Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 6

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 6
svo fór, að forstjórarnir urðu að láta und- an. Með þessu móti komust tveggja þátta myndir á markaðinn. Það mátti heldur ekki seinna vera, því að nú tóku tveggja þátta mjmdir að streyma inn frá Evrópu. Þegar Griffith fékk frjálsari hendur um lengd kvikmynda sinna, fór hann að velja sér veigameira viðfangsefni. Hann var fyrir löngu búinn að gera sér grein fyrir því, að þetta nýja listform, kvikmyndirn- ar, gat túlkað sálfræðileg og listræn verk- efni á dramatiskan hátt. Hingað til höfðu listdómendur ekki virt kvikmyndimar við- lits. Þeir litu á þær sem auðvirðilegt æsi- lyf fyrir fáfróðan og óupplýstan fjöldann, og sem hefði ekkert listrænt gildi. Griff- ith datt því í hug, að láta búa til kvikmynd eingöngu frá fagurfræðilegu sjónarmiði og án tililts til hagnaðar. 1912 lót hann frá sér fara kvikmyndina Man’s Genesis (uppruni mannsins), en það var sálfræði- leg athugun, sem byggðist á kenningu Darwins um þróun mannsins. Það þarf naumast að taka það fram, að forstjórarnir voru gersamlega andvigir þessari tilraun Griffiths. En „hugboð“ Griffiths reyndist rétt, eins og svo oft áður. Kvikmynd þessi varð umræddasta kvikmynd ársins. Hið alvarlega og erfiða efni hennar og hin snilldarlega túlkun þess, vakti sanna virð- ingu hjá þeim, sem áður höfðu skopast að þessari nýju listtúlkun. Þetta varð Griffith kærkomin hvatning til nýrra afreka. Sama ár kom frá hans hendi fyrsta „stórmynd- in“ The Massacre (Blóðbaðið), en hún fjallaði um þann atburð í „landnámssögu“ Bandarikjanna, þegar Custer og allt hans lið var brytjað niður af óðum Siouxindí- ámnn.. Griffith hugsaði sér þessa mynd á ennþá stærri mælikvarða en nokkra, er áður hafði verið gerð, og kostnaðurinn við myndatöku þessa varð margfalt meiri en það fjármagn, sem hann hafði til um- ráða. Forstjórarnir bölsótuðust. Þeim fannst þetta óheyrilegt bruðl. Hermenn í hundraða tali komu fram í þessari mynd og enn fleiri indíánar. Lýsingin á bar- daganum, blóðbaðinu sjálfu, var eins og tekið úr sjálfu lifinu. Miskunnarlaus veru leikinn blasti við sjónum áhorfendanna. Jafn stórkostlegar „fjöldasenur“ höfðu al- drei áður sést. Það kom hér æ skýrar í Ijós, að Griffith var hinn mikli meistari hins nýja listforms. En um það leyti, sem kvikmynd þessi skyldi koma á markaðinn. varð jarð- skjálfti, ef svo mætti að orði kveða, í hin- um ameríska kvikmyndaheimi. Frá Ev- rópu bárust kvikmyndir, sem báru svo langt af amerískum að lengd, glæsileik og iburði, að amerísku myndimar hurfu gersamlega i skuggann. 1 þessum stór- brotnu evrópsku myndum, sem byggðust á klassiskum verkum, komu fram heims- frægar leikkonur, svo sem Sarah Bem- hardt, Helen Gardner, Ásta Nielsen og ►r 42 Nine Réjane. Queen Elizabet (Elisabet Englandsdrottning), Camille, Cleopatra, Gipsy Blood (Zigaunablóð), og Mm. Sans Gene höfðu djúptæk áhrif á amerískan almennig. Ameriskir kvikmyndaframleið- endur horfðu á þessa „innrás“ evrópskra kvikmynda gagnteknir öfund og gremju. Kvikmynd Griffiths The Massacre kom fyrir almenningssjónir, þegar gauragang- urinn út af hinum evrópsku filmum stóð sem hæst. Og Griffith til óumræðilegra vonbrigða og skapraunar, var henni ekki veitt nein sérstök athygli. Allt virtist vera á hverfanda hveli út af þessum erlendu myndum, og Griffith varð að horfast í augu við þá staðreynd, að erlendir kvik- myndaleikstjórar höfðu skákað honum. Honum gramdist ekki það út af fyrir sig, að evrópskir kvikmyndamenn höfðu reynst honum fremri að stórhug og dirfsku, held- ur hitt, að smásálarlegir forstjórar, sem aldrei höfðu lagt neitt til málanna nema sína skitnu peninga, og það með eftir- tölum, skyldu hafa sett hömlur á sköp- unarmátt hans og jafnan bannað honum að leggja í nokkuð, sem hefði ótvírætt listrænt gildi. Hann ákvað i gremju sinni að virða að vettugi allt bann og búa til kvikmynd, sem skyldi verða listaverk, og svar hans við þessari erlendu framleiðslu, sem var að setja allt á annan endan. Hann hófst þegar handa með sinni alkunnu atorku. Samstarfsmenn hans allir skildu hug hans og þeir unnu eins og berscrkir og lögðu sig alla fram um það, að gera verk þetta þannig, að Griffith mætti vel við una. Hann lét sig kostnað og tima engu varða. Forstjórarnir hjá Biograph urðu skelíingu lostnir yfir þessari gengd arlausu eyðslu. Þessar stöðugu „ tilraunir" Griffiths ætluðu að enda með því að verða „dýrt spaug.