Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 5

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 5
kvikmynd er ekki hreyfing einhverrar persónu innan einhvers ákveðins ramma, heldur hreifingin frá einu „skoti“ til ann- ars og frá einu atriði til annars. Áður en langt um leið kom Griffith með enn eina róttæka nýjung. Það var lýsingin í myndunum. Það hafði frá fyrstu verið hefðbundin venja að lýsa ofan frá, þannig að enginn skuggi félli á andlitið, en það þótti mjög mikið smekkleysi að hafa nokkurn skugga á andliti. Þá þekktist ekki, „að mála með ljósi;“ þá þekktist ekki „dramatisk lýsing,“ að láta ljós og skugga auka hinn darmatiska þunga efnisins. Griffith sá þörfina á því, að geta ráðið ljósunum efitir þörfum og jafnvel kröf- um hvers atriðis. En kolbogaljósin, sem þá voru notuð, voru óhandhæg og fyrirferða- mikil, en gáfu mjög mikla birtu. Griffith færði þetta atriði um lýsinguna í tal við kvikmyndatökumenn sina, Marvin og Blitzar, en þeim var ekki ljóst, hvemig unnt væri að leysa þennan vanda, því að filman, sem þá var notuð, var bæði litið ljósnæm og auk þess „litblind." Griiff- ith var staðráðinn í því, að gera enn eina „tilraun.“ Hann valdi því söguefni, sem gerði kröfu til sérstakrar lýsingar: The Drunhard’s Reformation. (Björgun drykkjumannsins). I einu atriðinu áttu leikendurnir að sitja við arineld og bjarmi frá glæðunum að falla á andlit þeirra. Myndatökumennirnir sögðu að þetta væri ekki hægt og þó svo að það tækist, mundu ljótir skuggar myndast á andlitum leik- endanna. En Griffith vék ekki frá ákvörð- un sinni, og kvikmyndatökumennimir mynduðu atriðiið eins og fyrir þá var lagt. Þegar atriði þetta var sýnt á staðnum daginn eftir, létu viðstaddir í ljós aðdáun sína, og kvikmyndatökumennimir ekki síður en aðrir. Þaðan i frá var lýsingin tal- in einn mikilvægasti þátturinn í hinum dramatisku áhrifum myndarinnar. Griffith gerði sér ljóst, að ef myndin átti að verða athyglisverð, þá varð efn- ið eða sagan að vera það einnig. Þess vegna sótti hann óhikað efni í gullaldar- ritin, og áður en ár var liðið frá þvi að hann gerðist leikstjóri, hafði hann kvik- myndað verk eftir Tennyson, Jack Lond- on, Shakespeare, Tolstoy, Poe, O. Henry, Maupassant, Stevenson, Browning o. fl. Á þessu eina ári gerði hann um hundarð kvikmyndir; meðal þeirra var The Taming of the Shrew, The Song of the Shirt, Resurrection, Edgar Allan Poe, The Crick- et on the Hearth, The Necklace og The Lover’s Tale. Griffith gerði sér snemma grein fyrir þvi, að leikurinn i kvikmyndum varð að vera eðlilegur, en ekki eingöngu „listræn- ar stöður.“ Hann kostaði þvi kapps um að fá æfða leikara, en þeir voru ekki sér- lega ginkeyptir fyrir kvikmyndunum, því að þær höfðu ekki á sér neitt sérstaklega gott orð. Griffith bauð oft góðum leikurum góð kjör, þetta $ 10.00 til $ 20.00 á dag, en á þeim tímum þótti þetta mikil laun. En eins og áður segir, þótti það ekkert keppikefli að komast i kvikmyndirnar. Þó gáfu ýmsir þekktir leikarar kost á sér, svo sem Frank Powell, er siðar varð fræg- ur leikstjóri, James Kirkwood og Henry Walthall, en hann var á sinni tíð einn af stóru „stjörnunum" á himni kvikmynd- anna. öll þessi listræna viðleitni Griffiths og krafa hans til eðlilegs leiks og með- ferðar á efninu, auk hans tæknilegu „ný- sköpunar,“ gerði það að verkum, að mynd- ir hans þóttu bera af öllum öðrum, tækni- lega og efnislega. Hér er ekki rúm til þess að lýsa öllum hinum tæknilegu nýjung- um, sem Griffith kom fram með og sem urðu til þess að lyfta kvikmyndunum upp i nýtt og æðra veldi og gera þær að sjálfstæðu og óviðjafnanlegu listformi. Tækni hans er notuð enn í dag og verður ekki breytt. Fyrstu tvö árin lét Griffith hvergi nafn sins getið á kvikmyndum þeim, er hann gerði; þær voru aðeins auð- kenndar með stöfunum „A B,“ en hvar, sem myndir með þessu einkennismerki voru sýndar, þyrptist fólk að til að sjá þær, og keppinautar hans, leikstjórar frá öðrum kvikmyndafélögum, létu ekki und- ir höfuð leggjast að sjá þær og læra af þeim nýja tækni, sem þeir hagnýttu sér í sínum eigin myndum. Þegar Griffith var búinn að vera eitt ár hjá Biograph-félaginu, gerði hann við það nýjan árssamning í ágúst 1909. Hann gerði sér ljóst, að það, sem hann hafði afrekað allt til þessa, var aðeins undir- bimingur að þvi, sem hann hafði hug á að gera. Hann hafði í marga mánuði leit- ast við að fá samþykki forstjóranna til þess að mega kvikmynda kvæði Brown- ings Pippa Passes, en þeir þumbuðust æfinlega við, þvi að þeim fannst ekki „matur“ í neinu, nema slagsmálum og eltingarleik og „björgun á seinustu stimdu.