Akranes - 01.07.1952, Qupperneq 10

Akranes - 01.07.1952, Qupperneq 10
FRIÐRIK IiJARTAR: Ástkæra, ylhýra málið IV. Islenzk tunga. Allír ættum vér íslendingar, að samein- ast einhuga um að vanda málfar vort, bæði í ræðu og riti. Er þess, ef til vill, enn meiri þörf nú en nokkru sinni ifyrr, bæði vegna vaxandi skipta við erlenda menn, ferðamenn, starfsmenn ýmiss kon- ar og herlið, svo og vegna breyttra atvinnu- hátta og uppeldis. Vér höfum og góða að- stöðu til málverndar og málfegrunar, ef áhugi og samtök lærðra og leikra stefna þar að einum ósi. Var mjög ánægjulegt að heyra rnnmæli stúdenta vorra um þetta mál 1. desember s. 1. Gangi slíkir liðs- menn samhuga að þessu starfi, ásamt allri alþýðu manna og útvarpinu sem á- róðurstæki í þessum efnum, mun oss brátt takast að fegra málfar vort bæði um orða- vol og setningaskipun, enda er þess full þörf og auðvelt að sanna slíkt. Benda vii ég á nokkur atriði, er ég tel að lagfáera þurfi. A8 halda újram. I sambandi við þetta orðalag vil ég, að útvarp, blöð og timarit taki upp fasta venju um orðalag. Dœmi: 1) Mennirnir héldu áfram för sinni. 2) Fundinum verður haldið áfram á morg un. (Ekki: Fundinum heldur áfram á morgun). 3) Jarðskjálftinn hélzt lengi, eða jarð- skjálftinn stóð lengi. (Ekki: Jarðskjálft- anrnn hélt lengi áfram). 4) Eldgos héldust á íslandi, eða eldgos hafa verið tíð á íslandi, eða eldgos hafa oft geisað á Islandi. (Ekki: Eldgosum hélt áfram á Islandi). 5) Enn eiga sér stað hægfara hreytingar á landinu. (Ekki: Enn halda áfram hægfara breytingar á landinu. Um fyrsta dæmið mun enginn ágrein- ingur eiga sér stað, enda er framkvæm- andinn þar persónulegur. — Um annað dæmið hefur sú málvenja verið ráðandi, svo að segja um land allt, að segja: Fund- urinn heldur áfram, þingið heldur áfram, sýningin heldur áfram, en ekki (þinginu heldur áfram o. s. frv. — Óþarft er að nota orðasambandið að halda áfram í máls- greinum hliðstæðum ofannefndum dæm- um. Má t. d. nota í staðinn: Fundinum verður haldið áfram á morgun, eða: Fund- urinn hefst að nýju á morgun. — I stað þess að segja eða skrifa: Orrustur halda áfram, eða orrustum heldur áfram, ber að segja eða rita): Orrustur standa enn, orrustur geisa enn. Er það miklu fallegra mál. — Ég hygg, að næsta fáir alþýðu- menn á Islandi segi: „Jarðskjálftanum hélt lengi áfram, enda finnst mér þetta mjög ljótt og óviðkunnanlegt málfar (orða- lag). Allur almenningur mundi segja: Jarðskjálftinn stóð lengi, jarðskjálftinn hélzt lengi, eldgosið stóð lengi (dags, næt- ur), eldgosið hélzt lengi (sumars, vetrar). Vill Ríkisútvarpið ekki vera brautryðj- andi um að festa í ræðu og riti ofannefnda málvenju í sambandi við orðalagið: að halda áfram? Þá mimdu blöð og tímarit brátt gera slíkt hið sama. — Illa gengur að kveða þágufallssýkina niður. Hér skulu nokkur dæmi þess nefnd........„en hana (leiknina) skortir þeim tilfinnanlega“ — í stað: „en hana skortir þá tilfinnanlega. — Einhvern skort- ir einhvern hlut, einhverja skortir ein- einhverja hluti. (ekki einhverjum skort- ir). — ....... „Henni klæðir svo vel svart“ ..... / staS: Henni fer svo vel svart, — (eða, ef hið dönskuskotna orða- lag er notað: „Hana klæðir svo vel svart), — en það er hvorki góð né falleg íslenzkai. — ...... „Þeim hlakkar til jólanna, og okkur hlakkar öllum til jólanna," — i stað: Þeir hlakka til jólanna, og viÖ hlökk- um öll til jólanna. Verum samtaka um að segja og skrifa fyrir löngu, fyrir stuttu, fyrir viku, fyrir mánu'Ói, fyrir ári, o. s. frv.. Ekki fer vel því að bæta síðan við ofanrituð orðasam- bönd: (fyrir löngu síðan, fyrir stuttu sío- an, o. s. frv.), það er dönsku sletta, sbr.: „for længe siden,“ og fer illa í íslenzku máli, enda fátítt áður. sbr. t.