Akranes - 01.07.1952, Síða 5

Akranes - 01.07.1952, Síða 5
Félagsheimili Samvinnumanna, Bifröst í BorgarfirSi. um —, og Jötunn h/f, véla- og viðgerðarverk- stæði. Þá má minna á þrjú Tyrirtæki Sam- bandsins á sama stað; íshúsið Herðubreið og Garnahreinsunarstöð- ina, sem bæði hafa mikla þýðingu fyrir framleiðsluna til sveita og Kirkjusand h/f, sem annast verkun á sjá- varafurðum. Trygging arstarfsemi samvinnu- manna hefir mjög rutt sér til rúms síðustu árin, og náð hinum glæsilegasta árangri. Samvinnutryggingar annast nú sjó- bruna- bifreiða- og endurtrygg ingar, en Andvaka líf- tryggingar. Er hér um að ræða hina merki- legustu starfsemi, sem þegar hefir látið mikið gott af sér leiða, en á þó vafalítið eftir að gera enn meira gagn á komandi tímum. Þá er starfsemi Fasteigna- lánafélags samvinnumanna nýr og athygl- isverður þáttur í samvinnustarfinu. Helfir hann þegar opnað mörgum möguleika til þess að eignast skjólshús yfir sig og sina, þótt torfundin verði leið til þess að sinna á jákvæðan hátt öllum þeim aragrúa beiðna, sem horist hatfa. Er lánastarfsemi þessi rekin m. a. í sambandi við liftrygg- ingar Andvöku. Árið 1946 hóf Olíufélagið h/f starfsemi sína sem fyrsta alíslenzka olíufélagið hér á landi. Varð það fyrir tilverknað samvinnusamtakanna, i félagi við stærstu olíusamlög útvegsmanna viðs- vegar um landið, og nokkra aðra aðila. Er þess vissulega að vænta, að félaginu auðnist að verða til sem mestra nytja varðandi eðlilegt og heilbrigt ástand í olíuverzlunarmálum landsmanna. Er a. m. k. ekki auðvelt að sjá, hverjum aðila öðr- um ætti að vera jafnvel treystandi í þvi efni, hvað þá betur. Ekki má, þótt á stóru sé stiklað, minnast svo á samvinnustarif nokkurs lands, að eigi sé getið annars en þess, sem verzl- unar- og viðskiptamálunum viðkemur. Hvort sem litið er til „grundvallarlaga“ samvinnuhreyfingarinnar á alþjóðlegan mælikvarða eða eigin laga SlS og sam- þykkta sambandsfélaganna sjálfra; hvers einstaks þeirra — blasa við augum ákvæð- in og skyldurnar í sambandi við fræðslu- og félagsmál samtakanna. Og þótt alxnennt hafi í þessu efni, hér sem annars staðar, verið gert minna en skyldi og vilji og votnir hinna beztu samvinnumanna á hverjum tima stóðu til, verður það þó að segjast, að víðast hvar hefir orðið vart nokkurrar viðleitni kaupfélaganna til at- hafna á þessu sviði og sums staðar allmik- illar. Yrði of langt mál hér að fara út í atriði varðandi einstök sambandsfélög. Skal hins heldur freistað, að nefna nokk- ur dæmi úr sögu Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga til sannindamerkis um skyldu- rækni og skilning þess á orðalagi og anda viðkomandi samvinnuákvæða. Þegar á fyrstu staiifsárunum voru ráðnir merkismenn til fyrirlestrahalds víðsvegar um landið. Þrátt fyrir erfiðar samgöngur heimsóttu þeir marga staði, ræddu og fræddu tun samvinnumál o. fl. Voru ýmsir sem sinntu þessum störfum. Má þar helzt tilnefna þá Yztafellsfeðga, Sigurð og Jón, Sigurð á Arnarvatni og Benedikt frá Hofteigi. Það var ekki Ifýrr en 1946, að sérstakur erindreki var ráðinn. Hefir hann síðan ferðast um milli sambands- félaganna og í einstakar deildir þeirra sumra hverra, verið málflytjandi á veg- um annarra samtaka og flutt fræðsluerindi um samvinnumál í mörgtun skólum lands- ins, og oftast sýnt kvikmyndir um leið, til fræðslu og skemmtunar. Árið 1907 tók Sambandið að gefa út timarit, og hefir gert það óslitið síðan. Ekki hét það frá upphafi nákvæmlega sama nafni, frekar en Sambandið sjálft, en „Samvinnan“ hef- ir lengi verið, og er ennþá, langsamlega útbreiddasta tímarit landsins, enda jaifn- framt hið vandaðasta og ódýrasta. Sam- vinnuskólinn hóf starfsemi sína 1918, og var 30 ára afmælis hans veglega minnst, m. a. með útgáfu vandaðs afmælisrits. Hefir hann frá upphafi verið hin merk- asta fræðslustofnun. Bréfaskóli SlS er nú kominn á annan áratuginn að aldri. Er hann eini bréfaskólinn í landinu. Hefir starfsemi hans mjög farið vaxandi síðustu árin, og getur fólk á öllum aldri aflað sér staðgóðrar þekkingar í mörgum mikils- verðum námsgreinum og hagað sjálfsnámi sinu alveg eftir þvi, sem bezt hentar með tilliti til alvinnuhátta og annarra aðstæðna. Fyrir nokkrum árum keypti SlS bóka- útgáfuna Norðra á Akureyri. Hefir starf- semi hennar síðan farið mjög vaxandi, og gefur Norðri nú út árlega margar merkar bækur og hefir sérstaklega lagt rækt við þjóðleg fræði. Hefur hann fyrir skömmu hafið útgáfu nýs timarits, „Heima er bezt.“ Sézt í sjálfri nafngiftinni að hverju ritið vill stuðla, og mun nú mörgum þjóðholl- um manni ekki finnast af veita, þegar tekið er tillit til tiðarandans annars vegar, en viðhorfs langflestra svokallaðra „heim- ilisrita“ hins vegar. Þá hefir verið brugðið upp nokkrum skyndimyndmn úr starfssögu kaupfélag- anna og Sambands íslenzkra samvinnu- félaga. Lítið segja þær þó nm sjálft líf og starf þeirra mörgu heiðursmanna, sem á midanförnum áratugum hafa lagt fram AKRANES 77

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.