“ Að lokum létu þeir þó tilleiðast. Kvikmynd þessi skyldi vera fjórþætt. Hún skyldi sýna morgimn, miðdag, kvöld og nótt. Hún gerði því kröfu til ákaflega vandasamrar lýsingatækni, sem hvorki Griffith né nokkur annar hafði áður reynt. Hinir þaulvönu kvikmyndatökxunenn hans, Marvin og Blitzer, voru enn einu sinni settir í mikinn vanda og voru á báð- um áttum, en gerðu þó eins og þeim var fyrir lagt.Pippa Passes varð listrænn sig- ur fyrir Griffith, og þessi sigur glæddi hann, örvaði hann til nýrra dáða og vakti hjá honum bjartari vonir um sigurvæn- lega framtíð kvikmyndanna. Hann ákvað því að helga starfi þessu krafta sína. En þó var það svo, að þegar hann sá leik á leiksviði, þá komst hann í uppnám og ef- aðist um, að allt hans mikla brautryðj- endastarf væri ekki unnið fyrir gýg. Og hann áfelldist sjálfan sig fyrir að hafa vikið út af þeirri braut, er hann hafði þráð og dreymt um: að verða rithöfundur. En eins og sakir stóðu, var þetta hin eina tekjulind hans, en hann ól með sér þá leyndu hugsun, að þegar hann væri orð- rnn frægur rithöfundin, þá mundi eng- inn vita, að rithöfundurinn, David Griff- ith, hefði einu sinni verið Lawrence Griff- ith, sem búið hafði til „lifandi myndir“ fyrir Nickleodeons, Fimmcentabióin. Inn- an tveggja ára, var hann farinn, að hafa um $ 1000.00 tekjur á mánuði og var þetta mestmegnis prósentur af kvikmyndum hans. En þó gat hann ekki fengið sig til að snúa baki við kvikmyndunum og gefa sig að ritstörfum. Þvi meira, sem hann afkastaði, þvi meira, sem hann tók að skynja af hinum duldu möguleikum kvik- myndanna, þvi fleiri urðu hin tæknilegu vandamál, er biðu lausnar og örvuðu hann til átaka. Veturinn 1910 fór hann með hóp kvik- myndaleikara til Californiu, sem þá var að byrja að verða miðstöð kvikmyndaiðn- aðarins. Þar samdi hann sögu, trúarlegs efnis, inn San Gabriel trúboðsstöðina. Griffith gerði kvikmynd eftir þessari sögu og kallaði hana TheThread of Destiny (örlagaþráðurinn). Aðalhlutverkið í þess- ari mynd, lék sextán ára gömul stúlka, Gladys Smith að nafni. Griffith hafði komið auga á hana í hópi umsækjenda og varð snortinn af hinum fagra og sakleysis- lega svip hennar. Hún varð upp frá þessu hvers manns hugljúfi á hinu hvíta tjaldi, undir nafninu Mary Pickford. Margir munu minnast hennar enn í dag frá dög- um hinna „þöglu mynda.“ Griffith vann stöðugt eins og ham- hleypa. Kvikmyndirnar streymdu frá hon- um jafnt og þétt i tugatali, og það er óhætt að segja, að þær væru hver annarri betri. Hann var stöðugt að ná æ meiri tökum á þessu nýja listformi. Það var nú ekki lengur um það að tala, að hætta. Hann var nú orðinn viðurkenndur snillingur i sinni grein og bar höfuð og herðar yfir alla sína keppinauta. En hinum skapandi anda hans var þröngur stakkur skorinn með þessum eilífu einþáttungum. Ef kvik- myndimar áttu að verða mikilvægt og skapándi listform, þá mátti ekki einskorða þær við þann tíma, sem einn stuttur þátt- ur væri að renna fyrir á hinu hvíta tjaldi. Griffith varð nú að heyja harða glimu við forstjórana hjá Biograph til að fá leyfi til að búa til mynd í tveimur þáttum, en þeir gátu ekki séð þörfina á þvi. Griffith virti bann þeirra að vettugi og bjó til nýja „útgáfu“ af kvikmyndinni Enoch Arden í tveimur þáttum. Forstjóramir tóku samt við myndinni en neituðu að selja hana í einu lagi, en almenningur heimaði af kvikmyndahúseigendum, að þeir sýndu báða þættina, í einu lagi, og AKRANES 41

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.