Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 25

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 25
efnis-maður, hann dó að Setbergi aðeins 23. ára að aldri. önnur dóttirin hét Sigríð- ur, hin dóttirin hét Guðrún, giftist og fór til Vesturheims. Valgerður, kona sr. Helga, var talin mjög stórlynd og hafa þau eng- an veginn átt skap saman, enda hefur hún vist í ýmsum efnum viljað bera hann ráðum. Svo var það t. d., er Jón landlækn- ir Thorsteinsson vildi endilega fá Helga til þess að gerast læknir í Vestmannaeyj- mn, barðist konan af alefli á móti þvi og lét hann þar undan henni, þrátt fyrir löngun hans til að taka þessu boði. Stóð hugur sr. Helga sjálfsagt miklu meira til lækninga en prestskapar, enda mikið lærð- ari í þeirri grein. Ýmislegt fleira bar þeim hjómrni í milli og varð til þess að þau skildu löglegum skilnaði 13. desember 1854. Valgerður giftist síðar Sigurði Brandssyni í Tröð. Eftir skilnaðinn hélt sr. Helgi enn á- fram búskapnum á Jörfa og tók sér fyrir ráðskonu Jóhönnu Guðmundsdóttur Sí- monarsonar úr Staðarsveit, og bjó með henni allt til ársins 1883, er hún flutti frá honum til Vesturheims. Með Jóhönnu átti sr. Helgi tvo sonu, Jóhannes og Lár- us, báðir fæddir að Jörfa, fóru þeir með móður sinni til Ameríku 1883. Andaðist Lárus þar 1890, en móðir þeirra árið eftir. 1 lslenz,kum æviskrám, II. b., segir P. E. Ölason, að síðari kona síra Helga hafi verið Jóhanna Guðmundsdóttir. Það er alls ekki rétt, því þau munu ekki hafa verið gift, en Jóhanna þessi var ráðskona hjá síra Helga óslitið frá 1854—1883. Sira Helgi 'býr á Jörfa í 20 ár, frá 1846-—1866, og stundaði þá eitthvað lækn- ingar jafnframt búskapnum. 1863 sótti hann til kommgs um uppreisn fyrir barn- eignir með Jóhönnu Guðmundsdóttur og var veitt það 12. desember sama ár. Eftir áeggjan Péturs biskups sótti hann um Set- bergsprestakall og var veitt það 11. júní 1866. Þar var hann prestur til 1875, er honum voru veittir Melar og þjónaði því kalli, þar til hann fékk lausn frá prests- skap eins og áður segir og Mela- og Leir- ár- sóknir voru lagðir til Saurbæjar. 1885 flutti hann síðan að Marbakka og var þar, það sem eftir var ævinnar, eins og áður er sagt. Síra Helgi hefur sjálfsagt verið mjög vel gefinn og sennilega vel lærður, og meira að segja fjöllærður eins og hér hef- ur lítillega verið minnzt á. Líklega hefur hann þó ekki verið á réttri hillu í prests- skapnum, iþó var talið, að hann væri all- góður ræðumaður. Til merkis um það hefi ég heyrt sagt, að sr. Þórður Jónassen í Reykholti hafi eitt sinn átt að segja, er hann hlustaði á sr. Helga í Melakirkju: „Þessi ræða hefði þótt góð af minum vör- um.“ Einnig á hann að hafa sagt um sr. Helga: „Bezta prestshöfuð í Borgarfjarðar- sýslu, — höfuðið á Melum.“ Bendir þetta til, að ekki hafi skort á gáfur og framsetn- ingu, heldur framburð, enda mátti pró- fasturinn glögglega tun þetta vita. Kemur það og heim við það, sem eldri menn, er mundu sr. Helga, hafa sagt mér, að framburður hans hafi verið mjög slæmur, og ræðurnar liðið við það. Margt er fleira merkilegt um sr. Helga að segja. Hann var í Kaupmannahöfn á fyrstu árum ljósmyndanna, og lærði þar ljósmyndasmíði, fyrstur allra íslendinga, og var hinn fyrsti íslendingur, er tók ljós- myndir hér á landi. Þætti mér mikilsvert að sjá eða komast yfir ljósmynd, sem sr. Helgi hefði tekið, ef einhver ætti eða vissi um, hvar væru niðurkomnar. Þá er sr. Helgi frægur fyrir það að vera faðir Forn- minjasafnsins. Þegar eftir að hann kom heim frá Kaupmannahöfn, byrjaði hann að safna fomgripum og hélt því áfram alla ævi síðan. Með bréfi til stiptsyfirvaldanna dags. 8. janúar 1863, gaf hann 15 forn- gripi, sem hinn fyrsta vísi til íslenzks fomgripasafns, með því skilyrði, að yfir- völdin tækju að sér umsjón safnsins. Meðan sr. Helgi var við nám í Kaup- mannahöfn, samdi hann ýmsar