Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 15

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 15
Handritamálið sona og dætra Vestmannaeyinga, sem heiðruð er með þessu allsherjar tákni. Hann ætlast ekki til að þetta sé gert í eitt skipti fyrir öll og verði dautt tákn. Nei, hann vill búa svo um hnútana, að það verði lifandi, tengiliður milli horfinna hetja, sem létu lífið, og þeirra, sem í dag berjast fyrir fjölskyldu sina og föðurland. Þessa lifandi tilfinningu og tryggðatengsl ætlar Páll að skapa með lifandi virku árlegu starfi i sköpun og viðhaldi þess reits, sem þarna hefur verið helgaður hin- um horfnu á þennan hátt. Hann hefur þegar gert ráðstafanir til að þarna verði gróðursett mikið til að bera vitni feg- urð og lífi. Hann ætlast og til að árlega verði þarna kveiktir töfra-eldar á hátíð- legum eða helgum augnablikum. Er mér sagt að þessu sé mjög fagurlega fyrirkomið, en jafnframt vera hugðnæmt og yndislegt á að líta. Með sorglega sviplegum hætti hvarf nýlega af þessum heimi maður að nafni Vilhjálmur, Guðjónsson Faxastíg 33, sem verið hefur hugstætt hérumrætt verkefni Páls og framganga í þessu máli. Hann hvarf fyrir fullt og allt, en bað mann fyrir 10 þúsund krónur i Minningarsjóð- inn. Hann sýndi fagurlega hug sinn til þessa máls og reisti sér þar um leið veg- legan bautastein. Vona ég að Páll —' og þeir, sem hér ráða, — noti þennan digra sjóð hins horfna ágætismanns þann veg, að nafn hans megi menn lengi muna i þessu sambandi. Að lokum hefur Páll Oddgeirsson svo gefið út hið snotrasta og vandaðasta minn- ingarrit um alla þessa menn, sem kunn- ugt er um að hafi látið lífið í baráttunni — fyrir lífsafkomu sinni — við sjó og björg í Vestmannaeyjum. 1 þvi er ýmislegt í sambandi við aðdraganda þessa mikla minnisvarða, sem hér hefur verið minnst á. Um Björgunarfélag Vestmannaeyja. Um Skipa- og Bátaábyrgðarfélag þeirra, um Slysavarnadeild kvenna, kvenfélög þeirra og skrá um drukknaða og hrapaða i björg- um Eyja — og‘ þeirra, sem látið hafa lifið í flugferðum. Ymislegt fleira er í ritinu, svo og mikill fjöldi mynda af ýmsum þeim, sem farizt hafa, svo og Landakirkju og minnismerkinu ofl. Það er erfitt og taf- samt verk að safna saman myndum, og dýrt að gera mikið af þeim nú. Með hlið- sjón af þessu undrar mig hve mikið er þama af myndum, þegar þess er þá líka gætt, að fyrst og fremst hefur þetta rit verið gefið út til þess að afla fjár til að ljúka kostnaði við minnismerkið og efla þann sjóð, sem enn á að halda áfram að fullkomna ýmislegt í kringum hið fagra minnismerki. Rit þetta er prentað á góðan pappír og frágangur allur hinn snotrasti. Hefur ritið inni að halda mikinn fróðleik og er hið eigulegasta. Mega Vestmannaeyingar vera Nú er hafin almenn fjarsöfnun i því skyni að byggja yfir hin gömlu handrit og skinnbækur á Islandi. Hér í blaðinu hefur nokkrum sinnum verið minnst á þetta merkilega nauðsynjamál. Vill AKRANES þvi mæla hið bezta með þessum ágæta undirbúningi að móttöku handi-itanna. En F. h. AlþýSusambands Islands Ólafur Pálsson. F. h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Arngrímur Kristjánsson. F. h. Farmanna- og