Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 8
Frá vínabæjahreyfínganní BRÉF FRÁ TÖNDER OLÍUNÁMUR í DANMÖRKTJ Akranes gekk í vinabœja/ireyfingu Noröurlanda ári'ö 1951. Vina- bœir Akraness eru: Langesund í Noregi, Nárpes í Finnlandi, Vástervik í Svíþjóö og Tönder í Danmörku. í fyrrasumar mœtti Guöm. Björnsson kennari, sem fulltrúi Akraness á vinabæjamótinu í Langesund. Einn þáttur í samstarfi vinabœjanna, er aÖ skiptast á blaöagrein- um. 1 Akranesi hefur áöur birzt grein frá Langesund, og hér kemur grein frá Tönder. Tönder er bœr á stœrö viÖ Akureyri, og liggur 4 km. noröan viö þýzku landamærin. Tönder er gömul borg og á margþætta sögu frá klaustrum, greifum og hertogum. Mikiö er af gömlum byggingum, og er táliÖ, aÖ núverandi elzta íbúöarhús borgarinnar hafi veriÖ byggt um 1550. — Einkennandi fyrir Tönder er, hvaÖ mörg hús meö reistu risi og útskoti, snúa göflum áö götu. — Eitt af aöal deilu- og vandamálum Tönderbúa eru þjóöernismálin. Borgarbúar eru skiptir í skoÖunum, um hvort þeir vilja tilheyra Þýzka- landi eöa Danmörku. Fyrir styrjöldina voru þýzk-sinnaöir menn í meiri- hluta, og aöstaöa Þjóöverja sterk. En forustumenn dansk-sinnaöa hóps- ins héldu þó uppi öflugri mótspyrnu í þeirri trú, aÖ þeir væru landa- mæraverÖir, sem ekki mættu bregöast skyldu sinni gagnvart Danmörku og Noröurlöndunum. Svo margir og merkir stórviðburðir hafa gerst hér í Tönder á síðasta misseri, að erfitt er að vita hvar byrja skal, ef gefa á reglulega lifandi lýsingu á því öllu. Af þessum ástæðum verður þessi kveðja til vinabæjanna sérstæð og dreifðari að efni, en venja er. — Rikar og margþættar sögu- legar minningar og minjar hafa verið bundnar við hérað okkar, en síðustu mán- uðina hefur komið í ljós, að hérað okkar er einnig auðugt' af þeim hlutum, sem gefa frá sér hina eftirsóttu hljóma nútím- ans, dollarahljóminn. Siðastliðið sumar byrjaði félag danskra útflytjenda, að láta grafa mýrajárn upp úr eyðisvæðunum austur af Tönder. Járn- magn þessa málms er 40%, en hafði áð- ur aðeins verið notað við gasverksmiðjur. Nú er mýrajárnið eftirsótt vara, og hafa þegar verið flutt út 100.000 tonn til málm- bræðsluofna Ruhr-héraðanna í Þýzka- landi. Hver skyldi hafa hugsað sér, að hin hráefnasnauða Danmörk ætti eftir að veita málmum til þýzka iðnaðarins? Það eru meiri verðmæti í mýrajárninu, en hér hefur verið nefnt. í ákvæðum um útflutning stendur. Málm, sem hefur meíra en 10% mangan, má ekki flytja úr landi, en komið er í ljós, að mýrajárn- ið við Tönder inniheldur 30% af mangan. Af þessum ástæðum hefur við Bjolderup verið byggð mangan-verksmiðja, sem get- ur unnið 30.000 tonn af mangansúlfati á ári. Allt þetta hefur gerzt á einu misseri. Olíunámur. Klukkan var 11,30 þann 26. janúar, forvitinn blaðamannahópur héldu út úr Tönder til ameríska borturnsins, sem er norður af bænum. Blaðamönnum hafði verið tilkymnt að lyfta ætti úr djúpum jarðar rúmlega 3. km löngu borröri, og athuga hvaða árang- ur tilraunin hafi borið. Leitin