Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 17

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 17
skólann á Isafirði, og var Torfi Halldórs- son, skipherra og útgerðarmaður á Flat- eyri, forstöðumaður þess skóla. Hvenær er farið að nota áttavita hér? Hvergi hef ég séð á prenti neinar til- gátur um það, hvenær farið var að nota áttavita hér á landi. Sennilega hefur það verið strax á 19. öldinni, er íslendingar sjálfir eignuðust dekkskip sin og f'óru að sigla á milli landa. Þeir, sem lærðu stýrimannafræði, hafa fyrst og fremst lært á áttavita og sjálfsagt eitthvað að rannsaka þá og einföldustu leiðréttingar á þeim. Það er sem sagt ekki nóg að eignast áttavita, því að af ýmsum og ólíkum ástæðum geta þeir færst úr lagi og orðið óábyggilegir. Páll Halldórs- son, skólastjóri stýrimannaskólans er fyrsti maður hér á landi, sem tekur að sér að leiðrétta áttavita fyrir skipin og gerir lítillega við þá, þetta er 1902 eða 3. Páll lærði eitthvað slika rannsókn i Eng- landi. Eftirtöldum mönnum kenndi Páli að leiðrétta áttavita: 1. Sveini Þorsteinssyni skipstjóra á Siglu- firði. 2. Jóhannesi Júuíussyni, skipstjóra á Ak- ureyri. 3. Eiríki Einarssyni, skipstj. á Isafirði. 4. Árna Vilhjálmssyni, skipstjóra á Seyðisfirði, og 5. Sigfúsi Schving í Vestmannaeyjum. Á seglskipunum, voru aðallega eða ein- göngu notaðir „þurrkompásar“. En eftir að vélaöldin hefst, var sérstaklega farið að nota ,vökvakompása“. I3ótti það hent- ugra, m. a. vegna hristings, sem vélarnar orsökuðu. Aðalreglan er að gera allt rétt, en hugsa minna um að verða ríkur. Næsti maður, og sá, sem mest hefur gert að þvi að leiðrétta og lagfæra hér átta- vita er Konráð Gíslason, skipstjóri, Hafn- firðingur að ætt og uppruna. Hann hefur eigi aðeins gert lítillega við áttavita, held- ur smíðað þá að verulegu leyti. Konráð er fæddur 1903. Hann tekur próf við Stýrimannaskólann 1927 og fer þegar á togara. Vegna veikinda varð hann fljótlega að hætta við að stunda sjó og dett- ur þa i hug að læra kompásaleiðréttingar og viðgerðir. I þessu skyni fer hann til Englands vorið 1928. Kemmst hann til á- gæts firma: John Lilley & Son í Nortii Shields, er smíðaði áttavita og ýmis önn- ur siglingatæki. Þetta sama haust fer Kon- ráð heim fulllærður með ágætum vottorð- um um kunnáttu og þessu heilræði, er forstjóri þessa gamla ágæta firma gaf hon- um: Að gera alltaf rétt, en hugsa minna um að verða ríkur“. Með þessa kunnáttu og vegarnesti bjóst Konráð við, að sér væru allir vegir færir heima. í fyrstu ætlaði þetta þó að ganga nokkuð illa. Hann vildi þegar afla sér full- kominna réttinda, svo að hann gæti aug- lýst leiðréttingar og viðgerðir á áttavitum. Frá lærifeðrmn sínum í Englandi fékk Konráð mjög gott meðmælabréf, þar sem talið var, að hann hefði lært þetta starf og væri vel hæfur til starfsins. Hins vega:: stóð ekki í skjalinu, að hann væri fulllærð- ur. Með hliðsjón af þessu, vildi Atvinnu- málaróðuneytið ekki veita honum fullgild- ingu til þessa starfs, enda þótt Konráð fengi beztu meðmæli frá innlendum mönnum, sem vottaði þekkingu hans og hæfni í þessu starfi. Konráð auglýsti því þfátt 'fyrir petta seint í nóvember 1928, að hann leiðrétti og geri við áttavita, en skrifaði jafnsnemma vinum sínum í Eng- landi um það, sem hér var sagt að vantaði í vottorð þeirra. Hann fékk fljótlega svar frá þeim, þar sem rækilega var bætt úr þeirri misfellu, og sýndi ráðuneytinu. Síð an hefur Konráð unnið að þessu merki- lega starfi án nokkurrar áreitni af hálfu hins opinbera. KonráS Gíslason. Fyrsti áttavitinn, sem Konráð leiðrétti, var