Akranes - 01.07.1952, Qupperneq 7

Akranes - 01.07.1952, Qupperneq 7
Hollensk skip á leiS norSur í höf 1595. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍk 50 ára I. Kafli. — LÍTIÐ EITT UM MARGAR ALDIR. Þar sem land vort er eyland, varð að sækja hingað á skipum. Þar sem hér voru ekki þau landgæði, að af þeim einum mætti bjargast, urðu skip að halda uppi nauðsynlegum siglingum við önnur lönd. Allt frá landnámstíð, þurfti þjóðin þvi mikið á skipum að halda og vandist snemma siglingum. Á lýðveldistímunum önnuðust landsmenn sjálfir allar sigling- ar að og frá landinu, en eftir að það gekk undir Noregskonunga hrakaði þessum sigl- ingum landsmanna sjálfra mjög og lögðust fljótlega svo að segja niður. Sumir landsmenn töldu landgæði hér svo mikil, að smjör drypi af hverju strái, en auk þess gekk mikil mergð fiskjar upp að ströndinni. Framan af öldum er talið, að landsmenn hafi ekki stundað fiskveiðar, nema til eigin nota, en á þessu verður veruleg breyting á 14. og 15. öld. Halfisar, eldgos og alls konar óáran þjaka þjóðina oft verulega. Skógarnir eyðast, landið blæs upp, og landbúnaðurinn dregst saman. Landsmenn verða þess varir, að aðrar þjóðir sækja hingað fisk og flytja hann heim, þeir fara því að gefa fiskveiðunum meiri gaum en áður og — skreiðin — verður eftirsótt útflutningsvara. Bátum og skipum fjölgar verulega, verstöðvar rísa upp, þar sem skilyrðin voru bezt og hæg- ast var að ná i fiskinn. Bændur og búa- lið fer að taka sig upp frá búunum og fara til fiskveiða, sérstaklega á haust- og vetrarvertíðum. Eftir því, sem útgerðin eykst og fiskurinn verður eftirsóttari út- flutningsvara, stækka verstöðvarnar og fólk fer að setjast þar alveg að, en þar reyna margir að hafa samhliða nokkrar nytjar af landi fyrir sig og sitt fólk. Þar sem þorpin mynduðust — og viðar í verstöðvum — höfðu frá fornu fari verið ágætar bújarðir, eftir því sem þá gerðist. Slík landgæði hafa því orðið næsta gagnleg -því fólki, sem smátt og smátt hefur verið að flytja á „mölina“ fram á þennan dag. Örfá orð um skipasmíðar hérlendis. Af mörgum heimildum má ráða, að Norðmenn halfi þegar i fornöld verið góðir skipasmiðir, enda voru þeir þá þegar mik- il siglingaþjóð. Allmikla þekkingu á þess- um efnum hafa því íslendingar haft í heimanmund frá Noregi, enda voru meira að segja í hópi landnámsmanna ágætir smiðir. Þótt Islendingar hafi þá ekki smíðað hér mikið af hafærum skipum — sem kall- að var, — var það ekki af kunnáttuleysi, heldur fyrst og fremst vegna efnisskorts í landinu sjálfu. Um skyldleikann í þess- um efnum þarf ekkert að efast, enda telja fræðimenn, að hið norræna skipalag halfi haldizt á íslenzkum skipum fram á okkar daga. Landnáma segir frá þvi (bls. 40), að þá þegar hafi verið svo stór skógur í Hval- firði, að bóndinn í Botni hafi látið af honum gera haffært skip, „ok hlóð þar, sem nú heitir Hlaðhamarr.“ Um slikar skipabyggingar — úr ísl. viði — er getið í fleiri sögum. 1 Egilssögu stendur svo: „Skallagrímur var skipasmiður mikill, en rekavið skorti eigi vesr fyrir Mýrar.“ Það er líka vitað, að rekaviður hefur verið Is- lendingum næsta þarflegur á öllum öldum, til húsa- og skipagerðar. Ól. B. Björnsson tók saman í tilefni af 50 ára afmæli félagsins 21. okt 1952. Þar sem rekaviðurinn var ekki öruggur eða árviss, var vitanlega reynt að tryggja innflutning á skipaviði, þótt það gengi mjög misjafnlega. Er oft kvartað yfir þessu, sérstaklega á einokunartímunum, bæði um magn og gæði. Um allt land hafa verið til nafnkunnir skipasmiðir, sem byggðu skip og báta af miklum hagleik og kunnáttu, og yfirleitt hafa reynzt hin traustustu og beztu skip. Hræringar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve þjóðin var illa komin efnahagslega um margar aldir. Þrátt fyrir allan armóð- inn og erfiðleikana, lifðu þó oft með henni menn, sem reyndu að telja kjark i hana og gengu sjálfir á undan um hagnýtar framkvaandir á ýmsum sviðum. Hér þurfti mikið til, þvi að við ramman reip var að draga, þvi „yfir“-iþjóðin sló hér eign sinni á skip og jarðir og þrælkuðu landsfólkið til þess að auðga konung og gæðinga stjóm- arinnar, hina dönsku kaupmenn og hinn danska höfuðstað. I þessari baráttu gegn hinu danska valdi koma ýmsir góðir menn við sögu, þótt ekki verði nöfn þeirra tal- in hér. Eins og að hefur verið vikið, lagðist margt á eitt um að drepa allan dug úr íslendingum, en þar olli þó ekkert eins miklu sem einokunarverzlunin. Þegar lin- að var á fjötrunum 1787, og verzlunin gefin frjáls 1854, færðist fljótt líf í allt. Fólkið varð frjálslegra og upplitsdjarfara og það leiddi fljótlega til andlegra og efn- islegra framkvæmda. Það var mörgum góðum mönnum ljóst, að viðreisn atvinnuveganna væri fyrsta og meginskilyrðið fyrir framförum lands- ins. Nokki-ar tilraunir voru því gerðar með þilskipaveiðar, en allt gekk þetta misjafn- lega. Nokkrar duggur voru smíðaðar inn- anlands, en við margvíslega erfiðleika var að etja. Árið 1826 eru til aðeins 5 þilskip á Suð- urlandi, 10 á Vesturlandi og 1 austanlands AKRANES 79

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.