Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 11

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 11
arisgöngur á hverjum sunnudegi og fjöl- sóttar samkomui', stundum mörg kvöld í viku. Sr Bjarni hefur farið margar ferðir til útlanda. Hefur kona hans þá oftast verið með í förinni sér til gleði og mikils ávinnings i hennar mikilvæga starfi. Eina slika för fór hann um alla Dan- mörku 1913, og tflutti þá mjög viða mess- ur og erindi. öðru sinni fór hann slíka för í boði dönsku prestamna 1923, þá pré- dikaði hann og flutti fyrirlestra á fjöl- mörgum stöðum. 1 þessari ferð var honum boðið að flytja Guðsþjónustu í hinni frægu dómkirkju Hróarskeldu, í Haderslev-dóm- kirkju, á Suður-Jótlandi, er hann hélt Guðsþjónustu með Ammundsen, biskupi, fyrr kennara sinum í kirkjusögu við Kaupmaxmahafnarháskóla. Einnig fór sr. Bjarni til Berlínar í þessari ferð og flutti þar erindi. Enn fór síra Bjarni utan 1925, til setu á alheimskirkjuþingi í Stokkhólmi, það- an fór hann til Rómar og víðar, telur hann sér þessa för í heild mikinn ávinning. Síra Bjarni telur það mikla nauðsyn ísl. prestum í starfi sínu, að fá tækifæri — helzt oftar en einu sinni -— til að ferð- ast til útlanda og kynna sér starfsaðferðir okkar kirkjudeildar og presta hennar í hin- um ýmsu löndum. Af því og, að kynnast mörgum merkum mönnum megi mikið læra. Af persónulegum kynnum við marga ísl. presta, sem dvalið hafa erlendis, seg- ist hann vita, að margir þeirra hafi bein- linis vaxið mikið i sínu prestlega starfi fyrir þau kynni, sem þeir höfðu af slikum utanferðum. Það er lærdómsríkt að kynnast mikilmennum. , Ein kvöldstund, er ég var með Feng- er prófasti, er mér ógleymanleg, og veitti mér svo mikla prestlega fræðslu, að mér fannst ég vera nýr maður, er ég fór út frá honum. Þar var ekki verið að tala um smámuni eða einhverjar ávirðingar koll- eganna eða náungann. Allt talið snerist um hið vandasama og veigamikla starf, sem inna þyrfti af hendi meðal mannanna. Um hvernig bezt mætti vera við því búinn að flytja þeim fagnaðarboðskapinn í gleði og sorg. Þannig er lifið — og starfið — i sólarbirtu, og eins er skugga ber yfir.“ Þessi mikli prestahöfðingi, Fenger pró- fastur, sagðist hafa verið áheyrandi — þá ungur maður, — á prestafundi, þeim er landi okkar Magnús Eiríksson lýsti guð- fræðiskoðunum sínum, og margir hinir merkustu kirkjunnar menn tóku til máls. Meðal þeirra, sem Fenger heyrði þar tala, var hinn gamli Gruntvig, sem þá var orðinn svo gamall, að styðja þurfti hann 1 ræðustólinn. Þegar gamli maðurinn var k'minn í stólinn og farinn að tala af hin- GuSsþjónusta í Dómkirkjunni 2. ágúst 1874. / stólnum er Pétur Pétursson biskup, en frrir altari séra Hallgrímur Sveinsson. Á lofti, vinstra megin, sést Kristján konungur IX. mikla eldmóði, gat engum dottið í hug, að þar talaði sami maðurinn, sem studdur var upp í stólinn. Áhrif ræðu Gruntvigs voru svo stórkostleg, að hinum harðsvir- uðu heimsmönnum, sem þarna voru, hrundu tár af augum undir ræðu hans. , Þá minnist ég samfunda við hinn mikla mann og kirkjuhöfðingja, Söderblom erki- biskup. Þar var hin starfandi trú, víðfeðm í orðsins beztu merkingu talað. Þar fór saman lærdómur, f jör mælska og kraftur.“ Ekki hafði þessi heimsfrægi maður allt- af marga áheyrendm’. Á yngri árum gegndi hann starfi í París. Átti hann þá einhverju sinni að tala í kirkju í Calais við sænska sjómannamessu. 1 þetta skipti kom aðeins einn áheyrandi, sænskur sjó- maður. Þrátt fyrir þetta flutti Söderblom sína messu svo sem húsfyllir væri. Árin liðu og Söderblom biskup var löngu búinn að gleyma hinni fámennu sjó- mannamessu i Calais. Þegar svo Söder- blom átti sextugsafmæli, var honum sýnd- ui margvíslegm' sómi víð6 vegar að úr heiminum og með mörgum hætti. En eitt af því, sem gladdi hann mest á þeim degi, var skeyti eitt, er haim fékk frá vestur- strönd Ameríku, en i því fólst magn- þrungið þakklæti fyrir hina ógleyman- legu stund við sjómannamessuna i kirkj- unni í Calais, en sá, sem skeytið sendi, var eini áheyrandi biskupsins í það sinn. Skuggarnir fylgja birtunni. Það er haft eftir einhverjum presti, að það sé gott að vera prestur á páskum. Eins og hér hefur mátt sjá, telur sr. Bjarni, að.hann hafi átt margar yndis og ánægju- stundir í dómkirkjunni, en þar hefur hann líka orðið að standa oft á ótrúlega erfið- um augnablikum, sem og við hliðstætt prestsstarf á miklum fjölda heimila víðs- vegar um bæinn, svo og í sjúkrahúsum. Framhald á síSu 67. 47 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.