Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 24

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 24
um. Síðar starfaði harnx um mörg ár sem fiskimatsmaður. Ámi var greindur maður, stilltur vel, prúðmenni hið mesta og vand- aður til orðs og æðis. Hann skrifaði mjög laglega og tók mikinn þátt í félagsstarfi, sérstaklega í Bárufélaginu. Hann var nokk- ur ár í hreppsnefnd, og alstaðar gætinn og tillögugóður. Ámi Bergþórsson and- aðist 7. október 1947. Sigríður Guðnadóttir er fædd á Kaðal- stöðum í Stafholtstungum 17. ágúst 1868. Foreldrar hennar vom Guðni Hannesson, bóndi þar, og kona hans Guðrún Sigurð- ardóttir, ættuð héðan úr nágrenni Akra- ness. Guðni Hannesson var bróðir Þor- gerðar, konu Jóns í Stóra-Ási, Jóns á Skán- ey og Jóhannesar eldra í Giljum. Sigríður var á Kaðalstöðum til 5 ára aldurs, en þá fluttist hún með foreldrum sinum að Bjamastöðum í Hvítársíðu, en þar bjuggu þau í 8 ár, í tvíbýli við Andrés Guðmundsson, bróður Guðmundar á Sámsstöðum, föður Ólafs, sem þar bjó síðar og andaðist s. 1. vetur. Sigríður var í hópi fyrstu fermingarbama síra Magn- úsar Andréssonar á Gilsbakka. Nú orðið er víðast hvar færra fólk í sveitunum en áður var. Má til gamans ;geta þess, að þegar Sigríður var að alast upp á Bjamastöðum, voru þar 18 böm, þegar þau vom flezt. Systkini Sigríðar í Ráðagerði vom þessi: 1. Hannes, sem átti heima hér í Sjávar- borg i mörg ár. 2. Guðrún, kona Vilhjálms Hannesson- ar á Tungufelli í Lundarreykjadal. 3. Eggert, sem um mörg ár átti heima i Miðhúsum í Innri-Akraneshreppi. Guðni, faðir þessara systkina, andað- ist í Ráðagerði, 31. október 1919 82 ára að aldri. Sigríður í Ráðagerði er enn á lífi og hin ernasta, þrátt fyrir háan aldur og mikla vinnu alla tíð, a. m. k. fram eftir aldri. Hún er allvel greind, og mikil elju- og dugnaðarkona. Böm þeirra Áma og Sigríðar í Ráða- gerði em þessi: 1. Bergþór, sem dmkknaði ungur af m/b. Hrefnu 3. marz 1925. Skömmu áður var hann búinn að taka hið minna stýrimannapróf með góðri einkunn. Hann var hinn efnilegasti piltur og ágætisdrengur. 2. Guðrún, sem ætíð hefur veríð i Ráða- gerði, og er þar nú ein með móður sinni, en þær hafa alla tið verið ákaf- lega samrýndar. Guðrún giftist 28. maí, Ellert vélsmið Jósefssyni frá Eystra-Miðfelli, hinum efnilegasta og ágætasta manni. Hann reisti vélsmiðj- tma Þorgeir&Ellert með bróður sínum, en vélsmiðja þessi er rekin hér enn. Ellert var bráðgreindur, sérstaklega stilltur og prúður maður og drengur góður. Hann andaðist 21. apríl 1935 og var öllum harmdauði, þeim er þekktu harm nokkuð. 3. Ingvar, kvæntur Steinunni Jósefsdótt- ur frá Eystra-Miðfelli. Þau búa við Deildartún og verður þar nánar getið. 4. Guðjón, kvæntur Hrafnhildi Ólafsdótt- ur, Halldórssonar. Þau búa í nýju húsi þama rétt hjá, sem Guðjón hefur reist við fyrirhugaða götu, Litlateig nr. 2, en húsið í Ráðagerði er talið við Vesturg. 28. Hér voru í nokkur ár' i húsmennsku Helgi Sigurðsson og kona hans Guðrún Pálsdóttir. Þeirra er nokkuð getið í sam- bandi við Vestri-Sjóbúð í 9—10. tbl. 1950, einnig bama þeirra. Jakobína dóttir þeirra setti á fót, eins og þar er sagt, hið fyrsta þvottahús og straustofu í Reykjavík með nútíma sniði og þeim fullkomnustu vél- um, sem þá gerðust í slíkum húsum. Hún var ákaflega dugleg kona, fór til útlanda og kynnti sér þessa nýju starfsemi ræki- lega og brauzt í því einsömul að koma þessu nýstárlega fyrirtæki af stað í Reykja- vík. Þetta hús rak hún af miklum dugnaði til dauðadags. Jakobína var eigi aðeins afburða dugleg og framtakssöm, heldur einnig óvenjulega góð kona, sem ekkert aumt mátti sjá. Ef einhver þurfti hjálpar með eða átti eitt- hvað bágt, stóð þeim hinum sama allt til boða frá hennar hendi eftir því sem hún gat í té látið, fjármunir eða fæði, húsa- skjól og matur eða drykkur á hennar eig- in heimili, ef þess þurfti