Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 13

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 13
bændanna, eftir að þeir höfðu sjálfir sann- færzt um notagildi þessarar aðferðar. Á- gúst gekk mjög illa að fá nægjanleg leyfi fyrir þessum nauðsynlegu hlutum. Eftir að hann var búinn að brjóta heilann um þessa hluti og brjóta ísinn, virtist honum, að þeir, sem sigldu í kjölfar hans í jiessu efni fengju miklu fremur — og ifljótar — meiri gjaldeyri en hann sjálfur. Það var eigi aðeins, að möguleikar Ágústs í þessu efni væru færðir yfir á allt annan aðiia eða fyrirtæki í landinu, heldur var bein- línis lokað fyrir öll leyfi til rafvirkjavinnu- stofu hans, svo að hann neyddist til að selja það fyrirtæki sinnar eigin iðngreinar. Velgerðamaður bændanna. Árið 1947 var full reynsla fengin fynr notagildi hinnar nýju súgþurrkunarað- ferðar, er Ágúst Jónsson kom hér af stað. Bárust honum nú hvarvetna að vottorð bænda um þá byltingu, sem þeir beinlín- is töldu þetta valda um bætt hey, sérstak- lega, þegar um óþurrka væri að ræða. Fyrstu tilraunir Ágústs voru bundnar við kalt loft, sem gaf sæmilega góða raun, þótt það gæfi enn betri árangur að nota heitt loft, sem nú er víst eingöngu notað. Ágúst segir, að hið gamlít Nýbyggingar- ráð hafi viljað greiða götu sína um kaup á vélum, en þess naut ekki lengi við. Þar var þá stárfsmaður Sigurður Þórðarson, fyrrnefndur, sem ætíð hefur litið með vel- vilja á þessa starfsemi. Því var það, að þeg- ar Ágúst gaf út fjölritaða bók um Súg- þurrkun 1947, skrifaði Sigurður formála fyrir þessari bók. Að fyrrgreindum formála loknum, hefst bókin á svofelldum fyrirspurnum Ágústs til þeirra bænda, sem kynnzt höfðu þessari nýjung hugvitsmaxmsins: 1. Teljið þér, að það hafi verið ráðlegt að leggja i þann kostnað, sem því fylgir að fá heyþurrku? 2. Gerði þurrkun yðar mögulegt að bjarga nokkru lieyi, sem mundi hafa tapazt eða eyðilagst, með því að verka það úti í ár — í fyrra — í meðalóri? 3. Álitið þér, að þessi þurrkunaraðferð geri yður mögulegt að fá betra hey (fóður) heldur en þér hafið fengið, ef þér hefðuð þmrkað hey yðar úti á venjulegan hátt? 4. Hvaða heytegundir voru þurrkaðar, hve mikið af hverri, hérumbil? 5. Hafa nágrannar yðar sýnt áhuga fynr þessari heyþurrkunaraðferð? 6. Munduð þér mæla með þessari aðferð við aðra bændur? 7. Hafið þér rafmagn? (Spenna: volt, magn: wött). 8. Notið þér bensín vél. (Hvað stóra, hö) ? 9. Notið þér dieselvél. (Hvað stóra, hö) ? 10. Hver er brennslukostnaðurinn pr. 100 kg af heyi? n.Hve fengi voru vélamar keyrðar? (Klst.) ? 12. Teljið þér að þurrkan spari fólk, (þui'fi Jærri við heyskapinn)? 13. Teljið þér að þmrkan skapi rekstrar- öryggi? 14. Blésuð þér í alla hlöðuna í einu, eða hluta af henni? 15.1 hvernig ástandi var heyið, þegar það var látið í hlöðuna? 16. Hvað kosta tækin: a. blásarinn, b. mót- orinn? 17. Var notaður heitur blástur, og þá frá hvers konar hitagjafa? 18. Hvað kostuðu stokkarnir og hvar smið- aðir? 19. Hvað er lúguopið stórt (ferfet)? 20. Hvað er blásið mörgum cfm. (kúbik- fetum á sek.)? 21. Yðar persónulega álit á notagildi þess- arar heyþmrkunarvélar fyrir íslenzk- an landbúnað? Næst á eftir fylgja svör frá 19 bændum viðsvegar að af landinu. Svörin eru yfir- leitt mjög jákvæð, og skulu hér nefnd nokkur sýnishorn af þeim: Sá fyrsti segir: Ég hef mjög mikið álit á þessari þmrkunaraðferð. Annar segir: Stórmerk nýjung, nánar í bréfi. Þriðji: Ég tel að þetta sé framtíðin, og óska að þetta komist inn á sem flezt heimili, því að ég þarf færra fólk, fæ betri hey, en aflvélin þarf að vera örugg og góð. Fjórði: Ég álít, að súgþurrkunaraðferðin sé ómet- anlegt öryggi ifyrir islenzkan landbúnað. Fimmti: Hún