Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 21

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 21
margs konar óþægindi og kvalir, heldur en að leggja það á sig að hætta. Gefur tóbakið mönnum þá svo mikla nautn eða vellíðan, að vert sé að fóma nokkuru og stundum miklu af lifi sínu og heilsu fyrir það Þvi fer mjög fjarri. Munurinn á líðan tóbaksmannsins og hins, sem ekki reyk- ir, er aðallega sá, að þegar tóbaksmaður- inn reykir, líður honum jafnvel og þeim, sem ekki reykir, liður alltaf. En á milli þess, sem hann reykir, liður honum verr, af því að á honum mæðir löngun i reyk. Oscar Wilde sagði að sigarrettan væri fyrirmyndarnautn, af því að hún veitti enga fullnægingu. Réttara hefði verið að segja að hún væri lítilfjörleg nautn, af því að hún veitir svo lélega fullnægingu, að mann fer fljótlega að langa í aðra. Ungar stúlkur ættu sérstaklega að at- huga vel sinn gang áður en þær byrja að reykja. I fyrsta lagi vegna þess, að engum karlmanni lízt betur á þær vegna þess, nema síður sé. Það verður stór skattur á heimilinu ef bæði hjónin reykja nokkuð til muna. En sérstaklega vegna þess, að konum, sem reykja, hættir mikið til að fá króniskt lungnakvef af reyknum, sem þær anda ofan í sig, og þessi króniska bólga í öndunarfærunum tekur á sig sérstakt form, þamiig að konan tekur til að hósta á morgnana, hefir þurran og ljótan rollu- hósta, sem fælir menn frá henni. Auk þess hættir öllum konum, sem reykja mikið, til þess að fá af því gráan, ljótan litarhátt, sem skapast af margendurteknum sam- dráttum í hörundsæðunum, svo að húðin nærist illa og verður ljót. Ekkert er hægara en að byrja aldrei að reykja. Fátt er erfiðara en að hætta að reykja fyrir þánn, sem hefir vanið sig á það. Margan mann og marga konu hefi ég heyrt segja, „ég vildi að ég gæti hætt að reykja, en mér er það ómögulegt.“ Marg- ir reyna að minnka við sig reykingarnar, t. d. úr tveim pökkum af sígarrettum á dag niður í einn. En slíkt er stöðug þján- ing fyrir þá, sem hafa vanið sig á að reykja meira. Raunverulega er ráðlegra og hæg- ara að hætta alveg heldur en að minnka reykingarnar. Þvi að með því að hætta alveg pínast menn í eina til tvær vikur, en lítið úr því, en í margar vikur eða mánuði ef þeir eiga í stöðugu stríði við sjálfa sig urn að reykja færri sígarrettur en þá langar i. Auk hættunnar, sem æðum mannsins stafar af tóbakinu, ekki aðeins i hjarta, heldur einnig í heila, maga (sígarrettur eru eitur fyrir magasárssjúklinga), fótum og víðar, er ein hætta, sem menn bjóða heim með tóbaksnautn, einkum sígarrettu- reykingum. Það er krabbameinið. Á síðustu árum er það að koma æ betur i ljós, að krabbamein er orðið mörgum sinnum algengara í lungum heldur en það var áður. Nákvæmar eftirgrennslan- ir hafa sýnt, að þessi aukning stendur í réttu hlutfalli við sígarrettuneyzluna, sem i flestum menningarlöndum hefir aukizt stórkostlega. Og þegar sjúklingarnir, sem koma með lungnakrabbamein, eru spurð- ir spjörunum úr, kemur í ljós, að lungna- krabbamein er algengast meðal þeirra, sem mest hafa reykt. 1 Rretlandi og Banda- ríkjunum, þar sem sígarrettureykingar hóf - ust fyrst í stórum stíl, er krabbamein i lungum nú orðið næstum eins algengt eins og í maga. En áður en reykingar hófust var krabbamein í lungum mjög sjald séð fyrirbrigði. Sjúkrasaga Georgs 6. Bretakonungs er lærdómsríkt dæmi þess, hvernig tóbakið getur spillt heilsu manns. Konimgurinn átti að fara í opin'bera heimsókn til Ástra- líu 1947, en gat það ekki vegna sjúkdóms, sem hindraði blóðrásina í fótum hans. í brezkum læknaritum var seinna sagt frá þvi, að þessi sjúkdómur hefði verið throm- bangitis obliterans, sem lokar hægt og hægt slagæðunum, svo að menn fá verk og krampa í fætur við gang, og getur þetta ágerzt svo, að menn geta ekki gengið nema skamman spöl, án þess að vera viðþols- lausir. Þessi sjúkdómur virðist ekki koma fyrir nema hjá þeim, sem reykja, og er almennt viðurkennt, að hann stafi af reyk- ingum, sérstaklega