ritgerðir, t. d. um læknisfræðileg efni, sem þóttu verðlanaverðar. Hér heima samdi hann ýmsar ritgerðir, sem prentaðar voru í blöðum og tímaritum. En aðal ritverk hans og það merkasta var bragfræði hans, sem Bjöm Jónsson ritstjóri gaf út 1891, og fyrir löngu er ófáanleg bók. Sagt er, að Helgi hafi verið nokkuð hagmæltur, en það þótt heldur stirt. Sr. Helgi var lágur maður vexti og grannur, en lipur og af- burðagóður glimumaður. Hefi ég heyrt, að beljakar og heljarmenni hafi ekki get- að komið honum af fótum, jafnvel eftir að hann var orðinn aldraður maður. Sr. Helgi mun hafa verið hæglátur maðui' og spaklyndur, en þó þéttur í lund. Nú skal aftur nánar vikið að Magnúsi Einarssyni og konu hans, Rósu Árnadótt- ur, en mér ætlaði að ganga illa að afla staðgóðra upplýsinga um ætt hennar og uppruna. Faðir Magnúsar, var Einar Þorfinns- son, Péturssonar frá Hvdtanesi. Kona Þor finns og móðir Einars var Ingibjörg Magn- úsdóttir, kaupmanns á Eyrarbakka, Ein- arssonar, Magnússonar prests í Húsavík. Kona Einars Þorfinnssonar og móðir Magnúsar, var Ingibjörg Einarsdóttir, Þið- rikssonar frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. í þessu sambandi er rétt að gera nokkra grein fyrir Jóhönnu Guðmundsdóttur, bú- stýru sr. Helga, þvi fremur, sem ég veit ekki til að ætt hennar eða uppmni hafi nokkursstaðar verið rakinn á prenti. Jó- hanna þessi var hálf-systir Guðríðar, móð- tn- Ágústs Jósefssonar fyrrv. heilbrigðis- fulltrúa í Reykjavík. Jóhanna var fædd á Gaul í Staðarsveit 1825, dóttir Guðmund- ar Símonarsonar og Sigriðar Jónsdóttur, sem þá voru vinnuhjú þar. Árið 1828, hinn 21. april, giftust þau og fóru að búa á Syðri-Krossum í Staðarsveit. Sigriður dó þar 26. mai 1831, en Guðmundur 1835. Foreldrar Guðmundar voru Símon Björns- son og Guðný Halldórsdóttir, hjón, en þá vinnuhjú á Laxárbakka. Siðar bjuggu þau á Kleifárvöllum og liklega viðar þar í sveit. Jóhamia mun hafa farið til Ólafs föður- bróður síns, er hún missti föður sinn 1835, eða skömmu síðar. Var Jóhanna í ýmsum vistum í Kolbeinsstaðahreppi, m. a. á Litlahrauni. Hinn 26. júlí 1848 eignað ist hún barn með bóndanum þar, Bárði Sigurðssyni, var það drengur og skírður Kristján. Hann komst upp, kvæntist og fór til Vesturheims. Hinn 3. okt. 1851, eignaðist Jóhanna annan son, með Einari Jónssyni, sem þá var vinnumaður í Vogi á Mýrum. Hann var skírður Einar. Liklega er það árið 1854, sem Jóhanna ræðst til vistar að Jörfa til Helga Sigurðs- sonar, sem þar bjó þá. Hinn 2. ágúst 1855 eignast Jóhanna eitt barn með þriðja manni, er það stúlka, og skirð Rósa, en fað- ir hennar talinn Árni Sigurðsson silfur- smiður, bróðir Böðvars á Litlahrauni, en hann var heimilismaður á Jörfa árið 1854. Þegar Rósa Árnadóttir var ársgömul, var hún tekin til fósturs af hjónunum í Kross- holti, þeim Þorvaldi Hannessyni og Ást- riði Hallbjörnsdóttur og þaðan er hún fermd 1870. Árið 1872 fluttist Rósa svo lil Jóhönnu móður sinnar, sem þá var orðin bústýra hjá síra Helga á Setbergi. Árið 1875 fluttist Rósa enn með þeim að Melum í Melasveit og var þar í tvö ár. Þaðan fluttist hún svo út á Akranes, og giftist þar 16. október 1880, Magnúsi Ein- arssyni frá Steinsholti, sem hér hefur íýrr verið nefndur. Jóhanna Guðmundsdóttir mun hafa ver- ið í þjónustu síra Helga óslitið frá 1854— 1883, er hún fer til Ameriku, fyrst sem vinnukona, en síðar sem bústýra hans, (en hvergi get ég fundið að þau hafi gifst). Með henni fara þangað synir hennar og síra Helga, Lárus og Jóhannes. Þetta ferða- lag Jóhönnu og sona hennar til Ameríku þykir mér harla einkennilegt. Hún nær sextug að aldri, eftir að hafa verið með sr. Helga nær 30 ár, en hann hins vegar gam- all maður; en enga sennilega skýringu hefi ég getað fundið fyrir þessu. Framhald KAUPIÐ, LESIÐ OG GEYMIÐ AKRANES AKRANES 61

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.