sparar vinnuafl, gefm betri hey, skapar öryggi. Sjötti: Aðferðin á hér mikla framtíð. Hún gefur betra fóður en með venjulegri þurrkunaraðferð, með henni er hægt að bjarga heyi, sem ann- ars færi í hrakning. Sjöundi: Ég er stór- hrifinn af þessari aðferð og vildi skora á alla bændur að hagnýta sér hana sem bezt. Áttundi: Það sparast 1/4 og stundum 1/3 af vinnu. Heyinu er bjargað frá hrakningi. Trygging fyrir hetra fóðri Þetta er þvi framtíðarlausn. Níundi: Þetta er ómissandi aðferð og ætti að vera til staðar á hverju heimili. Tíundi: Súgþurrk- unin er að mínum dómi það högkvæm- asta verkfæri, sem landbúnaðurinn hef- ur eignast á sviði heyskapartækninnar, og hlýtm að eiga mikla framtíð fyrir sér. Ellefti: Persónulegt álit mitt er, að hey- þmrkan sé hið allra mesta framfaramál, sem fyrir landbúnaðinn hefur komið. Tólfti: Ég tel, að það sé það fyrsta, sem gera þarf í nýsköpun landbúnaðarins. (Þ. e. að koma þessum tækjum á sem flest bú í landinu). Þrettádni: Það gjörbreytir öllu, heyið er miklu fallegra og betra, og getur orðið ísl. landbúnaði til mikilla hagsbóta. (Siðar). Síðan ég sendi þér vottorð við- víkjandi árangri hennar í sumar, hef ég fengið ennþá betri vissu fyrir góðum ór- angri, sem sé um gæði heysins. Ég hef aldrei haft betri hey, meiri -fitu i mjóik, aldrei gefið eins litinn fóðurbæti og kým- ar aldrei mjólkað eins vel. Þessu líkar eru allar umsagnir bænda og bústjóra um þetta framtak Ágústs og ágæti þessarar nýju aðferðar við heyþurrk- unina. Efth' því, sem við eigurn hér að venjast hin síðari ár, liggur beinast við að halda að Ágúst hefði notað sér af fremsta megni að komast yfir fé í sambandi við útbreiðslu og uppsetningu slíkra afbragðstækja, sem vottorðin vitna svo vel um. En þvi fer fjarri. Það, sem hann hefur selt af þessum tækjum, hefur hann selt og sett upp með mjög vægu verði. Hann hefur látið í ié miklar leiðbeiningar, farið margar ferðir, sem hann hefur ekkert eða lítið fengið fyrir. Hugsunin hefur fyrst og fremst snúist um endanlegt gagn og öryggi, en minna um eigin hag, eða að tryggja sér einkarétt sinn að aðstöðu til áframhald- andi ógóðavonar. Þakkir bændanna hafa enn aðeins kom- ið fram í þeim góðu orðum, sem hér hef- ur verið minnzt á, sem sé að votta, að reynsla þeirra af þessu framtaki Ágúsxs hafi verið stórkostleg, og um heyskapinn svo að segja gert þá óháða tíðarfarinu. En ráðamenn nefndanfargansins hafa hins vegar þakkað honinn, með því að gera honum ókleyft að reka iðnfyrirtæki sitt, sem hann og fjölskylda hans hefur haft lifsuppeldi af. Dæmi sem þetta, og ef til vill átakanlegri, má víst finna mörg í okkar þjóðfélagi, þar sem efnishyggjan hefur gagnsýrt þjóðina sem raun ber vitni. Það má víst fremur telja til undantekninga að hitta fólk, sem ekki metur allt til verðs í krónum, og er alveg sama um pyngju náungans, ef það aðeins hækkar í hans eigin og jafnvel grófustu tækifæri eru ekki látin ónotuð til þess að sýna eigin yfirburði í eyðslu og ofmetnaði. Nýtt verkefni. Sannir hugsjónamenn muna aðems sigr- ana, en telja ekki ósigrana. Þeim kemur heldur ekkert við, þótt fjárhagsógóði þeirra sé ekki í réttu hlutfalli við erfiði þeirra og áhættu. Þegar Ágúst hafði unnið sigur í sam- bandi við súgþurrkunina, varð brátt á vegi hans annað verkefni, hinu fyrra þó nóskylt og heyrir þróunarsögu búnaðarmálanna sannarlega til, en einnig fjárhagslegri af- komu þjóðarinnar. Um mörg undanfarin ár hefur verið flutt inn frá Ameríku allmikið af heymjöli svokölluðu Alfa Alfa, en þetta heymjöl er notað hér til margvislegrar fóðurblönd- unar, — og jafnvel manneldis, — sbr. þá sem eru öfgafyllstar grænmetisætur. — AKRANES 85

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.