Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 28

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 28
ARÐUR til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eim- skipafélags íslands 7. júní 1952, var sam- þykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1951. — Arðmiðar verða innleystir i aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá af- greiðslumönnum félags- ins um land allt. H.F. EIMSKIPAFÉLA6 ISLAHDS ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Björgvin Jónsson Vestmannaeyjum f. 1951- og 52 100 kr. Hafsteinn Bergþórsson, útgm. Reykja- vik, 200 kr. Einar Sveinsson, bygingam. Rvík, 50 kr. f. 1952. Rafn Sigurðsson, skipstjóri Grinda- vik, 200 kr. Guðlaugur Eggertsson Eyrarbakka, 50 kr. Gísli Guðmundsson, bóndi Hvalsnesi, 50 kr. Sigurður Sveinsson, kaupm. Rvik, 100 kr. Frú Ásta Jónsdóttir, Rvik, 100 kr. Búi Jónsson, bóndi Ferstiklu, f. 1951 og 52, 100 kr. Finnbogi Guð- laugsson, Borgamesi, 100 kr. f. 1952 og 53. Ölafur ólafsson veitingam. Rvík, 200 kr. Sverrir Matt- híasson, Bíldudal, 100 kr. Ó. F. Akranesi, 100 kr. Magnús Halldórsson, f. Daníel Halldórsson í Canada, 100 kr. Ólafur Guðmundsson, kaupm. Rvik, 100 kr. Guðmundur Jónsson, útgm. i Garði, 100 kr. Jóhannes Jónsson, útgm. í Garði, 100 kr. Helgi Benónýsson, útgm. Vestm., 100 kr. Óskar Einarsson, læknir Rvík, 100 kr. Hjónabönd: 5. janúar, ungfrú Oddbjörg Ingimarsdóttir Kirkjubraut 3 og Einar Bjami Hjartarson, s. st. 6. janúar ungfrú Unnur Leifsdóttir, Skagabr. 41 og Eggert Sæmundsson, s. st. 12. april: Einar Jónsson vélvirki, Ási í Garða- hreppi, og ungfrú Guðrún Jörgensdóttir, Merki- gerði. 12. april Einar Kristjénsson, sjómaður, og ungfrú Ingileif Eyleifsdóttir, bæði til heimilis á Suðurg. 109. 12. april Þórður Þórðarson, bifreiðastjóri frá Hvitanesi, og ungfrú Esther Teitsdóttir Suðurg. 37- 14. april. Elías M. Þórðarson, bifreiðastjóri, og ungfrú Hrefna Danielsdóttir, Sunnubraut 9. 14. apríl Gunnar Sv Júlíusson, sjómaður, og ungfrú Anna Daníelsdóttir, Bakkatúni 24. 1. maí Sighvatur Karlsson, Heiðarbraut 24, og ungfrú Sigurborg Sigurjónsdóttir s. st. Á hvítasunnudag (í. júni) vom gefin saman Þórður Guðjónsson, skipstjóri, frá ökrum og ungfrú Marsilía Sigurborg Guðjónsdóttir, frá Hreppsenda í Ólafsfirði. Heimili þeirra er á Suðurgötu 54. Ennfremur: Hákon Hólm Leifsson (Grímssonar oddvita i Galtarvik) og ungfrú Ingveldur Guð- rún Hannesdóttir frá Brekkukoti í Reykholtsdal. Heimili þeirra er í Galtarvik. 17. júni, ungfrú Guðjónina Sigurðardóttir Fjólu- grund 3 og Gunnar Hafsteinn Elíasson bakaranemi Heiðarbraut g. 21. júní, ungfrú Helga Kristín Bjamadóttir, Minni Borg, og Snorri Hjartarson rafvirki frá Hellissandi. Leikfélag Akraness. 