Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 2

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóöum og lausu máli Símon dalaskáld var eitthvert sinn nætursakir í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd í tíð sira Jóns Benediktssonar. Þar var þá vinnumaður, Jón Þorsteinsson, siðar bóndi á Glamnastöðum og víðar. Um kvöldið var spilað og voru þeir samspilamenn Símon og sira Jón, en á móti þeim voru Helgi sonur prestsins og Jón Þorsteinsson, og hallaðist á þá. Kvað þá Símon: Tveir fóstbræður tapa hræðilega, en Símon bæði og síra Jón saman græða eins og ljón. Frá þessu hefur sagt Brynjólfur Einarsson bóndí á Hrafnabjörgum, sem var viðstaddur, er Símon kvað vísuna. Þar er almenningsálitið strangur dómari. Brunaliðsstjóri i borg einni í Englandi notaði — einu sinni — bíl brunastöðvarinnar, til þess að komast kvöld eitt út á knattspyrnuvöll, til þess að horfa á knattspyrnuleik. Fyrir þetta tiltæki var hann kærður, og út af þessu urðu mikil réttar- hóld. Munaði minnstu að hann héldi stöðu sinni fyrir þetta tiltæki. Þetta gerðist fyrir 2—3 árum. Lögregluþjónn í Englandi hafði á ólöglegan hátt komist yfir skömmtunarseðla fyrir nokkrum gall- ónum af bensini. Hann missti stöðu sína fyrir tiltækið. Þetta var nokkrum mánuðum áður en hann átti að hætta störfum fyrir aldurs sakir og njóta eftirlauna, Um leið og hann missti stöðuna, missti hann af eftirlaununum vegna tiltækis síns. Tæknilega standa Svíar framarlega. Svíar eru farnir að þilja fjós — gólf, bása, flór og veggi í axlarhæð — úr rifluðu harð-gúmii. Hvað vera gott að hreinsa það og mjög endingar- gott. 1 rafmagnsleiðslu frá hinu stóra orkuveri Hars- pranget í Norður-Sviþjóð nota þeir 380 þúsund volta spennu. I orkuverinu eru 3 túrbínur, sem hver framleiðir 117 þúsund kw- Hvergi i heim- inum mun hafa verið notuð svo há spenna. "ímis- legt fleira er þó merkilegt við þetta mikla orkuver og leiðslurnar frá því. Við byggingu þess, hafa þeir t .d. notað 350 mílur af sprengiþræði. Þetta er enginn smáspotti, þvi ef kveikt væri í öðrum enda þessa spotta, mundi líða hvorki meira né minna en 2 ár, þar til neistinn næði hinum endan- um. Með því að nota þessa háu spennu, geta þeir nú komist af með einn streng í stað fjögurra áður i línuna. Linan er lika ný uppfinning, svokölluð stál-alúminíum-gerð. Þessi gerð línunnar er 30% sterkari en kopar eða eirlína, en þó 30% léttari, og er talið að við þetta sparist sem svarar 40% í stofnkostnaði. Er ekki hægt að nota þessar fram- farir í sambandi við Sogsvirkjunina? Gisli J. Johnsen stórkaupmaður og frú hans eru fyrir skömmu komin heim úr miklu ferða- lagi um mörg lönd. Hann sagði mér frá þessu, sem hér var sagt um nýjustu tækni í Sviþjóð. Hann sagði og, að byggingartækni og framfarir i byggingariðnaði Bandarikjamanna væri stór- kostlegar. Bæði um hraða, hagkvæmt fyrirkomu- 74 lag og, eftir atvikum lágt verðlag á hverri íbúð. Telur Gísli, að við getum lært mikið af þeim í þessu efni. Þá segir G. J. J. að mikil hreyfing sé uppi vestra, um að „standardisera" búning skólabarna úr góðu ódýru efni án alls „útflúrs," til þess að spara heimilunum sem mest útgjöld fram yfir það, sem eðlilegt er og sómasamlegt. Að lokum segir Gisli: „Ef ég væri yngri, hefði ég mikinn hug á að gera tilraun til að vinna — aftur — að umbótum á oliuverzlun landsmanna, því að mér virðist ýmislegt benda til, að olían sé seld hér mun dýrari en hún þyrfti að vera." Gísli J. Johnsen er búinn að gjalda torfalögin gagnvart ísl, atvinnulifi og framförum með þjóð- inni. En margur mundi verða honum þakklátur, ef hann notaði nú ævikvöldið til þess að lækka þennan gifurlega lið varðandi svo að segja alla framleiðslu landsmanna. Vinnusvik. Ýmiss konar vinnusvik eru