í m.b. Armanni frá Akranesi. Það gekk allt sæmilega vel, en hann var þó liálf-smeykur og áhyggjufullur um, hvern- ig það tækist. I næsta skipi gafst hann beinlinis upp, vegna þess hve sá áttaviti var lélegur. Þann sama dag fer hann svo suður í Hafnarfjörð til að leiðrétta átta- vitann í Surprise. Þegar því verki var lokið, var hann líka hálf-smeykur, og bað loftskeytamanninn að senda sér skeyti ut- an úr sjó um það, hvernig áttavitinn reyndist. I3að gerði hann og tjáði, að vel hefði til tekizt. Ekki hafði Konráð lengi fengizt við leiðréttingar, er hann komst að raun um, að áttavitarnir eru æði misjafnir, meira að segja, þótt þeir séu frá sama firma. I verksmiðjunum mun það aðalregla að vinnumönnunum sé fengið í hendur efni í ákveðna tölu tækja, sem þeir eiga svo að fullgera og ganga vel frá á tilteknum tíma. Fari þeir niður fyTÍr ákveðið lág- mark, er hætt við að þeir haldi ekki lengi stöðunni. 1 ýmsum slíkum tilfellmn fara ýmis verkefni frá þeirra hendi talin full- smíðuð, þótt eitthvað sé ekki eins full- komið sem skyldi, ef gallarnir eru ekki svo áberandi, að augljóst sé. Oftlega verður vart ýmissa galla, sem stafa af þessmn orsökum eða öðrum. Spyr Konráð þá sjómennina spjörunum úr, t. d. hvort áttavitarnir séu stöðugir, þegar skipið veltm' eða höggvi. f mörgum tilfellum reynast þeir óstöðugir, þótt þeir séu réttir, eða réttir í logni, en afleitir, þegar skipið fer að velta. Það er margt sem getur valdið því, að áttavitar séu ó- stöðugir, t. d. þetta: Ef standoddur (pip- odd) er slitinn, ef steinn er brotinn, ef bóla er á áttavitanum, ef nálar eru laus- ar í hylkjunum, eða ef lóðning á flotinu hefur losnað. Bilanir á raflögn geta segul- magnað skipin og veldur það þá óstöðug- leika og skekkjum. Þó ekki sé nema einu þessara tilfella til að dreifa, getur það valdið vandræðmn. Þá getur járn undir áttavita — ja'fnvel langt frá, — valdið ó- stöðugleika. Um þetta var vart að ræða á skútunum í gamla daga, en mjög oft i vélbátmn og ýmsum vélaskipum, sem stafar sérstaklega af hristingnum og auknu járni og öðru í skipunum, sem truflar segulinn. Á þessu er ráðin bót, með þvi að setja halla-segul, — þ. e. lóðréttan seg- ul — fyrir ofan eða neðan áttavitann. Jafnvel þótt allt þetta, sem að framan greinir sé í lagi, getur áttaviti samt verið óstöðugur í litlmn skipmn, vegna þess, að þyngdarpunktur rósanna, — skífurnar — er of langt fyrir neðan hvílupunktimi. E>essi fjarlægð er mismunandi hjá hinum ýmsu firmum og jafnvel hjá sama firma. Þetta má laga á tvennan hátt: 1. Með þvi að hafa léttari nálar, -— að flot og rós vigti minna í löfti —. 2. Með því að stytta millibilið inilli hvílu- punkts og þyngdarpunkts. Eins og áður er sagt fann Konráð í ýms- um tilfellum, að áttavitarnir voru gall- aðir og eftir nákvæma athugun og heila- brot taldi hann sig geta lagað þetta, því að ýmsir hlutar áttavitanna þyrftu bein- línis að vera öðruvísi, til þess að þeir gætu verið réttir til frambúðar. Hann fór þvi fljótlega að breyta áttavitunum í þá átt, sem hann taldi eftir reynslu sinni, að betur mundi duga. Gerði hann það fyrst lengi, án þess að firma hans vissi nokkuð um þær lagfæringar. Þegar mn þessar breytingar er að ræða telur hann, að sér ha.fi komið að ómetanlegu gagni hin ná- kvæma umsögn og athygli sjómannanna sjálfra. „Ég taldi mér þessar umbætur heimilar af tveim ástæðum“, segir Kon- ráð: i. Það var í fyllsta samræmi við það heilræði, sem lærifaðir minn í hinu enska firma gaif mér, og ég hef reynt að fylgja: AKRANES 137

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.