessarar vinsemdar þeirra að- njótandi á hinum langa starfstima. Þegar til lengdar lét og Steinunn fór að kynn- ast þeim rækilega, fannst henni þeir vera mjög líkir ameríkumönnum í öllu nema útliti. Fjöldi þeirra eru stöðugir í trúnni. Margir þeirra eru hálærðir menn, bæði á sviði guðfræðilegra fræða og í lækna- visindum. Reynsla þeirra í sambandi við þennan gula kynflokk virðist koma vel heim við þær rannsóknir, sem upp á síð- kastið hafa leitt í ljós, að litarhátturinn einn skeri enganveginn úr um hæfileilca fólks, heldnr sé eðli fólks og upplag svo einkennilega líkt hvað öðru, aðeins ef það hljóti sömu kjör, uppeldi og aðstæður í lifinu. IX. Eftir langan starfsdag. Eftir meira en 40 ára þrotlaust, áhyggju- samt starf, fjærri ættjörð og öllum vinum, þykir hinni öldruðu konu það helzl skyggja á, að lífið sé nú of næðissamt. Að þurfa aðallega að lifa upp hið liðna í hug- anum. t Öteljandi sögur gæti hún sagt af neyð og umkomuleysi, þráa og þekkingarleysi fólksins, ógnum og eyðileggingu. En einn- ig hefur hún notið þess að vera vottur aó miklum dásemdum, ótal kraftaverkum á borð við það, sem gerðist í fyrstu kristni, þar sem hinu ömurlegasta lífi og vonleysi hefur verið breytt í sigursöng, frið og sanna gleði, yfir dásemdum hins mikla skapara himins og jarðar. Hún man menntunarskortinn, en líka 9000 glaða stúdenta — aðeins í þeirra umdæmi, — sem þráðu að menntast, sjálfs sín vegna og þjóðar sinnar. Að námi loknu ei'u þetta hinir lærðustu menn, ágætir læknar, prestar og þjóðfélagshorgarar, engu síður en hinir vestrænu stéttarbræður þeirra. Að vonum verður frú Steinunni oft hugsað til mannsins síns, hins mikla hjálparmanns munaðarleysingjanna i tug- milljóna hafinu í austri. Maður hennar hét Charles Arthur Hayes, fæddirr i Rugby, Illinois, 1872. Faðir hans var kenn- ari og síðar bóndi, (af áhuga á búskap). Hann var af mjög góðum ættum kominn, af frönskum Hugenotta-ættum,sem flýðu Frakkland vegna trúar sinnar. Nákominn ættingi lians var varaforseti Bandaríkj- anna. Þegar Hayes var 14 ára gamall, fluttu foreldrar hans til Kalifomiu, og þar áttu þau heima síðan. Menntunar- og starfs- ferils dr. Hayes liefur að nokkru verið getið hér að framan. Árið 1921 var hann útnefndur heiðursfélagi i Ameriska lækna- félaginu. Hann var og útnefndur heiðurs- félagi Kinverska Rauða-krossins. Dr. Hayes var yfirlæknir eins stærsta sjúkra- hússins i Canton. Hann var af kínversku stjórninni sæmdur gullmedalíu fyrir langt og giftudrjúgt starf í Kína. Árið 1936 færðu kínverskir samstarfsmenn hans við Leung Kwang sjúkrahúsið í Canton hon- um þakkarávai-p, þar segir meðal annars- „Dr. C. A. Hayes hefur ár eftir ár þjónað Drottni sinum með trúmennsku, sjúkl- ingum sinum með kunnáttu og kærleika og aðstoðarfólki sínu með sanngimi og lipurð. Alkunnugt er, að hann hefur hlot- ið virðingu þjóðar vorrar og kærleika sjúklinganna“. Aðalræðismaður Banda- ríkjanna í Canton lét svo ummælt við þetta sama tækifæri: „Dr. C. A. Hayes er einn þeirra þriggja Ameríkumanna, er mestu góðu hefur til vegar komið í Suður- Kína“. 1 áheyrn frú Steinunnar má aldrei minnast á störf eða hæfileika hennar, menntun, mannúðarverk eða medalíur. En eftir öðrum leiðum er vitað, að hún hefur í ýmsum efnum verið jafnoki manns síns, bæði í boðun Orðsins, og með út- breiddan faðm og læknishendur til líknar og láns þeim, er sátu í skugga lífsins. Ekki mun það sízt hafa komið i ljós á hinum þungbæm striðstimum í Kína, þeg- ar þeim hjónum var falið eftirlit með mörgum sjúkrahúsum og stórkostlegu líknarstarfi meðal kinverskra öreiga. Þegar frú Steinunn fór aftur til Kína 1947-, þá nær áttræð að aldri, var hún viðstödd afhjúpun minnisvarða um dr. Hayes, er kínverjar reistu honum. Má af því nokkuð marka, hversu starf hans hefur verið víðtækt og metið. Einn son eignuðust þau hjón. Hann var með þeim, er þau komu hingað til lands !9°95 þó aðeins 4 ára. Hann er nú prófess- or við háskóla í Norður-Karólína — fylki í Bandaríkjunum, kvæntur amerískri konu. Draumalandið heillar. Eins og laxinn leitar heimkynna sinna, þrá flestir menn ættjörð sína og bernsku- stöðvar, jafnvel þótt barnsskónum einrnn hafi verið slitið þar. Þessi seyðandi þrá er oft áleitin og við- varandi, þótt atvikin geri ýmsum ekki mögulegt að lifa þar, nema í draumum sínum ocr logskærum minningum hinna AKRANES t33

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.