“ Og forstjórarnir urðu sann- spáir í þetta sinn. Allt hið mikla erfiði Griffiths og samstarfsmanna hans var unnið fyrir gýg. Áður en hin nýja mynd Griffiths var fullgerð, barst honum til eyrna, að komin væri á markaðinn ný stórkostleg „senation," ítalska stórmynd- in Quo Vadis, sem byggðist á skáldsögu Henryk Sienhiewice (1846—1916), en þetta var hin iburðarmesta og stórbrotn- asta kvikmynd, sem hingað til hafði verið búin til í heiminum. Þetta var eðlilega þungt áfall fyrir Griffith. Hann lét samt hið nýja verk frá sér fara. Það var kvik- myndin Mother Love (Móðurást), en það var naumast á hana minnzt í hinni hröðu rás atburðanna. Tvisvar í röð, með sttutu millibili, hafði Griffith beðið lægri hlut. Þrátt fyrir þessi áföll var Griffith ekki sigraður. Metnaður hans var særður, en hann sætti sig ekki við það, að láta setja sig á lægri bekki. Hann vissi, hvers hann var megnugur. Hann ásetti sér, að búa til svo iburðarmikla og stórbrotna kvik- mynd, er bæri af þvi, sem áður hefði sézt og tæki af allan efa um það hver ætti seinasta orðið. Til þess að loku væri fyrir það skotið, að nokkuð bærist til eyrna keppinautum hans um áform hans, flutti hann bækistöð sína til smábæjarins Chatworth, allmargar mílur frá Los Ang eles. Samstarfsmenn Griffith höfðu ekki hugmynd rnn, hvað hann hafði í hyggju og þeir voru eðlilega forvitnir. Hvað skyldi hann nú hafa i hyggju?. Aldrei höfðu kvikmyndamennirnir haft jafnmikið að gera. Aldrei hafði hann verið jafn vand- látur. Hann lét taka sumar „senurnar“ upp aftur og af.tur, og hann æfði hverja „senu“ mörgum sinnum áður en 'hann lét „taka“ hana. Hversu margar kvikmyndir hafði hann eiginlega í deiglunni? En Griff- ith svaraði þessum spurningum engu. Hann þagði um öll sín leyndu áform. Hann hugsaði um það eitt, að vinna svo glæsilegan sigur, að allar þær kvikmynd- ir, sem áður hefðu verið gerðar, væru sem svipur hjá sjón í samanburði við þessa. Hann fullgerði myndina 1913, en nú voru Biographmennirnir búnir að fá nóg af eyðsluseini Griffiths. Félagið var komið á heljarþrömina, fjárhagslega. Þeir töldu sig ekki lengur geta borið hitann og þungann af „stórmennskudraumum“ Griffiths og að eina ráðið itil bjargar, væri að gera hann svo að segja áhrifalausan innan félagsins. En Griffith var ekki á því að láta gera sig að hornreku „neitaði vendingu.“ En það var sem létt væri af forstjórunum þungum steini, þegar þeir fengu ástæðu til að losna við Griffith, þennan mesta kvikmyndasnilling allra tíma. Forstjórarnir tóku þá ákvörðun, að þessi seinasta kvikmynd Griffith, sem hann hafði gert fyrir Biograph skyldi ekki sýnd, og á þann hátt rændu þeir Griffith sigur- voninni. Griffith gekk í þjónustu Mutual- félagsins og 'heilt ár leið, þangað til sein- asta kvikmynd hans hjá Biograph var l'átin koma fyrir almenningssjónir, en þá hafði Griffith næstum gleymt henni, því að hann hafði ennþá stórkostlegra verk- efni i undirbúningi. Kvikmyndin, sem hann hafði fullger.t, en var ekki sýnd, var(Judit frá Bepulia), en það var Biblíu- saga, framsett með stórkostlegum glæsi- brag. Judit frá Bepuliu var svar Griffiths, við hinni ítölsku stórmynd Quo Vadis, er hann hafði þó aldrei séð. Sköpunarmáttur Griffiths náði nýju hámarki í kvikmynd þessari. Hann hafði látið gera heila borg í Biblíustil og þúsundir manna komu fram í mýndinni. 1 henni rak hver stóratburð- urinn annan: Árásin á Beþuliu, striðs- vagnaorrustan, og þegar herliði Assyriu- manna er eytt með eldi, var það stór- kostlegasta, sem nokkru sinni áður hafði sést á kvikmynd. Það reyndist lika svo, að þessi kvikmynd varð, ef svo mætti að orði komast, „svanasöngur11 Biograph-fé- lagsins. Þetta var sannkallað meistara- AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.