Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 21

Akranes - 01.11.1950, Blaðsíða 21
ANNÁLL AKPANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega. Frá Jóni Þorvarðarsyni prófasti í Vík 150 V.r. Valtý Þorsteinssyni útgerarm. Akureyri f. 194.0 og ’go, 100 kr. Ágúst Jósefssyni fyrrv. heilbrigð- isfulltrúa Rvik, f. 1950, 50 kr. Til Bjargar Gísladóttur. Frá frú Ástu Hallsdóttur, áheit 100 kr. Frá S. H. B. 2000.00 kr. Hinn nýi barnaskóli var vigður með mikilli viðhöfn hinn 19. nóv. síðastl. Frá þvi verður nánar sagt í næsta blaði Forsíðumynd á siðasta blaði, er af nýlegu listaverki Einars Jónssonar, er hann nefnir „Þorkell Máni“. Einar yrkir enn í leirinn hinar dásamlegustu myndir nf hugmyndaauðlegð sinni og miklu speki. En hve- nær Verður þessum listaverkum hans „bjargað' i varanlegt efni? Maður stór-slasast Ágúst Sigurðsson frá Nýlendu varð fyrir al varlegu slysi við uppskipun um borð í Bjaruu Ölafssyni hinn 9. nóvember, er blökk bilaði og datt ofan á Ágúst, með þeim afleiðingum, að höf- uðkúpan brotnaði og dalaðist á fleiri stöðum. 4 rif brotnuðu og auk þess hruflaðist hann mikið á baki. Þetta ógurlega áfall varð þess valdandi að hann lamaðist í fótum. Það er undravert að maðurinn skyldi ekki láta lífið þegar i stað. Ágúst var þegar fluttur til Reykjavikur á spitala. Honum liður ótrúlega vel eftir atvikum. Hann mun um 15 desember geta aðeins farið að klæðast. Hugsanlegt er að hann verði eitthvað vinnfær, þótt það eigi nokkuð langt í land. Ágúst er hraustmenni, meira en í meðallagi, að þola slikt sem hér hefur verið lýst. Það er sjálf sagt mjög óvanalegt. Aflaskýrsla til og méS 8. des 1950. Aðalbjörg ............................ 167595 Bjarni Jóhannesson ................... 234895 Ásbjöm ............................... 308900 Ásmundur ............................. 221865 Böðvar ............................... 277945 Farsæll ............................. 243660 Fram ................................. 149315 Fylkir ................................ 85525 Haraldur .............................. 19745 Hrefna ............................... 270160 Keilir ............................... 345700 Sigrún ............................... 148300 Sigurfari ............................ 217550 Sveinn Guðmundsson ................... 349435 Svanur ............................... 326730 Valur ................................. 3792o Guðmundur Þorlákur.................... 230220 Ólafur Magnússon ......,............. 156075 Fanney ................................ 12340 Gotta ................................. 23730 Samtals 3827605 Kaupendur aflans: H. B. & Co. Frystihúsið ............ 237490 sami Niðursuðan ............... 81845 sami Saltað ................. 1716600 Heimaskigi h.f...................... 130425 Fiskiver h.f. F.A................... 162960 sami Saltað .................. 694430 Ásmundur h.f. Saltað ............... 472035 S. F. A............................. 331820 Samtals 3827605 Gamall siður orðinn nýr. Þau merku tiðindi hafa gerst hér, að Gagn- fræðaskóli Akraness hefur nú nýlega tekið upp þann gamla góða sið að lesa bæn og syngja sálm — til að byrja með — á hverjum mánudagsmorgni. Þetta hefur þegar verið gert nokkrum sinnum, og virðist þegar gefa góða raun og fara vel og virðulega fram. Slikar helgistundir munu gera hverjum skóla mikið gagn, og er ef til vill það sem marga skóla vantar, til þess að geta talist uppeldisstofnanir, i þeirri merkingu sem leggja á í það orð. Einhvem annan dag vikunnar er svo hugsað að byrja með því að helga ættjörðinni sérstaklega, og syngja þá ættjarðarljóð. Eftir áramótin mun þessi ágæti siður að likind- um verða tekinn upp i bamaskólanum hér lika. Afli og afrakstur. Hér hefur verið liflegt og mikil vinna eftir að togaraverkfalls-vitleysunni létti. Allur karfi af Bjama Ólafssyni hefur verið flakaður, en Karls- efni og Oranus hafa lagt sinn afla upp í bræðslu í verksmiðjuna hér. En auk þessa, hafa bátamir fiskað og lagt hér upp mikla sild, til söltunar, frystingar og til útflutnings isvarða. Gagnvart afrakstrinum skiptir það miklu máli, hvort fiskurinn er fullunninn til útflutnings eða hann er seldur úr landi sem hálfgert hráefni, það sést