Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 34

Akranes - 01.04.1952, Blaðsíða 34
Olíu- kyndingartæki Smíðum olíukynditæki af mis- munandi stærðum fyrir íbúðar- hús, verksmiðjur og skip. Olíukynditæki ásamt öryggis- tækjum til notkunar í íbúðar- húsum jafnan fyrirliggjandi. — Sendum gegn eftirkröfu. — Vélsmiöjan HÉÐINN H.F. REYKJAVlK fornfrægum söfnum og öðru, sem hon- um var sýnt viðsvegar um álfuna. Ferða- lög voru erfið í þá daga og var naumast um annað að ræða en aka í hestvögnum. Einu sinni átti H. C. Andersen >að riða á asna í Spánarferð. Asninn var eins og asna er háttur blóðlatur og hvatti skáldið skepnuna óspart. Allt í einu tók sá litli ógurlegan sprett og varð Andersen þá svo óttasleginn að hann æpti: „Ég dett af baki.“ Svo illa fór þó ekki fyrir honum og átti hann það lengd sinni að þakka. Asninn skauzt fram á milli fóta hans og langa skáldið stóð eitt eftir. Ekki er ólíklegt að ferðalögin hafi ráðið miklu um það, að Andersen fór inn á eins sjálfstæðar braut- ir í ævintýraskáldskap sinum eins og hann gerði. Fram til 1843 eru ævintýri hans tal- in lík eldri ævintýrum, en upp frá því fer hann sínar eigin götur. Fléttar inn í ævintýrin reynslu sína úr hreysi og höllum, fyllir þau af mannkærleika, lífs- gleði en jafnframt lífsalvöru, gamansemi, háði, skopmyndum og þeim skáldlega neista, er aldrei kulnar, þótt ár og aldir líði. Áttunda mynd. Áttunda málverk NielsLarsen Stevens er frá Odense og sýnir þegar H. C. Ander- sen átta árum fyrir dauða sinn var gerð- ur heiðursborgari i Odense. Á því augna- bliki hlaut Andersen að finna, að bernsku- draumurinn um að verða frægur, hafði rætzt. Fyrst var hann hylltur opinber- lega í Lundi árið 1840 og gerðu það stúd- entarnir, síðan var hann hylltur víða, en aldrei mun honum hafa þótt eins vænt um neina hyllingu eins og þegar bærinn, sem hann var fæddur í, var skrautlýstur honum til heiðurs, og hann gerður að fyrsta heiðursborgara í höfuðstað Fjóns. Siðustu æviárin var hann tiltölulega hamingjusamur, öll gagnrýni var horfin, vinirnir margir og nærgætnir, einkum voru konur vina hans honum góðar, sáu um, að herbergin hans væru hrein og þokkaleg og blóm i blómavösunum. Bama- vinur var hann eins og að líkindum lætur alla sína ævi, og börnin komu ömgg og glöð til hans til þess að hlusta á ævin- týri. Vafalaust hafa þessir ungu vinir lians heldur hvatt hann til að fjölga þess- um gullkornum. Alls ixrðu ævintýrin hans 156, en 79 eru þýdd á íslenzku svo að ég viti. 50 þeirra þýddi Steingrímur Thor- steinsson, en 29 hefur Pétur Sigurðsson nýlega lokið við að þýða og em öll þessi ævintýri komin út hjá Bókaforlagi Fagur- skinnu í Bvík prýdd fallegum myndum. Ekki skal ég segja með vissu hvort á- stæða hefði verið til að skrifa langt mál um H. C. Andersen um leið og þessari útgáfu var hleypt af stokkunum, hitt hefði a. m. k. verið viðeigandi að leiðrétta það, sem rangt er sagt í þeim formála. Ólafur Gunnarsson frá Vik í Lóni. 70 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.