1 Bæjarblaðinu 20. okt. s. 1., skýrði þáverandi formaður félagsins frá miklum fyrirætlunum þess á komandi starfsári. Nú er veturinn liðinn og kom- ið sumar, en úr vetrarstarfinu varð minna en til stóð. Þó æfði félagið og sýndi einn leik er á leið veturinn, írskur leikur, þýddur af Ragnari Jóhann- essyni, og hefur fengið heitið: „I Bogabúð." Hér skal þetta leikrit ekki rakið, eða frammi- staða leikenda, sem að vonum var all-misjöfn. Flezt þetta fólk eru lítt vanir leikarar, en sumu fer þó verulega fram við hvert nýtt verkefni, ef það er þama af áhuga og alvöru. Það má ekki dæma slík tómstundaverk hart, heldur þakka þaun áhuga og meta, svo lengi sem takmarkið er menn- ingarlegt, fólki og bæ til sóma. Sá, sem þetta ritar, átti þess kost að sjá leikritið í Bióhöllinni, og fannst það eftir atvikum frambærilegt, þótt ekki væri þar siglt hæsta vind, eftir listrænu mati. Dómur sá, sem leikur þessi fékk þvi i Reykjavík- urblöðum, er hann var leikinn í Iðnó, af þessum sama leikflokki, kom mér mjög spanskt fyrir. Þó var mér sagt, að um ýmislega framför hefði verið að ræða frá þvi hér heima. Hér hefur þvi eitthvað óvænt og óeðlilegt beinlinis skeð, og sem hlýt- ur að hafa verið hrein handvömm. Er það ekki aðeins hnekkur fyrir leikstarfsemina hér, heldur álitshnekkir fyrir bæinn, að bjóða fram í höfuð- staðnum sjálfum, — þar sem nokkur leikhús- menning er þó til, — þann leik, sem gefur tilefni til svo harðorðra dóma sem raun ber vitni. Árbók. Tryggingarstofnunar rikisins fyrir árin 1943— 46 er nýlega komin út. Hún hefur að geyma mjög mikinn fróðleik og margháttaðar skýrslur um þetta margþætta tryggingarkerfi rikisins. Þessi skýrslugerð virðist vera svo fullkomin og vel úr garði gerð, að af henni ætti — áður en mörg ár liða, — að vera vandalaust að sjá agnúa á kerf- inu eða ágæti þess, svo að laga mætti í hendi sér, og færa til betri vegar, það sem miður kynni að gefast ýmislega. Félagsheimili — Fundarhús — Gistihús. Verið er að rannsaka alla möguleika fyrir þvi að hefjast handa hér um byggingu slíks húss, sem sómasamlega gæti í framtiðinni fullnægt þörf bæjarins á þessu sviði. Til þessa vantar hér sjálfsagt orku og áhuga, þótt þetta sama reyn- ist öðrum og minni bæjum ekki nema fis eitt. Hart er það þó, ef samhpg og skilning skortir mjög innanbæjar, því fremur, sem til að leysa þetta verkefni er hægt að stilla svo til, að hundr- uð þúsunda fljúgi í fang manna fyrirhafnarlaust, til þess að leysa slík vanda- og nauðsynjamál bæja og byggða úti á landinu. Óþrifnaðurinn í höfninni. Undraverð er sú þolinmæði og langlundargeð, sem ]>olir að veita stöðugum straumi óþrifnaðar út i höfnina ár og síð. Hve lengi á að líðast að safna öllum óþverra bæjarins á einn stað við sjó i ibúðarhverfi bæjarins, en ýta honum ekki út fyrir hafnargarðinn. Kveðja frá frú Steinunni Hayes. Þessi gamla góða kona les AKRANES með mik- illi ánægju, og biður blaðið að skila beztu kveðju til Akumesinga, sinnar gömlu sveitar, og allra vina á Islandi. Heilsa hennar er góð eftir atvikum, en hún er orðin vanari sólinni og hinum löngu sumrum en við hér norðurfrá. 64 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.