fiskimannasambands Islands Gudbjartur Ólafsson. F. h. Félags íslenzkra iSnrekenda Pétur Sœmundsen. F. h. Félags íslenzkra stórkaupmanna Egill Guttormsson. F. h. 1þróttasambands Islands Þorgils Gu&mundsson. F. h. Kvenfélagasambands Islands Gu&rún Pétursdóttir. þakklátir Páli Oddgeirssyni fyrir framtak hans hugsjónir og dugnað í þessu máli. Hafi hann sæll sorfið og allir þeir, sem hér hafa lagt hönd að verki, það er þeim mikill heiður um leið og það er fagurt það vill einu sinni minna á, að taka engum smánarboðum af hendi Dana. Það er þá eins gott að hið fyrirhugaða hús standi ónotað um nokkur ár, þar til þeir sjá sóma sínum bezt borgið með því að afhenda handritin öll. F. h. Landssambands íslenzkra útvegsmanna Ingimar Einarsson. F. h. Sambands íslenzkra sveitarfélaga Eirikur Pálsson. F. h. Sambands smásöluverzlana Jón Ó. Hjörleifsson. F. h. Stéttarsambands bænda Sœmundur FriSriksson. F. h. VerzlunarráSs Islands Eggert Kristjánsson. F. h. Vinnuveitendasambands Islands Bar&i Fri&riksson. F. h. TJngmennafélags Islands Stefán Ólafur Jónsson. fordæmi öðrum héruðum, sem lítt eða ekkert eru á veg komnir um að feta í fótspor Eyjamanna um þessi efni. . Ól. B. Björnsson. Ávarp til íslendinga Fyrir skömmu hófst fjársöfnun í þvi skyni að byggja hús yfir væntanlegt hand- ritasafn á íslandi. Að tilhlutun Stúdentafélags Reykjavíkur hafa ýms félög og sam- tök heitið þessu máli liðsinni og hafa myndað nefnd, sem hafa á með höndum al- menna fjársöfnun meðal þjóðarinnar. Á þessu sumri má gera ráð fyrir þvi, að til úrslita dragi um það, livort íslendingar fái afhent sin fornu handrit frá Danmörku. Það er utan verkahrings fjársöfnunar- nefndar, hvort íslendingar fallast á þá málamiðlun, sem stungið kann að verða upp á, eða ekki. Á hitt vill nefndin leggja áherzlu, að íslendingar geri nú þegar þær ráð- stafanir heima fyrir, sem viðeigandi mega teljast í því skyni að taka á móti þeim þjóðardýrgripum, sem þeir telja sína veigamestu. Fyrsta skrefið í þvi eftni verður hiklaust að telja það, að nægilegt fé verði fyrir hendi til þess að reisa handritasafninu vegleg húsakynni og sjá því fyrir nokkru stofnfé til áhaldakaupa. Landsnefndin er þeirrar skoðunar, að bezt fari á því, að fslendingar reisi slikt hús sjálfir án þess að þurfa í því efni að leita til fjárveitingavaldsins. Talið hefur ver- ið, að tíu króna framlag frá hverjum Islendingi myndi nægja til þess að reisa bygg- inguna. fslendingar hafa oft sýnt höfðingsskap, þegar minni kröfur voru gerðar íil þjóðarsóma og oft og tíðum safnað miklu fé á skömmum tíma. Reynslan hefur orðið sú, að undirtektir hafa orðið mjög góðar við fjársöfnun þessa. Hafa mörg sveitarfélög fofað að leggja fram fjárhæðir. Auk þess hafa einstak- lingar og félagshópar þegar látið mikið fé af hendi rakna. Um leið og landsnefndin tekur nú til starfa, heitir hún á liðsinni allra góðra Islendinga og skorar á þá að láta samskot þessi ganga fljótt og vel, svo að til sóma megi verða. F. h. Stúdentafélags Reykjavíkur F. h. Landssambands iSnáSarmanna Páll Ásg. Tryggvason. Eggert Jónsson. AKBANES 5i

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.