Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 3

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 3
Tvö merkisafmœli samvinnuhreyfingarinnar d Islandi SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA 50 ÁRA KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA 70 ÁRA Mönnum er náttúrlegt að glíma við örð- ugleika sína og ráða bót á því, sem miður fer. Margítrekaðar tilraunir Islendingi allt frá öndverðri 19. öld, til þess að hamla gegn áhrifum háskasamlegrar, aldagam- allar verzlunaráþjánar með ýmsum sam- takatilraunum, var því i hæsta máta heil- brigð og aðkallandi viðleitni góðra manna til þess að binda endi á óþolandi, þjóð- hættulegt ástand, sem um aldaraðir hafði legið sem mara á landsfólkinu og byrgt þvi sólarsýn bæði í veraldlegum og and- legum efnum. Það má með fullum rökum segja, að AKRANES varanlegum árangri af myndun verzlun- arfélaga hér á landi hafi fyrst verið náð með stofnun Kaupfélags Þingeyinga, að Baldvin Þ. Krist- jánsson, forstöðu- maður Fræðslu- og félagsmáladeild ar SlS, hefur skrif- að þessa grein fyr- ir „Akranes." AKRANES XI. árg. júlí—sept. 1952. — 7—9 tbl. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgöarmaZur: ÖLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi PBENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H. F. Þverá i Laxárdal, 20. febrúar 1882. Hvort sem við þökkum það þroska og festu þing- eyskra bænda eða guði og lukku, er það staðreynd, að þessu elzta kaupfélagi lands- ins, sem í ár heldur hátíðlegt 70 ára af- mæli sitt, auðnaðist fyrstu allra islenzkra verzlunarfélaga að halda velli til lang- frama, enda að ýmsu byggt á traustari samvinnumennsku en nokkurt hinn eldri, annars mjög merku fyrirrennara þess. Og víst er um það, að mennirnir, sem í eigin krafti eða annars æðri gengu hér til verks, „. . . . þeir léttu af oss oki og neyð, þótt enn oss meinin saki." Islenzk samvinnusamtök, já þjóðin öll, á Þingeyingum áreiðanlega mikið upp að unna. Dæmi þeirra um djúptækan félags- þroska og órofa tryggð við hugsjónir er fagurt og ævarandi. Þeir sáðu til þess mjóa vísis, sem nú er sprottin af voldugasta fé- lagshreyfing þjóðarinnar. Þrjú elztu kaupfélögin — öll úr Þing- eyjarsýslu — stóðu að stofnun íslenzka samvinnusamibandsins, að Yztafelli, 20. febrúar 1902, á tuttugasta afmælisdegi Kaupfélags Þingeyinga. Stórmannlegra af- mælistiltæki samvinnumanna, mitt í klíð- um hatrammrar baráttu fyrir tilveru og frelsi, er vart hægt að hugsa sér. Má það viðbragð verða munað meðan manndómur, víðsýni og áræði er nokkurs metið i land- inu. Upp af frækorni Þingeyinganna hafa nú vaxið langsamlega fjölþættustu og um- fangsmestu samtök, sem nokkru sinni hafa starfað hér á Islandi; Samband íslenzkra samvinnufélaga, sem nú á 50 ára starfs- feril að baki. En þótt íslenzkir samvinnumenn geti nú á þessum merku timamótum litið með stolti yfir farinn veg, og marga unna þraut, skyldi enginn ætla, að vegur sam- vinnusamtakanna hér hafi aldrei verið þyrnum stráður. Margir menn og þekktir hafa meir en lagt þróttmikla hönd á plóg- inn. Þeir hafa, margir hverjir, haft hina merkustu forystu á höndum; borið hinar þyngstu byrðar. Nöfn þeirra munu lifa, ekki aðeins i sögu samvinnusamtakanna, heldur og þjóðarsögunni. Hinu má held- ur ekki ganga framhiá né gleyma, að á 75

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.