- d. gátuna gömlu. Það var fyrir fisk (löngu), að þessi gerður var ull (Iagður). Þessi gáta hefði aldrei orðið til, ef orðið s'iÖan hefði þá verið notað. Þá hefði gátan verið svona: „Það var fyrir fisk síðan, að þessi garður var ull.“ —- Leggjum niður orðalagið: á nœstunni, sem fer nú mjög í vöxt. Nýlega — áður haft um það, sem liðið var, segjum heldur bráðlega, innan skamms, innan tíðar, inn- an stundar, næstu daga o.s.frv. Verndum hinar fallegu kveðjur vorar. Segjum: gófian dag, gott kvöld, göSa nótt, ekki góðan dag- inn, góða kvöldið góða nóttina. — Segjum komdu sæll, eða komið þér sælir, vercu sæll, eða verið þér sælir ekki bless, því síður halló. — Hættum að tala um snjóél. Allir íslendingar vita, að orðið él nr aldrei notað, nema í sambandi við snjókomu. Það er þvi álíka viðkunnanlegt!! að heyra talað um snjóé 1 og vatnsvigningn. — (Nú eru snjélin skollin á). (Menn eru varaðir við að fara ekki fyrir Hvalfjörð). Segjum ekki: dag nokkurn, heldur dag einn, ekki sumar nokkurt, heldur eitt sum- ar. — Já, sameinumst um að vanda mál- far vort og setningaskipun betur en gert er í eftir farandi málsgreinum, sem birtar eru til viðvörunar. — Úr blaðagrein: .... „að ekki er hægt að leyfa fólki aðgang að berjalandi, sem þannig gengur um.“ — Tilvísunarfomafnið sem, er ekki á eftir því orði, er það á við. Málsgreinin því óljós og illa orðuð. Betri svona: .... að ekki er hægt að leyfa fólki, sem þannig gengor um, aðgang að berjalandi. Er nú augljóst, að það er fólkið, sem hefur gengið illa um, en ekki berjalandið. — Ur blaðagrein: „Leirbrennslan Funi h/f, sem nú hefur starfað á fjórða ár, opnar í dag sýningu á munum, sem hún hefur framleitt úr ís- lenzkum leir í blómaverzluninni Flóru, Austurstræti 8 Rvik.“ — Lesendur utan Reykjavíkur, skilja þetta eflaust þannig, að leirbrennslan hafi starfað í blómaverzlun- inni Flóru. Málsgreinin hefur (að líkind- um) átt að vera þannig: Leirbrennslan Funi h/f, sem nú hefur starfað á fjórða ár, opnar í dag — i blóma- verzluninni Flóru, Austurstræti 8, Rvík, — sýningu á munum, sem hún hefur framleitt úr íslenzkum leir. — Bezt hefði verið að skipta frásögn þessari eða tilkymi- ingu i tvær málsgreinar, þannig: Leir- brennslan Funi h/f, sem nú hefur starí- að á fjórða ár, opnar í dag sýningu á mun- um, sem hún hefur framleitt (eða unnið) úr islenzkum leir. Sýningin verður í blómaverzluninni Flóru, Austurstræti 8 Rvik. — Úr blaðagrein: ......... N. N., stjómmálamaðurinn mikli, sat eitt sinn á milli madame de .... og madame . . . . , sem báðar voru nánar vinkonur hans, og háðar frægar, í miðdegisverðarboði." Hafi þessar vinkonur stjórnmálamanns- ins aðeins verið frægar, þegar þær sátu miðdegisverðarboð, þá er orðalagið rétt. — En sé átt við hitt, sem telja má sennilegra, að þessar vinkonur stjórnmálamaimsins hafi verið frægar, þá átti málsgreinin að vera á þessa leið: N. N......stjómmála- maðurinn mikli, sat eitt sinn i miðdegis- verðarboði á milli madame .... de .... og madame .... ,sem báðar voru nánar vinkonur hans og báðar frægar. — .... UIvarpsauglýsing: „Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að framlengja Nor- rænu ljósmyndasýningunni!!. — Hér er talað um að framlengja einhverju, fram- lengja sýningunni. Þetta er rangt. Sögn- in að framlengja tekur með sér þolfall, framlengja einhvern, framlengja víxilinn (ekki víxlinum). Fela þarf rikisútvarpinu að breyta orða- lagi auglýsinga þannig, að þær séu mál- fræðilega réttar. Hefur útvarpið mjög sterka aðstöðu um að kveða niður mál- villur, en stuðla að réttu máli og fögm. — Bjöm Jónsson, ritstjóri, síðar ráðherra, var, sem kunnugt er, ritfær í hezta lagi og áhugamaðxrr um íslenzka tungu. Hann 82 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.