orðin æði almenn og margvísleg, við hvers konar vinnu sem er, úti og inni, hæga vinnu og óhæga. Á skrifstofum í Reykjavík er það t. d. alvanalegt að sjá fjölda starfsfólks — yfirmenn og undirgefna — lesa dagblöðin á morgnana eitt af öðru. Nýlega sagði þannig einn atvinnurekandi i Reykjavík, að þessi morgunblaðalestur kostaði þetta fyrirtæki a. m. k. go krónur á dag. Fyrsta bárujárnsplatan hefur liklega verið flutt til landsins um 1880, af Geir kaupm. Zoega, mun enn vera eitthvað við liði af þessari járnsendingu, a. m. k. á skúr við vesturhlið á hinu gamla húsi Geirs við Vestur- götu 7. Það herbragð dugði. Líklega hefur það verið rétt eftir 1885, sem Geir Zoega flutti fyrstur manna hingað til lands hinar svonefndu ensku húfur, sem á stundum voru kalaðar „six-pensarar." Keypti Geir all mikið af þessum húfum í einni ferð sinni til Englands. Gerði hann þegar tilraun til að selja húfurnar, en ekkert gekk. Bjóst Geir við þvi, að húfurnar myndu aldrei seljast. En þá datt honum það snjallræði í hug að gefa stúdent einum og læknaskólanema, Birni Blöndal, eína húfu, gegn þvi, að hann notaði hana eitthvað i bænum. Það var auðsótt mál við Björn. Þetta herbragð hreif, nú var þess ekki lengi að biða, að húfurnar seld- ust. Það þurfti fljótlega að panta meiri birgðir og fleiri kaupmenn komu á eftir. Það sannaðist hér sem oftar, að ekki þarf nema einn gikkinn í hverri veiðistöð. Vísindin geta ekki svarað. 1. Hvað er svefninn? 2. Hvernig sér augað? 3. Hvað er rafmagnið? 4. Hvers vegna snýr nál áttavians alltaf í norður? 5. Hvernig verður fræið að tré? 6. Hvernig stendur á ilmandi lykt af rósum og sumum öðrum blómum? 7. Hvaða breyting verður á járni, sem segul- krafti er hleypt í? 8. Hvað kemur fuglinum til að búa til fyrsta hreiðrið sitt? 9. Hver er orsök þess, að afkvæmi manna og dýra verður karl- eða kvenkyns? 10. Hvaðan fær sólin hita sinn? Svona má telja endalaust. Tr. G. Langt er síðan Tryggvi Gunnarsson birti þennan lista í þjóðvinafélagsalmanakinu. Hvað af þessum gátum, telja visindin sig geta leyst i dag? Fyrsta bílferð til Akureyrar. Hinn 3. júli 1928, kom Þorkell Teitsson, sima stjóri i Borgamesi til Akureyrar í Ford-bifreið frá Borgarnesi. Frá Borgarnesi til Blönduóss var Þorkell í 7 tíma. Þaðan var hann 15 tíma til Akureyrar, og fékk menn sér til lvjalpar upp á Vatnsskarð og öxnadalsheiði. Verðhækkun á vörum um 12 ára bil. Eftir skýrslum holdsveikraspital- ans i Laugarnesi. Innlendar vörur, 1898, 1912, Af 100 Kindakjöt nýtt pd. 16,5 23,0 55,7 ------------- saltað — 18,0 28,6 53,9 -------------• hangið — 28,0 45,0 60,7 Nautakjöt nýtt ••- 26,2 34,7 32,5 Fiskur nýr — 4,0 8,0 100,0 ---------- saltaður — 10,2 14,0 38,2 Snvjör — 60,9 94,0 54,5 Nýmjólk — 17,0 18,0 5,9 XJtlendar vörur. Rúgmjól Pd. 7,o 8,2 ig,t Baunir — 12,0 14,6 21,8 Kaffibaunir — 41,2 44,5 6,4 Hvítasykur — 21,0 26,0 24,0 Salt tn. 3,8 4,3 13,3 MánaSarkaup hjúa. Vöku- og þvottakonur 7,50 11,25 50,00 Vinnukonur 6,25 10,00 60,00 Vinnumenn 16,67 20,90 25,40 Erfiðis- og daglaunamenn klt. 21,20 32,40 52,80 Jámr.miðir 43,8o 49,70 14,80 Cláissmiðir 37,80 4','.,7o 20,90 Verzlanir á íslandi. Sveitav. Innl Utl. Meðaltal Innl. Erl. % % % 1865—1870 28 35 44 56 1881—1890 63 40 2 61 39 1891—1900 130 40 17 76 24 1901—1905 223 50 27 82 18 1906—1910 366 50 31 88 12 1911 377 46 23 89 11 1912 421 44 23 91 g Almanak Þjóðvinafélagsins. Krókódílstár. Það er sagt, að krókódílar ginni til sín menn og mállleysingja, sem þeir ætla að ráðast á og éta, með þvi að stynja, rétt eins og þeir séu sár- þjáðir. Af þessu er dregið heitið: krókódílstár, sem talið er, að menn felli af litilli einlægni. Forsíðumynd er hús Sambands ísl. samvinnufélaga 1952. AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.