bezt hér á þessu hausti, því fremur sem t. d. karfinn er seldur fyrir mikið verð og eftirsóttasta gjaldeyri. Er augljóst mál hvert axarskaft það hefur verið og ábyrgðarleysi, að stöðva togarann frá þessum veiðum í allt sumar. Héðan af þýðir ekki að sakast um það, en það ætti að get orðið holl leiðbeining í framtíðinni, að láta ekki henda slíka heimsku og þursahátt. Sildveiðin hér sunnanlands hefur mikið bætt úr hallærinu fyrir norðan í sumar, og um það sem hér hefur áunnist er ekkert í óvissu, því allt er það selt fyrir erlendan gjaldeyri eða vörur sem hingað jiarf að kaupa. Eg hef reynt að gera mér grein fyrir afrakstri aflafanga fyrir bæjarfélagið í heild, en það er í stórum dráttum sem hér segir: Síldaraflinn er nú kominn yfir 40 þúsund tunn- ur, og mun fersk-verð hans því nema um 3,2 millj. kr., jiar af fellur til skipverja um 1,6 millj. Af þessari síld hefur verið saltað til útflutnings, rúml. 20 jiúsund tunnur. Mun láta nærri að sölt- unarlaun og allur annar kostnaður við hverja tunnu, nemi sem næst 50 kr., eða samtals ca. 1 millj. kr. Að auki er svo öll vinna við frystingu beitusíldar og við ísun í skip til útflutnings, en til Þýzkalands var liéðan sendur 1 skipsfarmur af ferskri síld, á vegurn Haraldar Böðvarss. & Co. Otflutningsverðmæti saltsíldarinnar hér frá Akranesi mun nema rúmum 6 millj. króna. Karfinn. B.v. Bjarni Ólafsson hefur stundað karfaveiðar frá 24. okt. og hafði fiskað til 8. des. s.l. um 1380 tonn, en megin hluti aflans var frystur til sölu á bandariskan markað. Fyrir þennan afla fær skipið sem næst kr. 672.300.00. Þótt þessar veiðar séu frekar á veiðarfæri og ýmsan kostnað, eru þær sjálfsagt mun tryggari nú heldur en hinar vafasömu siglingar með isfisk á erlendan markað. Það er þá heldur enginn smávegis auka gróði sem meta má bæjarbúum til viðbótar, meðan afl- inn er unninn á jiennan hátt. Allar afurðir karf- ans eru nú í háu verði, flökin, lýsið og mjölið. Þannig mun nú hægt að selja mjöltonnið fyrir 47 sterlingsp. f.o.b. og karfalýsi fyrir 110 sterl- ingsp. f.o.b. Vinnulaun í sambandi við karfavinnsluna hefur fram til 8. desember verið sem hér segir: Haraldur Böðvarss. & Co., rúmar . . 200.000.00 Heimaskagi h.f. rúml........... 100.000.00 Fiskiver h.f........................... 94.000.00 Sildarverksmiðjan um .................. 79.000.00 Eða samtals kr. 473.000.00 Hér hafa svo að segja allir bæjarbúar verið uppteknir við, karlar og konur. Ekki aðeins lausa- konur eins og sagt var í gamla daga, heldur ung- ar stúlkur, nýgiftar konur og eldri húsmæður. Þessi mikla vinna hefur ekki farið framhjá nein- um, nema þá helzt blessuðum bílstjórunum. Hjónabönd; 4. nóv. Jón Sigurðsson Jónsson, netagerðarmað- ur, Vesturgötu 37, og Guðrún Karitas Alberts- dóttir, ungfrú, Kirkjubraut 21. 25. nóv. Bjami Halldór Egilsson, trtésmiður, Skólabraut 23, og Petrina Salóme Gisladótti’r, ung- frú, s. st. 25. nóv. Óskar Ásmundur Jónsson, bilstjóri Skagabraut 7, og Helga Jóna Sveinsdóttir, ung- frú s. st. Sr. Jón M. Guðjónsson gaf saman. Dánardægur: 2. okt. Jón BrancLsson, bóndi í Vík i Innra- Akraneshreppi. Hafði búið þar í 2 ár. Var lengi í Hafnarfirði og stundaði sjó. 25. okt. Gunnar Bjarnason, Vesturgötu. Fædd- um 13 júní 1895 á Sandhólaferju í Ásahreppi. Kvæntur Helgu Sigurðardóttur frá Þaravöllum. Átti um mörg ár við ólæknandi sjúkdóm að striða. 11. nóv. Þorsteinn HafliSason, sjóm., Skóla- braut 8. Fæddur 25. maí 1906 í Bergsholstskoti Staðarsveit. Ókvæntur. Dó á sjúkrahúsi i Rvik. 17. nóv. Áslaug Sigvaldína Egilsdóttir, Jaðar braut g. Fædd 31. marz 1891 í Mýrarkoti á Bæjar- klettum í Hofshreppi í A.-Húnavatnssýslu. Ekkja, bjó lengi með manni sinum á Sauðárkróki. Flutt- ist til Akraness 1945. Kolaleysi er nú mikið í bænum, þar sem skipi því sem koma átti hingað með kol hefur seinkað mjög mikið. Ekki lækkar kolaverðið við að sækja þau til annarra staða. Hvað var fallegt við hana? Konan: —- skelfing glápir þú á mig núna, mað- ur. Þú ert þó ekki vanur að gefa mér hýrt auga í seinni tið. MaSurinn: — Ég er að brjóta heilann um það, hvað það eiginlega hafi verið, sem mér þótti fal- legt við þig, þegar ég bað þín. 141 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.