með. Hún var trölltrygg og gaf á báðar hendur meðan nokkuð var til að gefa. Hún var vel greind, óvenjulega dugleg og góð kona. 82. Marbakki. Marbakki er vafalaust byggður 1884, því virðingargerð fer þar fram 9. febrúar 1885. Þar er húsið metið á 800 kr. Það er þá 6 álna langt og 7 álna breytt, portbyggt, kjallari undir og 3. álna skúr við endann. Þótt það standi ekki í virðingargerðinni, er eigandinn síra Helgi Sigurðsson, prest- ur á Melum, sem lét byggja það og hefur sjálfsagt hugsað sér að flytja þangað, sem hann og gerði 1885. Fyrsta fólk, sem talið er samkv. mann- tali, búa á Marbakka (í des. 1884), er Magnús Einarsson 31 árs og kona hans Rósa Ámadóttir, 29 ára. Þar er og hjá þeim Jóhannes sonur þeirra 1 árs. Hinn 8. des. 1885 er kominn þangað Einar Þor- finnsson, faðir Magnúsar, talinn 69 ára. Einnig síra Helgi Sigurðsson, þá talinn 70 ára gamall. Áður en frekar er vikið að Magnúsi Einarssyni og konu hans, verð- ur nú nokkuð sagt frá síra Helga Sigurðs- syni, þeim merkilega manni. Sira Helgi Sigurðsson er fæddur á Is- leifarstöðum i Mýrasýslu 2. ágúst 1815. Foreldrar: Sigurður dbrm. og skáld á Jörfa og f. k. hans Guðrún Þorkelsdóttir að Stóra-Kálfalæk, Brandssonar. Sigurður fluttist síðar að Fitjum i Skorradal, bjó þar í 7 ár og kvæntist þar öðru sinni, Ragn- heiði Eggertsdóttur. Sigurður fluttist aft- ur að Jörfa til Helga sonar síns, og enn fluttist hann með honum að Setbergi í Eyrarsveit, og andaðist þar 3. október 1870 á 85. aldursári. Helgi lærði undir skóla hjá síra Jóhanni Björnssyni og síra Jóni Guðmundssyni á Staðastað. Tekinn í Bessastaðaskóla 1835, stúdent 1840, tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kaupmannahöfn 1840—41, lærði læknisfræði, en tók eigi próf í þeirri grein, enda segist hann hafa verið heilsu- veill. Hann fékk þó accessit við úrlausn verksins í læknisfræði i háskólanum. Hann stundaði einnig dráttlist i listaháskólanum, og ennfremur ljósmyndagerð. Þegar Helgi kom heim frá Kaupmanna- höfn, gerðist hann bóndi á Jörfa (1846). Hann gegndi og sýslumannsstörfum fyrir Willemoes sýslumann í Mýrasýslu part úr ári. Honum var veitt Setberg í Eyrar- sveit 11. júni 1866, og var vígður þangað 26. ágúst það sama ár. Mela í Melasveit fékk hann 9. marz 1875, en fékk þar lausn frá prestsskap 2.október 1883, en Melar voru' lagðir niður sem sérstakt prestakall með 1. 27. febrúar 1880 og einnig kirkja, en Leirá, sem var útkirkja frá Melum var lögð til Saurbæjar. Árið 1885 flutti sira Helgi að Marbakka, eins og fyrr segir, og bjó þar til dauða- dags 13. ágúst 1888, þá 73. ára að aldri. Sr. Helgi hefur áreiðanlega verið mjög vel gefinn. Fyrst ætlar hann sér að stunda lögfræðinám en siðar læknisnám, en hætt- ir þó við það vegna fjárskorts. Er þó talið. að foreldrar hans hafi verið efnuð, en ef til vill hefur föður hans þótt hann vera nokkuð laus i rásinni og f jöllyndur og þvi viljað spara við hann fé. Á háskólaárum sínum gengur hann og á listaháskólann og nemur þar dráttlist, sem hann hefur áreið- anlega verið mjög hneigður fyrir, enda var hann útskrifaður þaðan sem fullmnna teiknari. Gerði hann þar ýmsar myndir, t. d. af Rafael, Jónasi Hallgrímssyni o. fl. Það er sr. Helga að þakka, að til er mynd af Jónasi og er teiknuð, er Jónas liggur á likbörunum. Þau 6 ár, sem sr. Helgi er við nám í Kaupniannahöfn, leggur hann aðallega stund á laaknisnámið, og mun hafa verið búinn undir próf í þeirri grein. 1 stað þess að ljúka prófi fer hann heim til íslands, meðfram til að gera tilraun til að lækna móður sína, sem þá var orðin veik. Nokkru eftir heimkomuna deyr móð- ir hans, og tekur hann þá við búi á Jörfa og kvæntist Valgerði (f. 1821, d. 1899) Pálsdóttur prófasts i Hörgsdal á Síðu, Pálssonar, og eignaðist með henni einn son og tvær dætur. Sonurinn hét Helgi, 60 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.