að olíunni hafði staðið frá 5. maí 1951, og nú stóðu blaðamenn við olíu- turninn og biðu fullir eftirvæntingar, 10 mínútur liðu, 20 mimútur og eftirvænt- ingin jókst stöðugt, en að hálftíma liðn- um tilkynntu jarðfræðingamir fréttirnar. — 14 feta djúpt olíulag var fundið, fyrsti olíufundur á Norðurlöndum. — Gleðihræring breiddist um allan hóp- inn, og þá ér blaðamenn höfðu hyllt jarð- fræðingana og afhent þeim blómsveiga, þá ASaltorgiS í Tönder. hröðuðu þeir sér að síma, til að senda fréttaskeyti. Símstöðin í Tönder hafði nóg að gera, skeyti voru i flýti send til allra dagblaða Danmerkur og víðar, sim- tölin voru mörg, og öll áttu að afgreiðast með hraði. Bæjarráð Tönderborgar var í skyndi kallað saman, og það sendi félaginu, sem fyrir tilraununum stóð, silfurgripi að gjöf. Yfirmaður ameriska félagsins, mr. Pyre, dvelur í Kaupmannahöfn. Hann tók hröðustu ferð, sem fáanleg var, yfir til Tönder, hann vildi sjá olíuna, og anda að sér sterku lyktinni, og sjá borinn renna á ný greiðlega ofan í djúp jarðarinnar til að sækja nýja sönnun. Haldið hefur verið áfram að bora, og var komið niður á neðanjarðarsaltvatn, sem fyrst um sinn hindrar olíuna að koma upp, en menn vita, að þar undir er olía. Þrem milljónum danskra króna hefur ver- ið varið til olíuleitar við Tönder, en sú fórn hefur ekki orðið árangurslaus. Og ein- mitt þessa dagana er verið að flytja ný rör til Tönder, óg á að nota þau við nýjar boranir nokkuð norðar af borginni. Olían er fundin, og áfram verður haldið, og Tönder verður fyrsti olíubær Norður- landa. —:—-— Víðtækar fornleifarannsóknir standa hér fyrir dyrum. Rannsaka á svæðið vestur af borginni, þar fundust hin frægu gullhorn 1639 °g t734- Sögufræðingar halda þvi iram, að svæðíb vestur af Tönder hafi til forna verið fórnarstaður ættflokkanna, og þess er vænzt, að kerfisbundnar rann- sóknir muni veita ýmsar athyglisverðar uppiýsingar, og ekki er útilokað, að þar verði ráðin gátan um gullhomin. Hér voraði fljótt og vel, marz var heit- in- og sólríkur, svo vorblómin breiddu út blöð sín. Seinast í marz kom stutt kulda- skeið, en svo kom april með sól og yl og beykiskógarnir stóðu algrænir 1. mai. Finnskur söngflokkur söng hér 14. maí, söngfólkið varð svo hrifið af fegurð vors- ins hjá okkur, að söngur kórsins voru mest lofsöngvar um vorið. 15. maí var opnuð útisundlaug staðar- ins, og tæra vatnið í „Steinkassanum“ (cementkassen) er þegar orðið 170 heitt, þótt loft og sól séu einu hitagjafar þess. Æska staðarins stingur sér og buslar þar dag hvem. Vonandi verður sumarið jafn blítt og vorið. Barnaskólabörn frá Langesund, heimsækja okkur bráðlega, við óskum þeim góðrar hingaðkomu. Við vonumst eftir fleiri gestum frá vinabæjum okkar, hingað til landamærabæjar Norðurlanda i suðri. Gaman væri að fá heimsókn frá nyrzta og yngsta vinabænum okkar, Akranesi. Og allir norrænir vinir verið velkomnir til lands okkar héraðs og bæjar. Peter J. Möller. 44 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.