Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 4
gefið sig að ritstörfum eingöngu. En Griff ith var enginn flautaþyrill að eðlisfari, og hann hét því að gera vel, jafnvel bet- ur en fyrirrennarar hans og keppinautar í faginu. En áður en hann tók til óspilltra málanna, lét hann sýna sér nokkrar kvik- myndir, sem hann athugaði mjög gaum- gæfilega. Það, sem hann sá, var ekki neitt sérstaklega merkilegt. Honum varð léttara um hjartaræturnar og hann var viss um það, að hann gæti gert betur. Hann gerði sér þegar grein fyrir því, hvað hann ætl- aði sér að gera. Hann valdi leikendur í þessa mynd sína með óvenjulegum hætti. Hann valdi aðalleikarana í myndina á götu úti. Hann var staddur niður á Brod- way, þegar hann kom auga á manninn, sem hann vantaði, en það var Arthur John son, er síðar varð eftirsóttur og frægur kvikmyndaleikari. 1 aðal-kvenhlutverkið valdi hann konuna sína, Lindu Arvidson, sem stundum hafði fengið „sta.tista“-hlut- verk. En svo fékk hann allvelþekktan leikara til þess að leika „skúrkinn“ í myndinni , en það var Charles Inslee. Griffith lagði meiri rækt við leikara val- ið en aðrir kvikmydnaleikstjórar höfðu gert á undan honum. Og sem kvikmynda- tökumann valdi hann Billy Blitzer, sem var hægri hönd hans þaðan i frá. Fyrsta mynd Griffiths hlaut nafnið The Adven- tures of Dolly (Ævintýri Dollýar). Þetta var einþáttungur, eins og þá var venjan, og söguþráðurinn fremur barnalegur. Zi- gaunar stela ungri bóndadóttur í hefndar- skyni við föður hennar, sem lúskrað hafði einum þeirra með svipu fyrir tilraun til að raena peningum af konu hans. Zigaun- amir fela telpuna í vatnstunnu, setja tunnuna upp á vagn og aka með ofsa- hraða yfir brú á vatnsfalli, sem þar rann. En þá vill svo til að tunnan dettur af vagninum og fellur í ána með telpunni í. Tunnan berst með straumnum yfir flúðir og fossa, unz hún nemur staðar í lygnu, þar sem drenghnokkar eru að dorga. Þeir heyra eitthvert einkennilegt hljóð úr tunn- unni, taka lokið af henni, og þar finna þeir Dollý og bjarga henni. Þeir koma telpunni til foreldra hennar, sem þykjast hafa hana úr helju heimt. — Kvikmynd þessi var 713 fet á lengd, en þá þótti hún of löng, og jafnvel Billy Blitzer lét orð um það falla við Griffith, en mörgum ár- um síðar lét Billy svo ummælt, að í þéssu sem öðru hefði Griffith verið mörg ár á undan samstarfsmönnum sínum. En þótt Griffith væri viðvaningur í faginu, þá þoldi þessi fyrsta kvikmynd hans saman- burð við myndir reyndari manna. Og for- stjóramir hjá Biograph hafa vafalaust ver- ið ánægðir með myndina, því að þeir gerðu samning við Griffith um $ 45.00 laun á viku og eitt pro mille prósentur af hverju feti, sem þeir seldu af þeim kvikmyndum, sem hann kynni að gera. 1908 gekk Griffith í þjónustu Biograph- félagsins. Griffith þreyfaði sig hægt áfram í þess- ari nýju listgrein og hann lét frá sér fara fimm kvikmyndir á fjórum vikum. Allar voru kvikmyndir þessar í sama „dúr“ og aðrar kvikmyndir, sem á markaðinn komu og Griffith hélt sér við það form, sem Edwin C. Porter hafði gefið þeim. Ef kvik- myndir Griffiths höfðu einhverja kosti fram yfir kvikmyndir annarra leikstjóra, þá var það vegna þess, að hann lagði meiri rækt við undirbúninginn og byrjaði ekki hverja „töku“ fyrir sig fyrr en hann var búinn að láta leikendurna æfa atriðið oft- ar en einu sinni. Flestum fannst þá þetta óþarfa timaeyðsla, en þó fór svo að lokum, að allir tóku þetta upp. En þessi reynsla Griffiths sem leikstjóri, opnaði augu hans fyrir takmörkum kvikmyndanna. Hann sá þörfina á því, að geta lagt áherzlu á ákveðna athöfn eða ákveðið látbragð til þess að geta túlkað það á áhrifaríkan hátt, sem var að gerast í hugskoti söguhetjunn- ar, eða annarra persóna, og skapað við- eigandi „andrúmsloft“ eftir efni og kröf- um myndarinnar. En það var með þetta eins og svo margt annað, það var auðveld- ara að koma auga á þörfina en ráða bót á henni En Griffith var ákveðinn í þvi að gera tilraun, enda þótt húsbændur hans væru ekkert sérlega hrifnir af þvi og litu allar nýjungar í kvikmyndagerð