Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 31

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 31
ÆVINTÝRIÐ UM KVIKMYNDIRNAR Framhald af 43 síSu. mannkynsins“ Píslargöngu Krists og dauða hans á Golgata. Fjórða sagan sagði frá blóðbaðinu í París, Bartholomeusnóttina, 24. ágúst 1512, þegar þúsundir Hugenotta voru brytjaðir niður vegna trúarskoðana sinna. Blóð- baðssenurnar voru eins sannar og hefðu þær verið teknar þessa hræðilegu nótt. Intolerance var sem voldug hljómkviða í myndum um miskunnarleysi mannsins gagnvart meðbræðrum sínum, en jafn- framt áhrifamikil hvatning til mannúðar og mnburðarlyndis. Hinir fjórir sögu- þræðir eru sem „paralell temu,“ eða „tóna straumar,“ ef svo má segja, sem renna fyrst samhliða, hægt og tignarlega, en eftir því, sem lengra kemur, nálgast þeir ljvern annan æ meira og renna saman í eina volduga elfu tilfinningalegrar tján- ingar. Mynd þessi var tvímælalaust stór- brotnasta listaverk Griffiths — „a time- less masterpiece," eins og einn listdóm- andi lýsti henni. Þegar Intorerance var sýnd, urðu dóm- arnir um hana 'harla misjafnir. Menn virtust eiga erfitt með að „melta“ þetta samofna efni og skilja ,,'hirm rauða þráð“ myndarinnar. Á þessum tíma var einnig verið að undirbúa þjóðina undir þátttöku Allra erfiðasta ár og dimmustu dagar í prestsskap sr. Bjarna eru í sambandi við árið 1918, þegar Spanska veikin geis- aði. Þegar veikin byrjaði hélt fólk, að þetta væri aðeins illkynjuð innflúenza, en það kom fljótt í ljós, að veikin var ann- að og meira. Hjá prestumnn í Reykjavik var þetta ekki aðeins erfitt vegna anna í sambandi við jarðarfarirnar. Það tók mest á taugarnar að taka á móti hinum tiðu da uðsfallatilkynningum og tilkynna þau vinum og vandamönnum, sem fleztir voru þungt haldnir og margir dauðvona. Nokk- urt hlé varð i upphafi veikinnar, því flest- ir lágu, og messur féllu niður. Einnig var sr. Bjarni sjálfur veikur á þessu tímabili. Frá 20—30 nóv. hafði sr. Bjarni hins veg- ar 65 jarðarfarir. 25. og 26. nóv. jarðaði hann t. d. 23 lík hvorn daginn. Á þrem- ur vikmn jarðsöng hann um 100 manns, auk skírna að þjónusta sjúka og sinna öðrum prestverkum. Einu sinni þurfti hann að tilkynna móður, að uppkominn sonur hennar væri látinn, en þegar hann kom til hennar þessara erinda, var hún að stumra yfir öðrum syni sínum, sem líka lá fyrir dauðanum, og dó eftir örfáa daga. Það kom fyrir á þessrnn dögum, að fá- í heimstyrjöldinni. Hernaðarandinn var að ná undirtökunum, en þar sem mynd þessi bannfærði ofbeldi, blóðsúthellingar og styrjaldir, þótti hún harla slæmt innlegg til hernaðarlegrar hvatningar. Af þeim sökum var bannað að sýna hana i sum- um borgum Bandaríkjanna. Myndin varð fjárhagslegt glapræði; kostaði $1.900.000, og það var að mestu leyti tapað fé. Eftir þetta var sem sköpunarmáttur Griffiths væri þrotinn. Hann tapaði frjáls- ræði sínu til sjálfstæðrar sköpunar. Hann gerði að vísu allmargar myndir eftir þetta, en þær miðuðust ekki lengur við listrænt gildi, heldur að þær gæfu hagnað í aðra hönd. Hinn mikli snilliandi varð gullinu að bráð. Og það er máske heldur ekkert imdarlegt. Fólkið skelti skolleyrum við allri list, eins og Griffith var nú búinn að fá áþreifanlega reynslu fyrir. Það var því ekkert annað fyrir hann að gera, en að fylgja straumnum og reyna að hagn- ast á skemmtanalöngun fólksins. Hin tvö stórbrotnu meistaraverk, The Birth of a Nation og Intolerance eru sem óbrotgjarnir bautasteinar, sem halda uppi nafni snillingsins David Wark Griffiths meðan nokkur ann sannri list í okkar hverflynda heimi. ir fylgdu, og að enn færri væru til að svngja. Það kom meira að segja fyrir, að að enginn væri organistinn. Þannig jarð- söng sr. Bjarni gamla konu, að organist- inn var enginn og enginn, sem söng, nema sr. Bjarni og Benedikt Ásgrímsson gull- smiður, og þeir sungu vitanlega niðri í kirkjunni. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda jarðar- fara minntist sr. Bjarni hvers eins per- sónulega með viðeigandi minningarorð- um um hvern fyrir sig. Hefur þetta því hlotið að vera hin mesta þrekraun, auk alls annars, sem þetta útheimti og em- bætinnu tilheyrði. Eitt sorgarélið enn. Hinn 10. marz 1925, hélt sr. Bjarni minningarguðsþjónustu í dómkirkjunni um 67 manns, sem fórust á Halamiðum i febrúar það ár. Nú, þegar sr. Bjarni minnist þessara dimmu daga, og oft endranær á hinum mestu þrauta- stundmn fjölmargra sóknarbarna sinna, segist hann hafa mikið lært af þreki þessa fólks, sem um sárast átti að binda. „Ég sýndi þar oft minni kjark og hreysti en sá, sem ég átti að hugga. Það var mér styrkur og næsta lærdómsríkt. Það var oft aðdáanlegt og verður mér ógleyman- legt.“ I — i ■ ■ — » —" — 1. —— 11 — . -I.. —. . Nr. 2/1952. AUGLÝSING frá Innflutnings- og gjald- eyrisdeild f járhagsráðs. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöru- skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhend- ingu vara, hefur verið á- kveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildi frá 1. júlí 1952. Nefnist hann „ÞRIÐJI SKÖMMTUN ARSEÐILL 1952“, prentaður á hvít- an pappír, með rauðum og fjólubláum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: Reitirnir: Smjörlíki 11— 15 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörliki, hver reitur. — Reitir þessir gilda til og með 30. september 1952. Reitirnir: SMJÖR gilda hvor um sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). — Reitir þessir gilda til og með 30. sept. 1952. Ákveðið hefur verið að taka bögglasmjör i skömmtun frá 1. júlí n. k. og greiða verð þess jafnt niður og mjólkur- og rjómabússmjör. „ÞRIÐJI SKÖMMTUN- ARSEÐILL 1952“, af- hendist aðeins gegn þvi, að úthlutunarstjórum sé samtimis skilað stofni af „ÖÐRUM SKÖMMTUN- i ARSEÐLI 1952“, með | árituðu heimilisfangi, svo | og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. júní 1952. Innflutnings- og gjald- eyrisdeild f járhagsráðs. LEIFTURMYNDIR ÚR LÍFI PRESTS Framhald af 47. síSu. A K R A N E S 67

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.