óvenjulega mikilli við- kvæmni fyrir tóbaki. Með skurðaðgerð tókst að laga blóðrásartruflunina í fótum konungs, svo að liðan hans skánaði til muna. Sumarið 1951 fær konungurinn þrálát- an hósta og þegar farið er að rannsaka lungun, kemur í ljós, að þar er krabba- mein að byrja að vaxa. Það var skorið burt, sennilega með því að taka allt lungað, og þótti vel takast, að konungur skyldi lifa það af. En naumast var liðið hálft ár frá þeirri aðgerð, er konungur fannst látinn í rúmi sínu, af kransæðastíflu í hjartanu. Það hafa þá ekki aðeins verið æðarnar í fót- unum heldur einnig slagæðar viðsvegar um likamann, sem þykknað hafa og þrengzt af tóbakinu. Þrengslin i þeim hafa dregið hann til bana, því að þegar svo stendur á hættir mönnum til að deyja skyndilega, fá hjartaslag sem kallað er. Þegar æðar hjartans lokast skyndilega, geta menn dáið, ef æðin er nógu stór, sem lokast, eða þeir verða fárveikir af blóðleys- inu, sem kemur i stærra eða minna svæði í hjartavöðvann, svo að drep myndast þar, sem getur orðið mjög hættulegt. Einn af þekktustu læknum Reykjavikur sagði mér nýlega að allir slíkir hjartasjúkdómar virt- ust færast mjög í vöxt, því að hann hefði nýlega haft þrjá sjúklinga í einu með slíkan sjúkdóm. Allt hafa þetta verið karl- menn. Vafalaust eru reykingarnar höfuð- orsökin til þess, hve kransæðastifla er orðin algengari en áður, einmitt hjá karlmönn- um, sem hafa reykt meira en kvenfólkið, þótt það sé nú orðið breytt frá því sem var. Verst er hve mjög tóbaksnautnin hefir ágerzt meðal unglinganna. Mér hefir ver- ið sagt að i tilteknum gagnfræðaskóla í Reykjavik muni 60% af strákunum reykja, og mikið af stúlkunum lika. Þetta eru unglingar á aldrinum 14—16 ára. Það er nú orðin algeng sjón að sjá krakka um fermingaraldur, einkum stráka, reykja sígarrettur á götum borgarinnar. Þetta er alvarlegt mál. Börnin vita ekki, hvað þau eru að gera. Þeim finnst vera mannsbragur að þessu, finnst það vera fint að reykja. Þau vita ekki, að þau eru að grafa undan heilsu sinni með þessu. Þegar stúlkurnar, sem reykja, fara að ganga með börn sín, líður blóðrás legs- ins við það og fóstrið fær ekki þá full- komnu næringu, sem það þarf. Það er ekki nóg, að konan skemmi sínar eigin æðar, hún spillir næstu kynslóð, sínu eig- in afkvæmi, sem hún vildi þó gera eins vel úr garði og kostur er. Unga stúlkan, sem byrjar að reykja, veit þetta ekki, en hún þyrfti að vita það. Pilturinn, sem byrjar að reykja, þyrfti að hafa séð mann í kvölum kransæða- þrengslisins og gera sér ljóst sambandið á milli þeirra kvala og allra sigarrettanna eða vindlanna, sem maðurinn hefir reykt. Unglingarnir verða að læra það, að frá sjónarmiði heilsunnar mælir allt á móti tóbaksnautn, en ekkert með henni. Tó- bakið gerir engum manni gagn, en mörg- um illt, sem þess ne^ta að nokkuru ráði. Hjá sumum spillir það heilsunni tiltölu- lega fljótt, en enginn getur sagt um fyrir- fram hve viðkvæmur hann er fyrir tó- bakinu. Sumir vitna i Churchill og benda á, hve mikið sá maður hafi reykt um ævina, án þess að liafa beðið sýnilegt heilsutjón. Það eru og hafa ávallt verið til menn, sem staðið hafa upp úr, einnig þegar svarti dauði og stóra bóla hafa gengið og drepið mennina eins og flugur, en þótt einn og einn maður standi upp úr, er sjúkdómru- inn jafnhættulegur almenningi fyrir því. Og ef vitnað er í Churchill, má nefna kon- ung hans á móti. Tóbakið er dýrt. Það er þungur skattur, sem menn mundu rísa upp á móti, ef hann væri á þá lagður. En af fúsum vilja leggja menn þennan skatt á sig, ekki aðeins á pyngju sina, þar sem hann hvílir með miklum þunga, heldur einnig á lieilsu sína, þar sem hann hvílir enn þyngra og veldur óútreiknanlegu tjóni. Það verður aldrei um of brýnt fyrir unglingunum, piltum og stúlkum, að hver, sem vill varðveita dýrmætustu eignir sín- ar, fegurð og starfsorku, þarf að líta á tó- bak eins og eitur. Sem það líka er. AKRANESI 57

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.