tor- tryggnisaugum. Hann valdi sögu eftir Jack London, Just Meat, til þess að kvik- mynda í tilraunaskyni, ef svo mætti segja. Hápunktur sögunnar var það, að tveir þjóf- ar fara að tortryggja hvorn annan. Áhrif- in.af þessu atriði voru undir því komin, hvernig það tækist að fá áhorfendurna til þess að skilja þær hræringar, sem áttu sér stað í hugum þjófanna. Eina aðferð- in, sem notuð var til að túlka hugrenning- ar leikarans var að ,,tvítaka“ þ. e. láta mynd birtast fyrir ofan höfuðið á leik- araniun eða söguhetjunni af þvi, sem hann átti að vera að hugsa. Þetta byggð- ist á þeim forsendum frá dögum Meliers, að kvikmyndavélin yrði æfinlega að standa í „sporum“ áhorfendanna, horfa á atburðina frá þeirra sjónarsviði, og í öðru lagi, að leika þyrfti sérhvert atriði til enda, áður en breytt yrði um stöðu vélarinnar. Griffith hugðist koma af stað gerbreyt- ingu. Honum datt í hug, að færa kvik- myndavélina nær leikarnum, jafnvel al- veg upp að andlitinu á honum svo að á- horfendurnir gætu séð svipbrigðin á and- liti hans, er túlkuðu þær hræringar, sem ættu sér sað í vitund hans. Þetta nefnist nú close-up, eða nærmynd, og þykir alveg sjálfsagður hlutur, en þá hafði enginn lát- ið sér til hugar koma, að breyta stöðu vétarinnar í miðju atriði. Þess vegna var þetta harla djarft tiltæki. Þetta var geysi- lega mikilvægt skref i þá átt að losa kvik- myndirnar frá leiksviðinu og gera þær að frjálsu og óháðu listformi. Þessi tilraun Griffiths var svo áhrifarík, að hann hikaði ekki við að nota þessa tækni í öllum sín- um myndum eftirleiðis, og margir aðr- ir tóku nú þetta upp eftir honum. Griffitli hugkvæmdist nú, að nota þessa tækni í enn ríkari mæli í kvikmynd, sem hann hugðist gera eftir kvæði Temysans: Enoch Arden. En forstjórar Biograph voru and- vigir þessu á þeim forsendum, að í efni þessu væru engin átök og enginn eltingar- leikur. En Griffith lét ekki af þessari á- kvörðun sinni. Hann sá hylla undir mögu- leika í kvikmyndum, sem var óháður öll- um áflogum og barsmíðum. Og í þessu til- komumikla kvæði sá hann möguleika til þess að geta beitt þessari tækni sinni á áhrifaríkan hátt. Close-up hafði ekki sést i Amerískum kvikmyndum frá því aft Porter notaði það í Lestarráninu fimm ár- um áður, en hann notaði það sem eins- konar leikbragð. (ÍJtlagi einn er látinn hleypa af byssu framan i áhorfendurna). Griffith hugðist nota þetta i Enoch Arden til eflingar hinnar dramatísku „stemn- ingar“ i myndinni. Griffith var jafnvel svo djarf'ur, í þessu efni, að í því atriði, þar sem Annie Lee situr áhyggjufull og biður komu mannsins síns, þá sýndi hann stóra nærmynd af andlitinu á henni. Forráðamenn Biograph-félagsins urðu verulega hneikslaðir. „Sýna höfuð á mann- eskju!“ Þetta var brot á öllum reglum kvikmyndanna. En Griffith sat fast við sinn keyp. Og hann gerði meira heldur en að sýna nærmynd af mannshöfði. Hann kom með enn eina nýjung: Þegar hann var búinn að sýna nærmynd af áhyggjufullu andlitinu á Annie Lee, þá kom mynd af manni hennar, ekki sem „draumamynd" fyrir ofan höfuðið á henni, heildur i fullri stærð, þar sem hann hafði náð landi á eyðieyju. Þetta að skeyta einu atriði inn í annað, þótti alger óhæfa, og Griffith fékk óvæga dóma fyrir þessa tilraun sína. „Þetta er sundurlaust og truflandi," sögðu forstjóramir. „Hvemig er hægt að hlaupa svona úr einu i annað? Fólk botnar hvorki upp né niður í þessu!“ En Griffith hafði svar á reiðum höndum. „Skrifar ekki Charles Dicens svona?“ „Jú, en það er allt annað að skrifa.“ „Mimurinn er ekki ýkjamikill. Þessi saga er í myndum, það er allt og sumt.“ Forstjórarnir voru mjög áhyggjufullir. Þeir skýrðu myndina upp og kölluðu hana After Many Years ( Að mörgum árum liðnum), settu hana á markaðinn og biðu í eftirvæntingu eftir því, hvernig henni yrði tekið. Þeim til stórundmnar var hún talin meistaraverk, og hún var fyrsta Ame- ríska myndin, sem talin var hæf til að senda á erlendan markað. Griffith hafði uppgötvað gmndvallar- lögmál kvikmyndanna, að „hreyfing11 í 40 A K R A N E S

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.