Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 12

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 12
Síðastliðið vor gafst mér kostur á að skoða hús H. C. Andersens í Odense. Eins og að likum lætur er margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá á þessum stað, en það sem mér varð einna starsýnast á voru átta myndir eftir málarann Niels Larsen Stevens, en i þeim myndum birtast ljós- lega þáttaskifti í ævi mesta skálds Dana og einhvers mesta ævintýra skálds, sem uppi hefur verið. Að vísu er það svo, að erfitt er að skrifa um skáld, sem allir þekkja, en eftir því, sem ég bezt veit munu tiltölulega fáir íslendingar hafa séð þessar myndir, og mætti því verða að frásögn i sambandi við þær gætu orðið einhverjum til ánægju. 1 öðru lagi má ekki gleyma því, að þótt um sígild skáld sé að ræða, þá þarf öðru hvoru að rifja upp það helzta, sem máli skiftir um þau vegna uppvaxandi kynslóðar, sem ekki getur fest í minni mikilsverð tíð- indi nema þau séu henni sögð. Fyrsta mynd. Á fyrstu myndinni sézt bernskuheimilið í Odense, fátækleg stöfa, þar sem faðir drengsins situr við borð og snýr baki að áhorfendum, en á borðinu stendur brúðu- leikhús, sem Andersen litli horfir á ásamt móður sinni. Bemskuheimlið var eins lít- ið og heimili getur verið, ein lítil stofa með hvilugólfi og eldhúsi, það var allt og sumt. 1 „Ævintýri lífs míns“ lýsir H. C. Andersen heimilinu sjálfur, en þar gerir hann eins og víða annars staðar ævintýri úr raunveruleika og verður því allt með fegurri blæ en það var í raun og veru. Sannleikurinn var sá, að H. C. Andersen var fæddur og uppalinn i allra mestu fátækt, sem hugsast gat og þeir, sem voru honum nánastir urðu sizt til að hvetja hann til andlegra iðkana. Faðir hans, sem hafði áhuga fyrir bókmenntum dó meðan Andersen var lítill og lifði þá móðirin mn tíma af því að þvo stiga fyrir efnafólk, síðan giftist hún aftur, en stjúp- faðirinn hafði lítinn áhuga fyrir velgengni stjúpsonar sins. H. C. Andersen var alfa ævi ákaflega viðkvæmur og þegar hann var drengur tók hann sér sérstaklega nærri, að hann átti geðbilaðan afa, sem var skotspónn allra drengjanna í nágrenninu. H. C. And- ersen var snemma gefinn fyrir að láta ímyndunaraflið leika lausum hala og varð það brátt til þess, að jafnaldramir köll- uðu hann skrýtinn strák og stundum sögðu þeir: „Hann er vitlaus eins og afinn.“ Þetta olh því, að H. C. Andersen dró sig all- mikið í hlé frá öðrum börnum, en þegar á bamsaldri ákvað hann að verða mikill maður og hafði þá, að því er virtist, óbil - ÁTTA MYNDIR andi trú á hæfileikum sinum og mun sú óhaggandi vissa hafa fleytt honum yfir flesta örðugleika ævinnar, en þeir voru margir og miklir fyrstu árin. Móðir hans ætlaði að láta hann læra einhverja iðn en það mátti hann ekki heyra nefnt, því hahn var þegar ákveðinn í að verða fræg- ur. Alla ævi hafði hann lag á því að koma sér í mjúkinn hjá þeim, sem eitthvað áttu undir sér, og þegar hann að aflokinni fermingu hélt út í heiminn til þess að verða frægur hafði hann meðferðis með- mælabréf frá Iversen prentara, einum þekktasta manni bæjarins, til Schall dans- meyjar við Konunglega leikhúsið. Önnur mynd. H. C. Andersen er að kveðja ömmu sína, en móðir hans er að tala við póstinn, en með póstvagninum ætlaði H. C. Ander- sen til Kaupmannahafnar. Hann er klædd- ur eins og á fermingardaginn með stig- vélin utan yfir buxunum, en sá búningur hafði alveg truflað þennan trúhneigða dreng fyrir framan altarið, hugur hans var hjá fínu stígvélunum en ekki guði. Þegar til Hafnar kom fór H. C. Ander- sen strax til dansmærinnar Schall, hann söng fyrir hana og dansaði á sokkaleist- unum með þeim vafasama árangri, að dansmærin hélt að hann væri algerlega geggjaður og rak hann út. Frá dansmær- inni fór H. C. Andersen til forstjóra Kon- unglega leikhússins, en jafnvel mönnum í slikrnn virðingarstöðum er ekki alltaf gef- ið að sjá hvað í unglingum býr, svo að hann vísaði unglingnum á bug með þeim orð- um að hann gæti aðeins notað fólk „med dannelse.“ Ferðapeningamir gengu brátt til þurrð- ar en Andersen gafst ekki upp. Kvöld eitt heimsótti hann söngmeistarann Siboni og var þá svo heppinn að heima hjá þess- inn fræga manni var mikil veizla og með- al gestanna stórfrægir menn eins og Bagge- sen og Weyse. Fyrir þessa háu herra þuldi Andersen brot úr leikritum eftir Holberg og með þeim árangri að Siboni lofaði að kenna honum söng ókeypis um tíma og Weyse gekkst fyrir samskotum, sem voru það rífleg, að H. C. Andersen gat dregið fram lifið næsta hálfa árið, með þvi að búa í örlítilli herbergiskompu í mesta fátækrahverfinu, þar sem mörg vafasöm öfl voru á ferli. Fleiri velgerð- armenn viku drengnum góðu á einn eða annan hátt. Ósk hans um að komast að sem nemandi á Konunglega leikhúsinu var uppfyllt, en lítinn frama fékk hann samt á þeim slóðum að sinni. Pilturinn var langur og renglulegur og var þvi að vonum sizt til þess fallinn að verða balletdansari eins og hann gerði helzt tilraun til. Skáldafákmun reið hann óspart um þessar mundir og sendi Konunglega leikhúsinu leikrit, sem hann gerði sér vonir um að yrðu leikin, en hann fékk þau endursend um hæl með mjög hörðum ummælum, sem þessum viðkvæma dreng þótti súrt í broti að verða að sætta sig við. Þótt leik- ritin þættu ekki þess virði, að þau yrðu leikin höfðu þau samt sína þýðingu, því þeim var það að þakka, að leikhússstjórnin mælti með því, að H. C. Andersen yrði- kostaður til náms í menntaskólanum í Slagelse. Sá sem mestu réð um þetta var mikils metinn embættismaður Jonas Collin að nafni, varð hann velgerðarmaður og ráðgjafi skáldsins upp frá því meðan hann lifði og síðar tók sonur hans Edvard við og raunar Collins'fjölskyldan öll. Þriðja mynd. Á þriðju myndinni stendur H. C. And- ersen framan við græna borðið og er að ljúka stúdentsprófi. Það var ekki tekið út með sældinni fyrir unga skáldið að böggl- ast gegnum menntaskóla. Hann hafði að vísu ágætt minni en hann var illa að sér i málum bæði dönsku og erlendum mál- mn. Málfræði var honum alla ævi mein- illa við og hann varð aldrei stálsleginn í danskri málfræði hvað þá neinni er- lendri. Hann var svo óheppinn að lenda í höndunum á ómannúðlegum rektor, Meisling að nafni. Þessi maður dró nem- anda sinn simdur og saman í háði og grét Andersen oft heizkum tárum yfir þeirri meðferð. Þegar Meisling flutti frá Slagelse til Helsingjaeyrar gabbaði hann H. C. Andersen til þess að flytja með sér, en þá keyrði alveg um þverbak því þá úr lífi ævintýrameistarans, H. C. Andersen 48 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.